Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.2001, Qupperneq 4

Freyr - 01.03.2001, Qupperneq 4
Lífrænar miðstöðvar Um mánaðamótin ágúst - september sl. var haldin í Basel í Sviss 13. alþjóð- lega ráðstefnan um líf- rænan landbúnað á vegum IFOAM, Alþjóðasamtaka lífrænna landbún- aðarhreyfinga. Fyrir ráðstefnuna var haldin stór vörusýning með líf- rænt vottaðar afurðir í Zofingen, skammt frá Basel, en eftir ráðstefn- una gafst kostur á ferðum til að kynnast þróun lífræns búskapar í Sviss. Fulltrúar Islands voru þau Asdís Helga Bjarnadóttir frá Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri, Haukur Halldórsson frá Áformi - Átaksverkefni, Hákon Sigurgríms- son frá landbúnaðarráðuneytinu og höfundur þessarar greinar. Auk þess að sækja ráðstefnuna sóttu þeir Haukur og Hákon vörusýninguna en við Ásdís Helga fórum í tveggja daga kynnisferð sem greint verður frá hér á eftir. í Sviss Dr. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur BÍ í lífrænum búskap Fjölsótt ráðstefna og mikið fundað Ráðstefnan var haldin í Messe- basel, stórri ráðstefnumiðstöð, skammt ofan við Rín, sem rennur í gegnum Basel. Þátttakendur voru um 1200 og var allt skipulag með ágætum. Það var mál þeirra sem til þekktu að þessi 13. vísindaráð- stefna IFOAM hafi verið sú besta til þessa. Helstu efnisflokkarnir voru: Jarðvegur, örverur í jarðvegi, næringarefni og nytjajurtir, gæði lífrænna matvæla, sáðskipti og bú- skaparkerfi, kennsla og leiðbein- ingar, markaðsþróun og viðhorf neytenda, framleiðslureglur, vottun og vörumerkingar, stefnumótun í lífrænum búskap, byggðaþróun, erfðabreyttar lífverur, lífræn búfjár- rækt, lífræn garð- og gróðurhúsa- rækt og skógrækt sem liður í líf- rænum búskap. Yfirlit allra erind- anna var gefið út í vönduðu hefti (ISBN-3-7281-2754X; heimasíða www.vdf.ethz.ch). Ég flutti erindi um möguleika og skilyrði fyrir líf- ræna ræktun og búskap hér á landi á fundi sem fjallaði um byggðaþró- un, og er erindið í heild birt á heimasíðu bændasamtakanna, www.bondi.is. Veigamikill þáttur í slíkum ráð- stefoum er að bera saman bækur sínar við fólk ffá ýmsum löndum og halda jafnvel stutta fundi utan dag- skrár um sérstök samvinnuverkefni. Þannig tókst að koma á nefndarfundi í norrænum vinnuhópi á vegum NJF - Norrænu búfræðifélagsins- sem vinnur að málefnum lífræns búskap- ar. Þá sat ég fund sem fulltnii Islands í hópi (ECODIS) sem fylgist með og safnar upplýsingum um rannsóknar- verkefni í þágu líffæns búskapar í öllum Evrópulöndum (www.organic- research.org). Þótt samskipti okkar séu mest í gegnum tölvur er ómetan- legt að hittast öðru hvom. Töluvert er um bændur á slíkum ráðstefnum og það er uppörvandi hve mikil bjart- sýni og jákvætt hugarfar ríkir í líf- rænu hreyfingunni. Þama var verið að flytja erindi, sem marka viss tíma- mót, eins og t.d. sameiginlegt erindi Inger Kállander, formanns Félags líf- rænna bænda í Svíþjóð, sem var ný- lega hér á ferð, og Hans Jonsson, for- manns Sænsku bændasamtakanna, LRF sem lagar nú búrekstur sinn að líffænni ræktun. Svipað má segja um erindi Nadiu Scialabba frá Róm sem lýsti jákvæðum viðhorfum FAO - Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Við Gotheanum stofnunina í Dornach var fé á beit í hvamminum. Aðatbyggingin, sem sést á myndinni, er mjög sérstæð og í henni er m.a. ieikhús, hin vandaðasta bygging sem Rudolf Steiner hannaði, en hún var reist á árunum 1925-1928. (Ljósm. J. Spalinger). 4 - FReVR 2/2001

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.