Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.2001, Qupperneq 25

Freyr - 01.03.2001, Qupperneq 25
Áhrif aukinnar Landshlutaverkefnin Með afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2001 var landshlutabundnu skóg- ræktarverkefnunum gefinn byr undir báða vængi. Stjórnvöld hafa loks tekið upp þá stefnu fyrir landið allt að hvetja til ræktunar nýrra skóga með því að gefa eigendum og umráðamönnum lands kost að fá framlög til skógræktar á eigin landi. Framlög til nytjaskógræktar á bújörðum hafa reyndar verið veitt síðan 1970 á afmörkuðum svæðum og undir ákveðnum formerkjum. Breytingin nú felst í því að 1) landshlutabundin skógræktarverk- efni ná nú til landsins alls, 2) ekki er lengur eingöngu miðað við það markmið að rækta skóg til timbur- framleiðslu og 3) mikil aukning er á fjárveitingum. Haldi Alþingi áfram að veita framlög samkvæmt áætlunum verkefnanna eiga bænd- ur og aðrir landeigendur um land allt kost á að taka þátt í skóg- og skjólbeltarækt. Mikill áhugi er á þátttöku í þess- um verkefnum og eru nokkur hundruð bænda á, sem vilja vera með, á biðlista. Eftir 2-3 ár verða skóg- eða skjólbeltaframkvæmdir hafnar á um 10% jarða í landinu og stefnir í a.m.k. 30% jarða á næsta áratug ef dæma má af þróuninni á innanverðu Fljótsdalshéraði. Þátt- taka takmarkast í upphafi hvers verkefnis af hraða undirbúnings en síðan af þeim fjárveitingum sem verkefnin fá. Hins vegar má búast við að fjármagn finnist ef greinileg- ur áhugi er fyrir hendi. Markmið með skógrækt Undir formerkjum landshluta- bundnu skógræktarverkefnanna er stunduð skógrækt með þrjú mark- mið að leiðarljósi, þ.e. til 1) timbur- framleiðslu, 2) landbóta og 3) skógræktar Þröstur Eysteinsson, fagmálastjóri, Skógrækt ríkisins skjóls. Þessi markmið fara gjarnan vel saman og samrýmast þau oft einnig fjórða algenga markmiðinu með skógrækt, þ.e. til yndis og úti- vistar. Þess vegna er iðulega um fjölnytjaskógrækt að ræða. I timburskógrœkt er lögð áhersla á að skapa þá auðlind að skógurinn gefi einhvem tímann af sér verð- mæti, einkum í formi viðar. Þetta ntarkmið setur okkur skorður varð- andi tegundaval og val á landi, auk þess að einskorðast við ákveðna landshluta. Sitkagreni er sú trjáteg- und, sem mestar vonir eru bundnar við, en eftir landshlutum geta rússalerki, alaskaösp, hvítgreni, rauðgreni og e.t.v. nokkrar aðrar tegundir einnig nýst til timburfram- leiðslu. Neðanverðar hlíðar, eink- um inn til landsins, þar sem jarð- vegur er sæmilega þykkur, em þau svæði sem best henta til timbur- skógræktar. Þótt tilraunir hafi ver- ið gerðar til að draga svokölluð nytjaskógamörk þá eru ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum. Til eru dæmi þess að skógrækt gangi illa á svæðum innan þeirra marka, s.s. í Mosfelli í Grímsnesi og að hún gangi ágætlega utan þeirra. Til dæmis er ekki annað að sjá en að í hlíðum á höfuðborgarsvæðinu, s.s. Öskjuhlíð og Vífilsstaðahlíð, sé að vaxa upp timburskógur af sitka- greni. Landbótaskógrækt er samheiti sem nær yfir nokkur mismunandi markmið. Þau helstu eru skógrækt til jarðvegsverndar, til uppgræðslu örfoka lands, til vistheimtar (endur- heimt birkiskóglendis) og til að bæta land til nytja, s.s. til beitar eða til berja- eða sveppatínslu. Hér er tegundaval talsvert rýmra og gjarn- an lögð áhersla á harðgerðar og nægjusamar trjátegundir, s.s. birki, lerki, stafafuru og elri. Þá eru að Margir vilja eiga skóg í brekkuni fyrir ofan bæinn. Nú er fátt því til fyrirstöðu. Myndin er frá Laugabóli í Reykjadal. Ljósm. Þröstur Eysteinsson). FR6VR 2/2001 - 25

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.