Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2001, Síða 22

Freyr - 01.03.2001, Síða 22
Jarðtætari af hefðbundinni gerð mel L-laga hnífum. leg, eða frá urn 5-30 cm. Hnífarnir þeyta jarðveginum á stillanlegt spjald aftan á tætaranum og staða þess hefur nrikil áhrif á vinnsluna. Vinnsluaðferðir. Hægt er að hafa áhrif á vinnsluna með eftirfarandi þáttum: *Hraða á hnífaöxli *Stöðu bakhliðar *Ökuhraða '*Vinnsludýpt *Hnífafjölda Unnt er að nota tætarann bæði til að frumvinna og fínvinna jarðveg og hann getur verið mjög mikilvirkur til að brjóta niður seiga grasrót og tyrfinn mýrarjarðveg. Hann blandar jarðveginum mjög vel saman og getur myndað tiltölu- lega áferðarfallegt beð. Helstu gallar við þessa vinnsluaðferð er að óæskilegur gróður nær sér á strik aftur A viðkvæmum jarðvegi, eins og móajarðvegi, verður að nota tætarann með gát því að hætta er á að jarð- vegsbyggingin brotni niður og jarð- vegurinn falli saman (Grétar Einarsson 1968). Aflþörf og afköst. Ökuhraði við tætingu er eðlilega háður því hve erfiður jarðvegurinn er í vinnslu. Það hefur sýnt sig í tilraunum að það þurfi minnst um 5 hnífskurði á hvem lengdar-metra til að fá fram viðunandi sáðbeð. Algengt er að þvermál hnífaferils sé á bilinu 45-50 cm og algengur snúnings- hraði 200-230 sn/mín. Það leiðir af sér að al- gengur ökuhraði er 2-5 km/klst. Við búvéla- prófanir hefur-komið fram að tætari, sem er t.d. með 1,5 m vinnslu- breidd, afkastar 0,2-0,5 ha/klst. eða 0,15-0,30 á hvern metra vinnslubreiddar. Aflþörfin er einnig mjög háð jarðvegsgerð. í innlendum tilraunum hefur komið fram að aflþörfm á léttum jarð- vegi er um 17-20 kW á metra vinnslubreiddar, en allt að 30 kW á þungumjarðvegi. Sam- kvæmt þýskum við- miðunum (Berntsen 1987) er oft miðað við 18-22 kW/m. Til ein- földunar má geta þess að oft er stuðst við þá viðmiðun að það þurfi urn hestafl á tommu í vinnslubreidd og virðist það eiga við í mögum tilvikum. Drifknúin rótlierfi Einkenni rótherfa (Power Harrovs) er að þau eru nreð lóðrétta hnífa eða tinda sem mynda hringl- aga hreyfingu um leið og ekið er áfram. Það er fyrst nú á undanföm- um fimm árum sem þau hafa náð nokkurri útbreiðslu hér á landi og Rótherfi með hnífum og jöfnunartromlu. 22 - f R€VR 2/2001

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.