Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.2000, Side 12

Freyr - 01.06.2000, Side 12
Vallarfoxgras er vinsœlasta grastegundin til heyöflunar hér á landi. grasið er venjulega einslegið með léttri sláttuvél. Vallarfoxgrasfræ er smátt, 1000 fræ vega 0,4-0,5 g. Þegar vallar- foxgrasi er sáð eingöngu er venjulega notuð 12-20 kg/ha af fræi. Þetta þýðir að það falla 2400-4000 fræ á 1 m2. Fæst af þessum fræjum verða plöntur. Töluvert af fræjunum spírar ekki, önnur spíra en deyja fljótlega í miskunarlausri samkeppni við aðrar plöntur. Menn nota svona mikið af fræi vegna þess að dreifing fræjanna er venjulega ófullkomin, jafnvel þó að menn vandi sig við dreifinguna. Fræ af vallarfoxgrasi er frekar ódýrt. Bændur velt því stundum fyrir sér hvort réttara sé að sá vallar- foxgrasi einu sér í nýræktir eða sá grasfræblöndu með vallarfoxgrasi. Venjulega er síðari kosturinn val- inn, vegna þess að túnunum er ætl- að að þola tvo slætti á sumri og beit og réttilega vantreysta menn vallarfoxgrasi til að þola slíka meðferð. Ef vallarfoxgrasið bregst er nauðsynlegt að önnur góð grös, t.d. vallarsveifgras og túnvingull, taki við og halda uppskerunni uppi. Yrki Norsk og íslensk yrki af vallar- foxgrasi hafa verið ráðandi á ís- landi frá því er bændur hófu að rækta það að einhverju marki. í rit- inu Nytjaplöntur á Islandi 2000, sem fæst hjá RALA, er mælt með fimm yrkjum af vallarfoxgrasi til notkunar á íslandi. 1. Adda. Ræktað upp af plöntum sem Þorsteinn Tómasson safnaði ámýrlendum kaltúnum í Borg- arfirði. Sprettur aðallega snemmsumars en gefur fremur litla há. 2. Bodin. Norskt staðaryrki frá Bændaskólanum í Boden. Mikið notað í Norðlandfylki í Noregi. Tæplega eins þolið á Islandi og Adda, Engmo og Korpa. 3. Engmo. Norskt staðaryrki, ættað frá býlinu Engmo í Troms, sem er töluvert fyrir norðan heim- skautsbaug. Hefur staðið sig vel í íslenskum tilraunum. 4. Korpa. Ræktað upp af plöntum sem Sturla Friðriksson safnaði í Ólafsdal og víðar í Dalasýslu. Sprettur aðallega snemmsumars en gefur fremur litla há. 5. Vega. Nýtt norskt yrki, upp- skerumikið og gefur meiri end- urvöxt en hin yrkin sem hér eru talin. Árlega koma fram ný yrki sem menn vona að taki þeim eldri fram. Á nokkurra ára fresti verður að bera saman ný yrki við þau eldri í tilraunum ef tryggja á að bændur eigi ætíð kost á bestu yrkjum sem á markaði eru. Frá því tilraunir hófust með yrki af grösum á Islandi í byrjun aldarinnar hafa verið reynd meira en 150 yrki af vallarfoxgrasi. Tilraunastarfsemi er tímafrek, líklega hefur það kostað H/2-3 ársverk á 20. öld að bera saman í tilraunum yrki af vallarfoxgrasi. Það er óhætt að fullyrða að þessi vinna hefur aukið heyfeng landsmanna að magni og gæðum og því borgað sig vel. Þó hafa ýmsir heyrst tauta um að nóg sé komið af ræktunartilraunum. Ef við hættum að gera tilraunir með ný innlend og erlend yrki og ræktunaraðferðir kemur það niður á íslenskum landbúnaði og gerir stöðu hans veikari en nú er. Is- lenskur landbúnaður er í vaxandi samkeppni landbúnað í öðrum löndunum þar sem bændur styðjast við miklu öflugri við rann- sóknarstarfsemi en við höfum hér á landi. Nýting vallarfoxgrass Auk yrkjatilrauna hafa verið gerðar margs konar rannsóknir á vallarfoxgrasi á Islandi. Þar má nefna tilraunir með grasfræblöndur, áburð, hentugan sláttutíma, hey- verkun og fóðrun með vallarfox- grasheyi, kalþol og vetrarþol vallar- foxgrass og efnagreiningar á gras- inu. Mikið hefur verið skrifað um niðurstöður þessara rannsókna. Auk þess höfum við nýtt okkur rannsóknir annarra þjóða. í römm- unum eru tínd til nokkur atriði sem komið hafa fram í íslenskum og norskum rannsóknum án þess að getið sé heimilda. 12 - FREYR 6/2000

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.