Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 21

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 21
hefðbundnum dráttarvélum. Með þeim verður gijótið í yfirborðinu nánast að dufti sem blandast jarð- veginum. Engar innlendar tilraunir liggja fyrir um hagkvæmni þessarar aðferðar. Jarðvinnsluaðferðir Ein mikilvæg forsenda þess að ná góðum árangri við jarðvinnsluna er að velja heppilegan tíma hvað snertir ástand jarðvegsins. Þar skiptir mestu að rakastigið henti viðkomandi tæki og tilætluð mark- mið með vinnslunni náist (Þors- teinn Guðmundsson 1994). Oftast er mest svigrúmið til þess þegar líður á haustið, en það er þó breyti- legt milli ára og landshluta. Haust- vinnslan hefur einnig þann kost að seigur jarðvegur veðrast og mildast af þeim ástæðum. Okostirnir eru þeir að viss hætt er á útskolun nær- ingarefna, einkum á túnum sem standa í halla eða eru með mjög gljúpan jarðveg. Plœging Það er fyrst nú á síðustu árum sem plæging við endurvinnslu er að ná almennri útbreiðslu. Ástæðurnar eru þær sem áður voru nefndar að menn gera sér sífellt betur ljóst gildi plæginga sem vinnsluaðferðar og plógarnir eru tæknilega betur búnir en áður var og unnt að ná góðum afköstum með þeim. Kostir plæginga miðað við aðrar aðferðir eru að betri loftun næst í jarðveg- inn, fyrri gróður og illgresi lenda undir yfirborðinu og rótarrými eykst. Samtímis má plægja niður húsdýraáburð og kalk og áfram- haldandi jarðvinnsla er að jafnaði auðveldari. Annmarkarnir við plæginguna eru að hætta er á að næringarefni tapist niður fyrir rót- arrými plantanna og ófrjór jarðveg- ur og grjót komi upp. Ennfremur að útskolun eigi sér stað með regn- og leysingarvatni. Þá verður að telja ókost við plægingu að hún krefst meiri tæknikunnáttu og fæmi en við önnur jarðvinnutæki ef plæg- ingin á að vera vel af hendi leyst. Einnig er við plæginguna mjög mikilvægt að velja rétta plóggerð og aukabúnað, sem á við hverju sinni, og jafnframt að menn kunni að leggja upp teig og ljúka plæg- ingu með sómasamlegum hætti. Ajköst. Afköst eru eftir aðstæð- um, jarðvegsgerð, ökuhraða og að auki er í mörgum tilvikum hægt að stilla plóginn á ýmsar strengbreidd- ir. Algengast er að nota 14 tommu plóga í túnræktinni (skerabreidd um 360 mm), en þá má oft stilla í allt að 510 mm (20 tommu) strengbreidd, háð aðstæðum. Algeng stilling á plógum er um 400 mm til að fá góða veltu á strengina og áferðarfallega plægingu. Algengur ökuhraði er um 6-8 km/klst. við plægingar og reikna má með að um 15-25% tím- ans fari í undirbúning og lokafrá- gang við spildumar og að auki snún- inga við hom. Að þessu athuguðu má ætla að afköstin geti verið frá um 0,5-1,0 ha/klst. miðað við þrískera og að algeng afköst séu nálægt 0,7 ha/klst. háð því að stærð dráttarvél- ar sé ekki takmarkandi þáttur. Dráttarátak - aflþörf. Af inn- lendum rannsóknum má ráða að dráttarátakið sé á bilinu 40-60 kN/nr (nálægt 40-60 kp/dm:, flat- armál = þversk.flötur strengs). Mest mældist átakið á nýræstri mýri en minnst á vel framræstri mýri. Auk þess er átakið háð öku- hraða, en þau áhrif em aftur tengd jarðvegs- og plóggerð. Til ein- földunar er hér miðað við að átakið verði um 60 kN/m2, plægingar- dýptin um 250 mm og streng- breiddin um 400 mm. Þá má ætla að dráttarátakið verði um 18 kN. í innlendum rannsóknum (Grétar Einarsson 1977) hefur komið í ljós að þegar tekið er tillit til þyngdar dráttarvélar og ólíkra jarðvegs- gerða með hliðsjón af spyrnu drátt- arvéla þarf um 120 kN/m2 (12.000 kg í dráttarvél á móti m2 í streng) við góðar aðstæður, þ.e. á þurrum jarðvegi þar sem dráttarvélin nær góðri spymu, upp í um 170 kN/m2 við erfiðar aðstæður í blautum og seigum mýrarjarðvegi. Framan- greindar tölur miðast við afturdrifs- vélar, en ætla má út frá prófunar- skýrslum varðandi dráttarvélar að dráttarhæfnin sé að jafnaði um 20% meiri á aldrifsvélum af sömu þyngd. Af þessu má ráða að aftur- drifsvélar þurfi að vera á bilinu 3,6 tonn til um 5,1 tonn og aldrifsvélar um 2,9 tonn til um 4,1 tonn til að hafa nægilega dráttargetu við allar algengar aðstæður hér á landi til að fullnýta afkastagetu þrískera plógs. í stöku tilvikum, t.d. á þéttum leir- jarðvegi, gæti þó þurft verulega þyngri dráttarvélar. Tœtarar Jarðtætarar voru fyrst notaðir hér á landi við „þúfnabana" sem komu til landsins árið 1921 (Ámi G. Ey- lands 1950). Þeir vom mikilvirk tæki en ekki notaðir nema í nokkur ár. Tætararnir ná síðan mikilli út- breiðslu með tilkomu heimilisdrátt- arvélanna og eru ráðandi fínvinnslu- tæki um og upp úr miðri öldinni. I meginatriðum eru þeir líkir að upp- byggingu og þeir voru í upphafi. Uppbygging. Flestar gerðir þeirra eru festir á þrítengi dráttar- vélar og knúnir frá tengidrifi. Tæt- aramir eru með láréttan hnífaöxul þvert á ökustefnu. Aflfærslan til hans er í flestum tilvikum um vink- ildrif ofan á miðju tæki og þaðan í keðjudrif á hlið hans niður í hnífa- öxul. I vinkildrifinu eru fleiri sett af tannhjólum til að breyta hraða öx- ulsins og þar með vinnslunni. Hnífaöxullinn er með krögum, oft um 20 cm millibili, þar sem á eru festir hnífar sem geta verið af mis- munandi lögun eftir jarðvegsgerð, en við okkar aðstæður eru oftast notaðir L-laga hnífar sem skera jarðveginn í sundur. Tveir eða þrír hnífar eru á hverjum kraga sem snúa ýmist til hægri eða vinstri. Festingu þeirra er þannig háttað að í lengdarstefni hnífaáss mynda þeir spírallögun til að jafn átakið. Þver- málið á hnífaöxli er oft um 45-55 cm og hraðinn á bilinu 150-250 sn/mín (Berntsen 1987). Þykkt skurðar eftir hvem hníf er breyti- FR€VR 2/2001 - 21

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.