Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2000, Page 15

Freyr - 01.06.2000, Page 15
 1945 1946 1952 1953 1954 1955 1957 M eðaltal 2. mynd. Áhrifskjóls á þúsundkomaþyngd sexraðabyggs ígrömmum í tilraun- um á Sámsstöðum. (KlemenzKr. Kristjánsson, 1976). sama gildir um matjurtir og fóður- jurtir varðandi áhrif skjóls. Hefð er fyrir því að rækta grænmeti í ein- hvers konar skjóli, s.s undir gróður- hlífum eða í skjóli limgerða. Á árunum 1909-1925 gerðu danskir vísindamenn tilraunir með áhrif skjóls á rófur og karftöflur. I ljós kom að meðaltals uppskemauki í rófnarækt nam 13,4% og 16,9% í kartöflurækt (Einar G.E. Sæ- mundsson, 1963). Islenskar rann- sóknir (Óli Valur Hansson, 1985) em samhljóða þeim dönsku og benda dl þess að uppskemauki í kartöflurækt geti numið nálægt 15% að jafnaði á skýldu svæði miðað við skjóllaust. Við ræktun græn- metis er mikilvægt að koma uppskem snemma á markað og því getur lítils- háttar flýtir upp- skem skipt sköpum fyrir verð hennar. Skjól fyrir búpening Það er fleira en gróðurinn sem nýt- ur góðs af skjólinu. Með plöntun skjól- belta við ræktað beitiland em slegn- ar tvær flugur í einu höggi, aukin upp- skera fæst í skjólinu og beitardýrin nýta sér beitina betur. Fyrir kúabændur ætti ávinningur- inn að vera ótvíræður. Einkum á þetta við að vori og hausti þegar helst má eiga von á rysjóttu tíðar- fari. Rannsóknir benda til þess að nyt kúa sem ganga á skýldu landi sé meiri en hinna sem njóta ekki skjóls og munurinn geti numið allt að 16% (Haukur Ragnarsson, 1990). Ekki verður efast um gildi skjóls fyrir kýr til að minnka sveifl- ur í nyt og draga úr hættu á júgur- bólgu og fleiri sjúkdómum. Sem fyrr er nefnt er ekki síst ástæða til að huga að skjóli þegar vorbeitin og haustbeitin er skipulögð. Þetta þarf að gera í samhengi við skipulagn- ingu grænfóðurakra sem beita skal að hausti. E.t.v. getur þetta lengt beitartímann að hausti um eina til tvær vikur eða í það minnsta dregið úr nytlækkun samfara kuldatíð. Rannsóknir í Kanada hafa sýnt 12% þyngdaraukningu nautgripa sem ganga á skýldu landi saman- borið við óskýlt (Souto og Meneses, 1998 efdr Webster o.fl., 1970). Sauðfé þarf einnig á skjóli að halda, ekki síst að vori í lok sauð- burðar þegar lambfé er sett út. Skjólið hlífir hinum nýfæddu lömb- um og æmar halda betur nyt. Sýnt hefur verið fram á þetta með bresk- um rannsóknum sem staðfesta að lambadauði er mun minni í köldum vomm ef æmar ganga á landi sem nýtur skjóls. Þetta stafar líklega af samspili þess að gróður tekur fyrr við sér og vindkæling dýranna er minni. Víða um land ganga hross sjálf- ala allt árið jafnt sumar sem vetur. Grundvallaratriði er að skepnurn- 3. mynd. Hönnun skjólbelta rœður snjósöfnunareiginleikum þeirra (Pattern, 1956). FREYR 6/2000 - 15 ÍL l I

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.