Freyr

Volume

Freyr - 01.03.2001, Page 30

Freyr - 01.03.2001, Page 30
RÁÐUNAUTAFUNDUR 2001 Hlutur landgæða í afkomu í búrekstri Metum landgæðin meira í afkomu búrekstrar í framtíðinni - skógrækt á bújörðum er valkostur til þess Saga Bændaskógræktar Skógrækt á Islandi hefur verið að færast síðustu árin æ meira frá rík- inu til bænda. Hefur þessi þróun gerst með nýjum lögum frá Alþingi sem kveða á um skógrækt á lögbýl- um. En fyrsti stuðningur ríkisvalds- ins við nytjaskógrækt á bújörðum var 1969 til að framkvæma Fljóts- dalsáætlun. Fyrstu trjánum var plantað árið 1970 í því verkefni. Árið 1984 samþykkti Alþingi við- bót við skógræktarlög þar sem Skógrækt ríkisins var heimilað að styrkja nytjaskógrækt á bújörðum, eða Bændaskógrækt eins og verk- efnið var fyrst kallað, enda höfðu bændur víðs vegar um landið sýnt áhuga á að taka þátt í skógrækt. Þar með var grunnur lagður að ræktun timburskóga í eigu einstaklinga með það að markmiði að skapa nýja auðlind í landinu sem skilaði arði. Árið 1991 samþykkti Alþingi lög um Héraðsskóga sem er í reynd fyrsta landshlutabundna verkefnið í skógrækt. Hinn jákvæði árangur af því verkefni leiddi af sér lagasetn- ingu um Suðurlandsskóga, lög nr. 93/1997, og síðast ný lög um lands- hlutabundin skógræktarverkefni, lög nr. 56/1999, þar sem kveðið er á um heimild til landbúnaðarráð- herra til að stofna til sérstakra sjálf- stæðra landshlutaverkefna í skóg- rækt að fengnum tillögum Skóg- ræktar ríkisins. í lögunum er kveð- ið á um að þau fái framlög til skóg- ræktar á tilteknu landssvæði. í framhaldi af lagasetningunni voru stofnuð þrjú verkefni, Norður- landsskógar, Vesturlandsskógar og Skjólskógar á Vestfjörðum. Björn Bjarndal Jónsson, framkvæmda- stjóri, Suðurlands- skógum Árangur af starfi Héraðsskóga er með miklum ágætum. Verkefnið hefur notið mikils skilnings stjórn- valda og regluleg aukning fengist á fjárveitingum. Á sama tíma hefur verkefnið vaxið og mætt óskum og þörfum þeirra sem vilja gerast þátt- takendur. Önnur landshlutaverkefni ætla að sigla í kjölfarið og hefur Alþingi annað árið í röð samþykkt umbeðnar fjárhæðir allra verkefn- anna sem sýnir betur en nokkuð annað hug stjórnmálamanna til þessara skógræktarverkefna. Hvað eru landshlutabundin skógræktarverkefni ? Til að fá stutt yfirlit yfir markmið skógræktar hjá landshlutabundnum skógræktarverkefnum væri lfóð- legt að líta nánar á eitt af verkefn- unum (Kynningarrit Suðurlandsskóga 2000). Suðurlandsskógar er átaks- verkefni í skógrækt á Suðurlandi til 40 ára. Á 40 árum er takmarkið að rækta 35.000 ha af skógi og 10.000 km af skjólbeltum, miðað við ein- falda trjáröð. Eftirfarandi er stutt lýsing á helstu gerðum skógræktar og skjólbelta. Timburskógur. Skógrækt sem hefur þann tilgang að framleiða timbur til iðnaðarnota, þ.e.a.s. hag- ræn skógrækt með sölu afurða í huga. Timbrið, sem fæst við skóg- arhögg, má síðan nota til sögunar á plönkum og borðum, sem nýtast áfram við gerð parkets, panels og ýmissa annarra smíða. Lakara timbur, þ.e.a.s. krókótt, kvistótt og undið, má nota til framleiðslu við- armassa til pappírsgerðar eða fram- leiðslu spónaplatna, eða kurla niður og nota til stígagerðar, jarðvegs- gerðar eða eldiviðar. Landbótaskógin: Skógrækt sem hefur þann tilgang að klæða land skógi, fegra ásýnd þess og bæta og styrkja gróðurþekju. Hér er tilgang- urinn að taka illa farið og rýrt land og koma af stað þróun til skóg- eða kjarrlendis með einföldum og ódýr- um aðferðum. Tíminn er látinn vinna með ræktuninni og skógar þessir geta orðið fyrirtaks útivistar- svæði. Skógrœktarskjólbelti. Skjólbelti sem ræktuð eru sem undanfari skógræktar. Víða er vindur og skaf- renningur vandamál við skógrækt. Með skjólbeltum má koma fyrir- huguðu skógræktarsvæði í skjól og draga þannig úr afföllum eftir gróð- ursetningu og flýta fyrir vexti trjá- plantna fyrsta æviskeiðið, uns trjá- plöntumar fara að njóta skjóls hvert af öðru (u.þ.b. 1-2 m hæð). Landbúnaðarskjólbelti. Skjól- belti sem ræktuð eru til að skýla hefðbundnum landbúnaði, s.s. bú- fénaði, grasrækt, kartöflurækt, komrækt, bithögum og landbúnað- arbyggingum. Kemur þar helst til að vindur eykur uppgufun hjá plöntum og dýrum, en það er orku- krefjandi ferli senr leiðir til kæling- ar. Þessi kælingaráhrif vinds eru kölluð vindkœling og eru metin sem hitastigslækkun frá mældum lofthita. Vindkæling á Suðurlandi 30 - pR€VR 2/2001

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.