Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.2000, Qupperneq 26

Freyr - 01.06.2000, Qupperneq 26
Eru erfðabreytt matvæli á útleið? Erindi flutt á ráðstefnu umhverfisráðuneytisins 9. mars 2000: Erfðabreytt matvæli, - framtíðarvon eða „Frankenstein-fæða“? Eg vil í upphafi fagna frum- kvæði umhverfisráðuneytis- ins að boða til þessarar ráð- stefnu um erfðabreytt matvæli. Umræðan um þetta mikilvæga efni hefur verið mjög takmörkuð hér. Á hinn bóginn hefur umræðan verið mikil um alla Evrópu og hafa neyt- endur þar hafnað erfðabreyttum matvælum. Það er heldur ekki skrýtið að það eru einmitt breskir neytendur sem sýnt hafa mesta and- stöðu við erfðabreyttu matvælin, en þeir hafa einmitt „útvegað" okkur að hluta heiti þessarar ráðstefnu, þ.e. að kalla erfðabreyttu matvælin „Frankenstein-fæðu“. Minnt skal á að það eru ekki síst breskir neyt- endur sem hafa orðið verst fyrir barðinu á matarhneykslismálum sem reglubundið hafa komið upp á síðustu árum og má þar nefna kúa- riðuna, en dauðsföll af völdum hennar sér enn ekki fyrir endann á. Stjómmálamenn héldu því einfald- lega fram í upphafi kúariðufársins, að ekkert væri að óttast. Lái því hver sem vill breskum neytendum þessa neikvæðu afstöðu gagnvart erfðabreyttu matvömnum, þó svo að ráðamenn segi að erfðabreyttu matvælin séu í lagi, breskir neyt- endur treysta einfaldlega ekki stjómvöldum. Neytendur, jafnt sem samtök þeirra, hafa þannig tekið erfða- breyttu matvælunum með miklum fyrirvara. Það er þó ekki svo að erfðabreytt matvæli séu slíkt eitur að okkar mati að alls ekki komi til greina að leyfa þessa nýju fram- leiðsluaðferð að einhverju marki. Síður en svo. Raunar minna neyt- endasamtök á að tilraunir með erfðabreytingar hafa skilað miklu uð að mati vísindamanna og rann- sóknarfyrirtækja. Hvort neytendur vilja hins vegar kaupa þessar vömr fer að mestu eftir því hvort þeir telji sig geta treyst þeim. Andstaðan er ekki vegna vanþekkingar Það er staðreynd að daglega er verið að selja okkur matvæli sem geta verið framleiddar með erfða- breytingum eða sem geta innihaldið erfðabreytt hráefni í mismiklum mæli. Það er jafnframt ljóst að mik- ill meirihluti neytenda í Evrópu og einnig í Ameríku og raunar víðar er mjög neikvæður gagnvart þessum vömm. Það er einnig alrangt að andstaða neytenda sé aðeins vegna vanþekkingar neytenda á þessari nýju tækni eins og talsmenn erfða- breyttra matvæla halda fram. And- stætt því, sem fyrirtæki í þessum iðnaði halda fram, hefur einmitt mikill meirihluti þeirra neytenda, sem taka afstöðu gegn erfðabreytt- um matvælum mikla þekkingu á málinu samkvæmt könnunum. Fyrirtæki í þessum geira verða því að taka tillit til slíkra krafna neyt- enda og hafa stóm alþjóðlegu fyrir- tækin, sem einoka þennan markað, verið að komast að þessari stað- reynd. I athyglisverðri grein í danska neytendablaðinu „Tænk + Test“ er einmitt fjallað ítarlega um þennan iðnað undir yfirskriftinni „Ráðvilltu mennimir í St. Louis“, en þar er átt við alþjóðlega risann Monsanto sem er mjög stór fram- leiðandi erfðabreyttra lífvera og er með höfuðstöðvar í St-Louis. Raunar mun þessi grein einnig birtast í aprílblaði Neytendablaðs- ins. innan lyfjaiðnaðarins í baráttunni við marga erfiða sjúkdóma. Og vissulega vonumst við til að þar verði áfram hægt að sækja frekari landvinninga. Umræðan í nágrannalöndum okkar hefur til skamms tíma eink- um verið um hvort þessar matvömr séu hættulegar neytendum. Það er mjög mikilvægt að halda áfram þeirri umræðu enda víðsfjarri að vísindamenn séu sammála um þetta. En umræðan um langvarandi áhrif á umhverfið og fjölbreytileika lífvera hefur orðið miklu meiri nú að undanfömu. Þetta hefur orðið til þess að Evrópusambandið hefur ekki í jafn ríkum mæli og áður leyft að nýjum erfðabreyttum lífvemm sé sleppt út í umhverfið. Einnig hefur þetta orðið til þess að nú er verið að endurskoða tilskipun um erfðabreytt matvæli og herða hana. Neytendasamtök í Evrópu hafa lýst yfir stuðningi við þessar hertu að- gerðir Evrópusambandsins. Ég minni enn á að neytendasam- tök em í sjálfu sér ekki hrædd við tækniþróunina, ekki heldur þegar um er að ræða erfðatækni og erfðabreytingar. Það er mikilvægt að slá því föstu að erfðabreytingar em aðeins verkfæri, óháð því hve spennandi tæknin er sem þar er not- eftir Jóhannes Gunnarsson formann Neytenda- samtakanna 26 - FREYR 6/2000

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.