Freyr - 01.06.2000, Page 17
5. mynd. Trjágróður gefur landi fallegan og hlýlegan svip. (Olesen, 1979).
um lönd bænda og jafnvel nærri
híbýlum. í slíkum tilfellum er
full ástæða til gróðursetningar
skjólbelta til að draga úr umferð-
arnið. Þetta er vel þekkt erlendis
þar sem nánast án undantekninga
er gróðursettur trjágróður með-
fram hraðbrautum.
Loftmengun
Það er viðurkennt að tijágróður
hreinsar loft bæði af lykt, reyk, ryki
og gastegundum, s.s. ammóníaki og
koldíoxíði (Olesen, 1979). Stað-
setning skjólbelta við vegi getur
komið í veg fyrir mikinn rykaustur
eða mengun af völdum þungmálma
og gasi frá útblæstri bfla. Skjólbelti
geta einnig hreinsað loft af ryki á
borð við frjóduft og silt (fokjarð-
veg) sem getur verið til ama og
leiðinda.
Einangrun húsa
Þekkt er á vindasömum svæðum
að næðingurinn ber mikinn varma
ffá íbúðar- og útihúsum og hækkar
þar af leiðandi kyndikostnað.
Bandanskar tilraunir benda til þess
að unnt sé að ná niður húshitunar-
kosmaði um allt að 20% með ræktun
skjólbelta fyrir verstu vindátt
(Haukur Ragnarsson, 1990). Kana-
dískar rannsóknir sýna jafnvel enn
meiri ávinning af skjólbeltum eða
lækkun húshitunakostnaðar um 30%
(http:/www.agr.ca/pfra/shbgene.htm.). I
ljós kom að kostnaðarlækkunin var í
beinu hlutfalli við lækkun
vindhraðans og húshitunarkostnaður
lækkar um 1,2% við vind-
hraðaminnkun sem nemur 1 km á
klst.
Notkun skjólbelta við gripahús
minnkar hugsanlegan trekk og gerir
loftræstingu því nákvæmari. Skjól-
belti draga úr álagi á byggingar, s.s.
á málningu og steypu, og minnka
viðgerðarþörf. Við gróðurhús
draga skjólbelti úr kyndingu og
minnka hættu á hitasveiflum. Við
loðdýrahús koma skjólbelti í veg
fyrir að það skafi inn í húsin.
Fegrun og útivist
Vistfræðilegt gildi skjólbelta
varðandi tegundafjölbreytileika er
óumdeilt. Ræktun skjólbelta hefur
í för með sér auðugra dýralíf og
aukna fjölbreytni plantna. Skjól-
belti geta á skömmum tíma skapað
skemmtileg útivistarsvæði og nýst í
ferðaþjónustu til sveita, s.s. við
tjaldsvæði eða önnur útivistar-
svæði.
Með ræktun skjólbelta em land-
nýtingarmöguleikar auknir sem
hugsanlega getur til framtíðar aukið
verðmæti lands. Skjólbelti geta
einnig orðið fyrsti vísir skógræktar
og flýtt framvindu hennar.
Skipulag og ræktun skjólbelta er
ekki skammtímaverkefni. Vanda
þarf allan undirbúning og horfa til
framtíðar varðandi ræktunina. Tak-
ist vel til geta beltin orðið að miklu
gagni í búskapnum auk þess að
veita yndi fólki og fénaði.
Heimildaskrá
Ritaðar heimildir
Einar G.E. Sæmundsson, 1963.
Skjólbelti. Skógræktarritið 1963, bls.
15-31.
Haukur Ragnarsson, 1990. Skjól-
belti. í: Skógræktarbókin, bls. 227-237.
Skógræktarfélag íslands, Reykjavík.
Jónatan Hermannsson, 1993. Kom-
rækt á Islandi. I: Rit Ráðunautafundar
1993, bls. 178-187.
Klemenz Kr. Kristjánsson, 1976.
Ahrif skógarskjóls á komþunga. Skóg-
ræktarritið 1976, bls. 23-26.
Olesen, Frode, 1979. Læplantning,
dyrkningssikkerhed, klimaforbedring,
landskabspleje. Landhusholdningssel-
skabets Forlag.
Ólafur Amalds, 1995. Jarðvegs-
fræði. Kennsluhefti við Raunvísinda-
deild Háskóla Islands.
Ólafur Njálsson, 1984. Skjólbelti,
gerð þeirra og skjóláhrif. Skógræktar-
ritið 1984, bls. 3-25.
Óli Valur Hansson, 1983. Um skjól-
beltaræktun. í: Handbók bænds 1983,
bls. 129-148.
Óli Valur Hansson, 1985. Kartöflur-
skjólathuganir. í: Rit Ráðunautafundar
1985, bls. 193-198.
Patten, O.M., 1956. Shelterbelts for
your farm. Windbreaks and shelterbelts
tecnical note No. 59WMO-No. 147 T.P.
7. World Meterological Organization.
Souto L.F.M.A.R. & J.F. Meneses, 1998.
The multi-effects of living windbreaks. f:
Rit Evrópusáðstefhu landbúnaðarverkhæð-
inga í Osló, ritgerð nr. 98-E-065.
Vefsíður
Alberta Agriculture Website,
http://www.agric.gov.ab.ca/
Prairie Farm Rehabilitation Admini-
stration (PFRA) -Shelterbelt centre,
http://www.agr.ca/pfra/ shbgene.htm
FREYR 6/2000 - 17