Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2001, Síða 9

Freyr - 01.03.2001, Síða 9
Góðra bænda hættir í framtíðinni Inngangur Landbúnaður í heiminum tók miklum breytingum á nýliðinni öld eins og samfélagið allt. Þessar breytingar hafa haft það í för með sér að unnt er að brauðfæða mun fleira fólk en áður og afköstin við framleiðsluna hafa aukist mikið. Þá hefur þekkingu okkar á öllum þátt- um, sem snerta landbúnaðinn, fleygt fram en á sama tíma hafa ný vandamál orðið til. Þegar hugað er að landbúnaði framtíðarinnar í heiminum þarf að taka tillit til rnargra þátta. Mann- kyninu mun enn fjölga á næstu ár- um og þar með þarf meiri mat, en ræktunarland í heiminum fer minnkandi. A sama tíma hafa kröf- ur um umhverfisvernd, sem og hollustu og hreinleika matvæla, aukist í hinum vestræna heimi og jafnframt eru gerðar kröfur um hag- kvæman rekstur og ódýr matvæli. Við verðum hins vegar að gera okkur það ljóst að það kostar pen- inga, til skemmri tíma litið, að gera auknar kröfur vegna umhverfis og hollustu matvæla. Við verðum að vera reiðubúin að greiða hærra verð fyrir vöruna um leið og við gerum slíkar kröfur. Flest viljum við að framleiddar séu hollar og góðar vörur og landbúnaður stundaður í sátt við umhverfið þannig að hægt sé að skila landinu til næstu kyn- slóðar í góðu ásigkomulagi. Fyrsta skrefið í slíkri vinnu er að menn geri sér ljóst hvers þarf að gæta til að þetta megi takast. Á ráðunautafundi fyrir fimm árum flutti undirritaður erindi um landbún- að og umhverfismál (Guðni Þor- valdsson, 1996). Þetta erindi var svo kveikja að grein um þetta efni sem birtist í alþjóðlegu riti (Kirchmann og Thorvaldsson, 2000). Efni þeirra greinar var að hluta kynnt á ráðu- nautafundi í febrúar síðastliðnum. í þessari stuttu grein er farið yfir helstu þætti, sem þar voru ræddir, en einkum er íjallað um svokallaða gæðastuðla. Gæðastuðlar Gæðastuðlarnir eru eins konar vörður um þá þætti sem vaka þarf yfir svo að landbúnaðurinn í heild sé stundaður í sátt við umhverfið og hollar vörur framleiddar. Enn- fremur er bent á að ákveðnar siða- reglur, sem lúta að fólkinu sem vinnur við landbúnaðinn, búsmal- anum og landinu, þurfi að vera fyrir hendi. Gæðastuðlunum hefur verið skipt í sex flokka eftir því hvers eðlis þeir eru (7. taflá). Jarðvegur Jarðvegur er ein af grundvallar- forsendum þess að unnt sé að stunda landbúnað. Tryggja þarf að hann fjúki ekki eða skolist burt. Uppblástur er eitt af stærstu vanda- málum landbúnaðar í heiminum og því mikilvægt að spoma gegn hon- um bæði með fyrirbyggjandi að- gerðum og lagfæringum á skemmd- um. Flér á landi er uppblásturinn fyrst og fremst á óræktuðu landi en erlendis tapast víða mikill jarðvegur við fok úr opnum ökrum. Þá þarf að gæta þess að forði næringarefna í jarðvegi rýrni ekki mikið til lengri tíma litið. Ennfrem- ur þarf að vinna gegn mengun jarð- vegsins, en jarðvegur getur meng- ast með ýmsu móti. Sérstaklega þarf að gæta þess að áburður, líf- rænn og ólífrænn, innihaldi sem minnst af skaðlegum efnum. Þjöppun af völdum þungra véla, einkum í dýpri lögum jarðvegsins getur orðið vandamál, loftrými minnkar og allar aðstæður fyrir jarðvegslíf versna. Önnur lífhvolf - andrúmsloft og grunnvatn Landbúnaður hefur ekki einungis áhrif á eigið umhverfi heldur einnig Jarðvegur er ein af grundvallarforsendum þess að hægt sé að stunda land- búnað, þvíþarfað gæta hans vel. Ljósm. Áskell Þórisson. Guðni Þorvaldsson, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins FR6VR 2/2001 - 9

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.