Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.2001, Side 28

Freyr - 01.03.2001, Side 28
r-ki'Vrs- Skógur er landslag. Myndin er frá Höfða á Völlum. Farið var eftir eftirfarandi lista, sem er að stofni til úr lögum um mat á umhverfisáhrifum: * Ahrif á mannlíf * Áhrif á landslag * Áhrif á jarðveg * Áhrif á jarðvegsrof * Áhrif á vatnsmiðlun * Áhrif á grunnvatn * Áhrif á nærveður * Áhrif á líffræðilega fjölbreytni í heild * Áhrif á gróður * Áhrif á dýralíf * Hnattræn áhrif * Áhrif á menningarminjar Fjallað hefur verið um áhrif auk- innar skógræktar á mannlíf, sem eru almennt séð jákvæð. Áhrif skógræktar á aðra þætti á listanum eru yfirleitt jákvæð eða þá hverf- andi lítil miðað við að einungis er áætlað að rækta skóg á 5% láglend- is og að ræktunin verði skipulögð þannig að ekki er t.d. gert ráð fyrir ræktun á verndarsvæðum eða í næsta nágrenni fomminja. Upp úr stendur tvennt sem er vert að skoða nánar: Áhrif skógræktar á landslag, einkum ásýnd lands, og áhrif á líf- fræðilega fjölbreytni, sérstaklega á sjaldgæfar tegundir lífvera eða sjaldgæf vistkerfi. Asýnd lands Áhrif skógræktar á ásýnd lands og útsýni em í raun sálræn áhrif, ekki hvort skógrækt hafi áhrif, heldur hvort þau séu álitin jákvæð eða neikvæð. Hægt er að lýsa breytingum sem verða en ógjörn- ingur er að ræða þýðingu þeirra á rökrænan hátt þar sem mat fólks er háð smekk hvers og eins. Skógur er landslag og því hafa skóg- og skjólbeltarækt endursköp- un á landslagi í för með sér. Hæð, áferð og litir gróðurs verða öðruvísi en á skóglausu landi. Flest skóg- ræktarsvæði verða í grennd við bæi, gjarnan í brekku fyrir ofan bæjarstæði og tún. Yfirleitt verður um afmarkaða reiti að ræða á hverri jörð, oftast 20-150 ha að flatarmáli og skóglaust land á alla kanta. Því munu myndast skil í landi við skógarjaðra vegna hæðar, áferðar og litar skógarins. Með sérstakri hönnum jaðra og notkun á lágvaxn- ari tegundum í þeim verður hægt að milda þessi skil. Með skjólbeltarækt breytist landslag ræktunar og verður nrun- urinn einkum sá að skurðir verða minna áberandi og tún verða reituð af með skjólbeltum í staðinn. Breytingin á landslagi verður mest áberandi í svokölluðu bú- setulandslagi í þéttbýlum sveitum, minni í dreifbýlli sveitum og yfir- leitt engin í afréttarlöndum. Hægt er að sjá þessi áhrif í gamla Öng- ulsstaðahreppi (nú hluti Eyja- fjarðarsveitar) þar sem mikil skóg- og skjólbeltarækt hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Þar er ræktunin einkum innan hins þéttbýla búsetulandslags en nær lítið upp í brekku og ekkert niður á flatlendið í botni Eyjafjarðar- dals. Áform um að klæða 5% láglendis skógi á næstu 40 árum, að viðbættu því skóglendi sem fyrir er, þýðir að um miðja öld verða 94,5% láglend- is ennþá skóglausir. Þetta takmark- aða umfang skógræktar þýðir að áhrif skóga á ásynd lands og útsýni verða áfram lítil þegar á heildina er litið. Seint verður komið í veg fyrir árekstra sem skapast vegna skiptra skoðana varðandi ásýnd lands, en með góðu skipulagi verður hægt að varðveita mikilvæga útsýnisstaði og landslagsþætti sem menn vilja ekki hylja. Líffræðileg fjölbreytni Fátt er hægt að segja með vissu um heildaráhrif skógræktar á Is- landi á líffræðilega fjölbreytni. Almennt má þó gera ráð fyrir svip- uðum áhrifum og verða við breytingar á vistkerfum yfirleitt hvort sem þær stafa af mannavöldum eða náttúrlegum orsökum. Við breytingu hættir vistkerfið að henta sumum teg- undum og þær hverfa af staðnunr. Á móti kemur að vistkerfið hentar nú öðrum tegundum og þær nema land. Enn aðrar tegundir notfæra sér svæðið bæði fyrir og eftir brey- tingu en e.t.v. breytast stofnstærðir þeirra. Algengt er að tegundum fækki í upphafi en fjölgi síðan á ný á mislöngum tíma eftir eðli breytingarinnar og nálægð tilvon- andi landnenta. Heildaráhrifin á líffræðilega fjölbreytni fara einnig eftir hraða og umfangi breytingar- innar og hversu langt hún gengur. 28 - pR€YR 2/2001

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.