Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2001, Síða 17

Freyr - 01.03.2001, Síða 17
Breyttar aðstæður hafa áhrif á fæðuöryggi og matarsjúkdóma n Aukning á stórframleiðslu matvæla n Aukin dreifing matvæla n Aukin alþjóðleg viðskipti n Breyttir framleiðsluhættir n Auknar kröfur um fersk matvæli n Breyttar neysluvenjur n Ónæmi sýkla fyrir sýklalyfjum Svíar áhygojufyllstu neytendurnir og höfðu mestar áhyggjur af öryggi matvæla og sýkingarhættu en Is- lendingar höfðu af því minnstar áhyggjur allra Norðurlandabúa. Þess ber þó að geta að könnunin var gerð áður en umræða um fæðu- borna sjúkdóma varð mjög hávær í íslenskum fjölmiðlum. Líklega yrði niðurstaðan því önnur ef könnunin væri gerð í dag. íslenskir neytendur virtust hins vegar leggja heldur meiri áherslu á að vita um magn fitu í mat og næringargildi og verð skipti neytendur meira máli hér á landi en á öðrum Nórðurlöndum. Niðurstöður könnunarinnar sýna ennfremur að íslenskir neytendur eru fremur íhaldssamir og láta síður stjómast af nýjum straumum, t.d. í umhverfismálum eða dýravemdun- armálum, en neytendur á hinum Norðurlöndunum. Hversu þungt vegur hollustan? Kannanir sýna að íslenskir neyt- endur em almennt þeirrar skoðunar að hollustan skipti þá máli við val á matvöru og virðast þeir þá aðallega eiga við næringargildi fæðunnar, fremur en fæðuborna sjúkdóma eða aðskotaefni. Hins vegar er alls ekki ljóst í öllum tilvikum hvað átt er við með hollustu, og fer það jafnvel eftir því hvort sýklafræðingur, eit- urefnafræðingur eða næringarfræð- ingur hafi komið að máli. Alltof sjaldan er fjallað um hollustuna sem heildarsýn, þar sem hver þáttur hefur hæfilegt vægi. En hvað telst hæfdegt í þessu sambandi? Hversu þungt vegur hver þáttur fyrir sig þegar um líf og heilsu er að tefla: Næringarleg samsetning, fæðu- bornir sjúkdómar og aðskotaefni? Hvað kosta þessir þættir samfélag- ið í fjámrunum, í veikindadögum eða mannslífum? Þótt vísindamenn hafi vissulega reynt að meta vægi þessara þátta verður að taka niðurstöður slíkra áhættuútreikninga með miklum fyrirvara, bæði skortir traustar for- sendur til sjálfra útreikninganna og eins em hollustuþættimir svo ólík- ir. Neytendur eiga t.d. tvímælalaust rétt á öruggum matvælum og það er framleiðandans og allra aðstand- enda vörunnar að tryggja eins og kostur er að varan sé ekki menguð af sjúkdómsvaldandi örverum eða mengunarefnum. Þegar um er að ræða næringarlega samsetningu er nokkuð annað upp á teningnum því að slrk hollusta er að vemlegu leyti háð vali neytandans, hvort hann kaupir súkkulaði eða gulrót, kjöt eða fisk, mjólk eða gosdrykk. Framleiðendur matvara hafa þó úr- slitaáhrif á næringarlega samsetn- ingu þeirrar fæðu sem þjóðin neyt- ir. Landbúnaðurinn og vinnsla landbúnaðarvara gegna þar þýðing- armiklu hlutverki sem síst má van- meta því að á vinnu þeirra hvílir í raun líf og heilsa landsmanna að miklu leyti. Eins má ekki gleyma því að verðlag matvæla skiptir máli fyrir fæðuvalið og þar með hollustuna. Það er athyglisvert að hinn al- menni neytandi á Norðurlöndum virðist meta vægi hollustuþáttanna þriggja nokkuð ólíkt því sem bein- Vægi hollustuþátta 1. Næring, mataræði Tengist helstu dánarorsökum í Evrópu. Þriðji mikilvægasti umhverfisþáttur sem styttir líf Evrópubúa - á eftir tóbaksnotkun og áfengismisnotkun 2. Fæðubomir sjúkdómar Gífurlegur kostnaður fyrir þjóðfélagið. Talið að um 130 milljónir Evrópubúa hafi sýkst af fæðubornum sjúkdómum árið 1995 3. Aðskotaefni, mengunarefni, aukefni Vægi tiltölulega lítið fyrir áhættu sjúkdóma og sem dánarorsök í Evrópu FR€YR 2/2001 - 17

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.