Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.2000, Qupperneq 9

Freyr - 01.06.2000, Qupperneq 9
Uppskera þriggja yrkja fjölærs rýgresis á Sámsstöðum á öðru uppskeruári (1997), þurrefni hkg/ha. Til samanburðar er vallarfoxgras, Adda. 80 60 40 20 0 —i--------------------------—i----- 2. júlí 19. ágúst Sláttutími 2. mynd. Rýgresið virtist mjög illafarið afkali á Sámsstöðum vorið 1997. Þó var vel greinanlegt líf í þolnum yrkjum og rýgresið varð þe'tt er á leið. Svea, sœnskt tvílitna yrki, er þolnasta yrkið og það er fljótast til. Einar, norskt ferlitna yrki, gefur því lítið eftir. Baristra, er ferlitna hollenskt yrki sem reyndist mjög vel fyrstu árin og nokkrir bœndur sáðu því í tún, en seinni árin reyndi meira á vetrarþol og þá kom það verr út. Vallarfoxgras spratt langt á undan rýgresinu í þetta sinn, en mikið dró saman þegar seinni sláttur bcettist við. Þegar rýgresið kemur vel undan vetri sprettur það hins vegar langt á undan vallarfoxgrasi og sprettur einnig betur er á líður, sjá 1. mynd. eða vetri. Það þolir einnig illa harða frostakafla á auða jörð, einkum ef á undan hafa farið hlýindi og rýgres- ið er grænt. Tiltölulega lítil reynsla hefur verið af svellkali þessa vetur sem tilraunimar hafa staðið. Það er sérstakt við fjölært rýgresi að oft leynist mikið líf í því þótt það virð- ist illa farið af kali og það kemur til þegar líður á. Skammkalið rýgresi sprettur hægt í fyrstu, jafnvel fram í júlí, en eftir það sprettur ágætlega. Þegar svona stendur á skiptir yrkis- val miklu máli, sjá 2. mynd. Svea er eina yrkið sem var orðið vel sprott- ið á Sámsstöðum 2. júlí 1997, en seinni hluta sumars hafa hin yrkin sprottið heldur örar. Svea er alltaf fyrst til, en munurinn verður mikið meira áberandi þegar rýgresið er illa farið eftir veturinn. Sá mismun- ur yrkja sem sést á myndinni er lítið meiri en hann hefur verið að meðal- tali og er því ekki bara vegna kals. Fóðurgildi Fjölært rýgresi er mjög gott fóð- urgras, en fóðurgildið fellur ört þegar stöngull hefur myndast. Meltanleiki hefur oftast verið mik- ill í fyrsta slætti, 77 - 80 %, þótt mikið hafi verið sprottið, enda í þremur tilraunum hefur uppskera rýgresis verið orðin um 5 tonn þunrefnis (50 hkg) á hektara fyrir eða um miðjan júní. Við höfum ekki enn aflað nægilegrar vitneskju um hvaða áhrif það hefur á vetrarþol og uppskeru næsta árs að slá eða beita seint. Við vitum þó að seinn sláttur dregur úr spretm árið eftir, sama hvert grasið er, en túnið má samt ekki fara loðið undir vetur. Tilraunimar hafa verið miðaðar við nokkuð harða nýtingu. Hugmyndin er að nýta gæði rýgresisins til fulls en skeyta ekki um þótt það endist ekki mjög lengi. Þolnasta rýgresið hefur þó dugað nokkuð vel. Vetrarþol og yrkisval Fjölært rýgresi þolir ekki vel ís- lenska vetrarveðráttu. Það hefur sýnt sig að ekki þýðir neitt að sá því þar sem jörð verður blaut að hausti Starfsfólk á tilraunastöð RALA á Korpu að slá annan slátt affjölœru rýgresi. FREYR 6/2000 - 9

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.