Freyr

Volume

Freyr - 01.03.2001, Page 19

Freyr - 01.03.2001, Page 19
framleiðslu og eftirliti sé þannig háttað að þeir hafi ekkert að óttast. Krafan um ómengað umhverfi og vandaða framleiðslu, hvort heldur um er að ræða landbúnað eða vinnslu afurða, hefur óefað mest áhrif á viðhorf neytandans til að- skotaefna, frekar en hræðsla við heilsuskaða. Hollustumat verður því seint byggt eingöngu á bláköld- urn reiknilíkönum fyrir áhættu. Matur er í lífi okkar flestra annað og meira en samsafn mishollra efnasambanda. Hann er tákn unt umhyggju og lífsgildi - matur er eiginlega lífið sjálft. Stefna íslendinga í manneldismálum Árið 1989 var samþykkt á Al- þingi íslendinga þingsályktun um manneldis- og neyslustefnu. Að undirbúningi málsins komu fulltrú- ar nokkurra ráðuneyta, m.a. land- búnaðarráðuneytis, en vinnan var undir stjóm heilbrigðisráðuneytis. Það vekur athygli að í stefnunni er að langmestu leyti fjallað um nær- ingarlega samsetningu fæðisins en lítið minnst á að fæðan sé örugg eða ómenguð. Meginmarkmið þingsályktunar- innar eru þessi: * Að fæðuval sé fjölbreytt og kjarngott. * Að neysla hvers einstaklings miði að því að viðhalda æski- legri líkamsþyngd. * Að neysla kolvetna sé aukin, einkum úr grófu korni, kartöfl- um, grænmeti og ávöxtum en sykurneyslan minnki til muna * Að prótein sé áfram ríflegt í fæðu landsmanna * Að dregið verði úr neyslu fitu, einkum úr mettuðum fituefnum * Að takmarka saltnotkun og neyslu saltmetis. Manneldis- og neyslustefnan var að mörgu leyti tímamótaplagg sem hefur haft áhrif á þróun manneld- ismála í landinu. Á þeim tólf árum, sem liðin eru frá mótun hennar og samþykkt, hefur hins vegar margt breyst og því er kominn tími til að hrista af stefnunni rykið og líta með fersk- um augum fram á veginn. I þeim efnum væri t.d. vænlegt að nýta frumkvæði Evrópuskrifstofu Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar, en þar á bæ samþykktu heilbrigðis- og inatvælaráðherrar svæðisins aðgerðaráætlun um mat og nær- ingu í Evrópu, í september á síð- asta ári. Tvennt er öðru fremur óvenjulegt og athyglisvert við þessa samþykkt: í fyrsta lagi er hér á ferðinni fyrsta aðgerðaráætlun um mat og næringu fyrir svæðið þar sem vægi þessa þáttar fyrir heilsu Evrópubúa er metið og við- urkennt. í öðru lagi telst það til ný- lundu að tekið er á málefninu heildstætt og fjallað um þrjá meg- inþætti hollustunnar: 1. Næringu og fæðuval 2. Fæðuöryggi og 3. Umhverfismál og sjálfbæra þróun. Það hefur háð umræðu og þróun manneldismála hér á landi sem annars staðar að matur og næring eru aðskilin svo gjörsamlega að þessi tvö svið teljast ekki aðeins til ólfkra fræðigreina heldur heyra jafnframt undir mismunandi stofn- anir og ólík ráðuneyti sem oft eiga litla samvinnu sín á milli. Það er því vissulega orðið tímabært að endurskoða manneldis- og neyslu- stefnu íslendinga, bæði í ljósi þró- unar í manneldismálum og neyslu- venjum þjóðarinnar, en einnig með hliðsjón af aðgerðaráætlun Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar og ástands í matvælamálum og fæðu- öryggi í Evrópu. Vonandi berum við gæfu til að móta heildstæða matvælastefnu fyrir Island sem byggir á menningu þjóðarinnar og innlendum aðstæðum og tekur jafn- framt til allra helstu þátta hollust- unnar sem eru fæðuöryggi, um- hverfismál og næringargildi fæð- unnar. Heimildir 1. Forbrugernes krav til fbdevare- mærkning og vareinformation. TemaNord. 2001:501. Nordisk min- isterrád. 2. Þingsályktun um manneldis- og neyslustefnu. Samþykkt á Alþingi 19. maí 1989. 3. The Impact of Food and Nutrition on Public Health. The Case for a Food and Nutrition Policy and Action Plan for the European Region of WHO 2000-2005. World Health Organization, Regional Office for Europe. Copenhagen 2000. 4 The Determinants of the Burden of Disease in the European Union. European Commission. National Institute of Public Health. Stock- holm 1997. Moh Konungleg mótmæli gegn misþyrmingu dýra Bæði Sylvia drottning og Astrid Lindgren styðja sænska áskorun gegn misþyrmingu á sláturdýrum. Hinn vinsæli bamabókarithöf- undur Astrid Lindgren, sem nú er 93 ára, hefur gengið fram í fylk- ingarbrjósti fyrir rúmlega 190 þúsund Svíum sem hafa undirrit- að áskorunina. Sylvia drottning hefur einnig lýst fullum stuðningi sínurn við þetta átak, en sænska stjórnarskráin leyfir ekki að drottningin skrifi undir áskoranir af neinu tagi. Svíar hafa brugðist hart við myndum í sjónvarpi þar sem kýr er dregin af vörubíl á dýramarkaði í Belgíu. Undirskriftimar verða sendar hlutaðeigandi embættis- manni hjá ESB, David Byrne. Hann hefur þegar, samkvæmt frétt í Aftonbladet, lýst því yfir að hann muni gera ráðstafanir til að stöðva þessar misþyrmingar. (Bondebladet nr. 4/2001). pREVR 2/2001 - 19

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.