Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.2000, Qupperneq 18

Freyr - 01.06.2000, Qupperneq 18
Kolefnisbinding með landgræðslu og skógrækt Nýtt sóknarfæri fyrir ísienskan landbúnað Loftslag jarðar gæti verið að breytast af mannavöldum vegna uppsöfnunar svokall- aðra gróðurhúsalofttegunda í and- rúmsloftinu. Þjóðir heims, þar á meðal Islendingar, hafa gert með sér samkomulag um að draga úr þeirri vá sem loftslagsbreytingar geta haft í för með sér. Samkomu- lagið skuldbindur iðnaðarþjóðimar að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda, en jafnframt opnar það þann möguleika að minnka magn þeirra í andrúmslofti með aukinni landgræðslu og skógrækt. I því verkefni gæti íslenskur landbúnað- ur tekið að sér umfangsmikla bind- ingu koltvísýrings, aukið með því landkosti bæði fyrir núverandi og komandi kynslóðir og stuðlað sam- hliða að aukinni hagkvæmni í fram- leiðslu landbúnaðarvara. Loftslagssáttmálinn Undanfarin 20 ár hefur loftslag á jörðinni stöðugt farið hlýnandi. Ar- ið 1998 var heitasta ár á jörðinni síðan 1860 og árið 1999 varð enn heitara. Hvort sem um er að ræða áhrif af mannanna gerðum eða nátt- úrulegar sveiflur gætu afleiðingar svo örra loftslagsbreytinga orðið uggvænlegar. Spár gera ráð fyrir að hraði loftslagsbreytinga gæti orðið meiri en nokkru sinni fyrr á síðustu 10.000 árum. Áhrif á samfélag þjóðanna yrðu mikil. Á Umhverfisráðstefnunni í Ríó 1992 var Rammasamningur Sam- einuðu þjóðanna um loftslagsbreyt- ingar (nefndur Loftslagssáttmálinn hér eftir) undirritaður af 154 ríkis- stjómum en ísland staðfesti hann 1993. Samningurinn tók gildi 1994. Hann felur í sér almennar skuld- eftir Andrés Arnalds og Úlf Óskarsson Land- græðslu ríkisins bindingar um aðgerðir sem ætlað er að veita vistkerfum undanfæri til að laga sig að aðsteðjandi loftslags- breytingum, tryggja matvælafram- leiðslu jarðarbúa nægjanlegt öryggi og veita hagkerfum heimsins gmndvöll til að þróast áfram. I samningnum var ríkjum heims skipt í tvo hópa; (1) iðnríkin sem eiga megin sök á aukningu gróður- húsalofttegunda, og er ísland í þeim hópi, og (2) önnur lönd, sem spáð er að verði mengunarvaldar í vax- andi mæli í framtíðinni. Með samþykkt Kyotobókunar- innar í desember 1997 er iðnríkjun- um úthlutaður losunarkvóti fyrir gróðurhúsalofttegundir. Island fékk þar heimild til að auka losun sína um 10% til viðmiðunartímabilsins 2008-2012 miðað við 1990, mest allra þjóða, en að meðaltali eiga iðnríkin að draga úr losun um 5,2%. Án takmarkana er talið að aukningin hefði getað orðið 25%. Koltvísýringur og loftslag Koltvísýringur (CO^) er að magni til lang veigamest þeirra lofttegunda sem valda svokölluðum gróðurhúsaáhrifum. Styrkur CO2 í andrúmsloftinu hefur aukist um 30% á síðustu 200 árum, fyrst og fremst vegna landhnignunar (eink- um skógeyðingar og jarðvegsrofs) og bruna eldsneytis úr jörðu (kola og olíu). Með sama áframhaldi gæti magn CO2 tvöfaldast á ári til ársins 2100, auk þess sem magn annarra gróðurhúsalofttegunda mun einnig aukast. Nýjustu spár gera ráð fyrir því að meðalhiti á jörðinni gæti aukist um 1-3,5 °C til 2100 miðað við 1990. Losun gróöurhúsa- lofttegunda og viðmiðunarár Losun gróðurhúsalofttegunda á Islandi er lítil á heimsvísu, eða minna en 0,05% af losun iðnríkj- anna, sem stafar ekki síst af smæð hagkerfisins. Hlutur Bandaríkjanna í losun iðnríkjanna er stærstur, 35%, Rússland kemur þar næst með 18% og Evrópusambandið losar um 23%. Losun á einstakling nemur 8,5 tonnum koltvísýringsígilda á ári á Islandi. I Bandaríkjunum og Kan- ada er losunin nálægt 20 tonnum á mann, en er á bilinu 7-13 tonn í flestum öðrum ríkjum OECD. Heimsmeðaltalið er 4,4 tonna árleg losun á mann. Hlutdeild endurnýjanlegra orku- gjafa meðal OECD ríkja er hvergi meiri en hér á landi, eða yfir 60% af heildarorku. Þetta takmarkar svigrúm Islendinga til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda mið- að við önnur ríki. Hér á landi kem- ur um 30% gróðurhúsalofttegunda frá fiskiskipum, 30% frá bifreið- 18 - FREYR 6/2000

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.