Freyr

Volume

Freyr - 01.03.2001, Page 31

Freyr - 01.03.2001, Page 31
yfir sumartímann getur að jafnaði verið um 4-5°C, þ.e.a.s. ef lofthiti er um 10°C er það hitastig, sem plöntur og dýr finna fyrir, ekki nema unt 5-6°C. A okkar norðlægu slóðum skiptir hver gráða miklu um uppskeru og þrif í hefðbundn- um landbúnaði. Hverjir geta tekið þátt í landshlutabundnum skógræktarverkefnum ? Allir geta tekið þátt í verkefninu sem hafa til umráða lögbýlisjarðir, óháð því hvort þær séu bújarðir eða eyðijarðir, með takmörkunum um lágmarks landstærð: Timburskógrœkt: 25 ha samfellt svæði. Landbótaskógrækf. 50 ha samfellt svæði. Skjólbeltarœkt: 30 ha svæði eða minnst 5 km af einfaldri röð skjólbelta. Sveitarstjórn viðkomandi lögbýl- is þarf að samþykkja væntanlega skógrækt á jörðinni. Mikilvægi skógræktar á bújöðrum Skógrækt er mikilvæg á bújörð- um hér á landi. A Islandi er vist- kerfið viðkvæmt og víst er að það hefur farið hnignandi eftir að skóg- areyðing átti sér stað. I skýrslu Sameinuðu þjóðanna um skógar- auðlindir í iðnvæddum löndum kemur fram að af þeim 55 þjóðríkj- um, sem fjallað er um í skýrslunni, er það einungis á Möltu þar sent hlutfall af skógi- og kjarrivöxnu landi er lægra en á íslandi. Eigin- legur skógur er hvergi hlutfallslega minni en á íslandi. Hér á landi telst 0,3% landsins skógi vaxið, en á Möltu er þetta hlutfall 1,1%. En þótt við stöndum höllunt fæti í samanburði við önnur iðnvædd ríki þá vex flatarmál skóga um 2,4% á ári hérlendis. En ástæðurnar eru fleiri fyrir mikilvægi bændaskógræktar á Is- landi. Ekkert land í athugun Sam- einuðu þjóðanna er að auka bind- Meta þarf búrekstur út frá arðsemi á hvern hektara lands. Myndin er frá Grund í Eyjarfirði. (Ljósm. Ólafur Oddsson, Skógrækt ríkisins). ingu kolefnis jafn mikið hlutfalls- lega og Island. A Islandi er talið að binding kolefnis í skógi sé um 20.000 tonn. Þessi binding jafn- gildir rúmlega 70.000 tonnum af C02, en losun gróðurhúsaloftteg- unda á íslandi nam alls 2,6 milljón- um tonna af C02 árið 1999 (Hag- stofa íslands: Landshagir 2000). Ríósamningur um líffræðilega fjölbreytni og loftslagsbreytingar Tilgangur samningsins er mjög ljós og segir m.a. til um verndun vistkerfa, einstakra tegunda og bú- svæða þeirra og að stuðla að efl- ingu og endurheimt niðumíddra vistkerfa og tegunda. Það skuli nást með verndun líffræðilegrar fjöl- breytni, nýtingu einstakra hluta líf- ríkisins á sjálfbæran hátt og með því að tryggja sanngjama skiptingu alls ávinnings sem hlýst af nýtingu erfðaauðlinda. Þessi orð hljóta að ýta við landgæslufólki (bændum) á Islandi og hvetja það til að ná árangri í allri landvernd. Samkvæmt loftslagssamningnum skulu ríld heims draga úr óæskileg- um loftslagsbreyt-ingum með því að draga úr útstreymi gróðurhúsa- lofttegunda (koltvíoxíðs og fimm annarra lofttegunda) og auka bind- ingu koltvíoxíðs úr andrúmsloftinu. Mjög mikilvægt er að ákvæði um bindingu C02 í skógi, plöntum og jarðvegi verði sem hagkvæmust fyrir okkur til að tryggja stórfellda bændaskógrækt í framtíðinni. Hver er hagkvæmni skógræktar á lögbýlum? Hér hefur aðallega verið fjallað um forsendur fyrir skógrækt á lög- býlum en hér á eftir hef ég áhuga á að leiða rök að fjárhagslegum ávinningi skógræktar, samhliða hefðbundnum búskap. Það hefur lengi veríð bjargföst trú mín að bœndur eiga að hœtta að meta fjdrhagslega afkomu sína d kg kjöts eða lítra mjólkur. Til að nd sem mestri hagkvœmni út úr bú- inu hlýtur bóndi að þurfa að vita hvað hann hefur eftir hvem hektara lands sem hann hefur til umrdða. Ef hann veit ekki hvað hann hefur eftir livern hektara þd getur hann ekki vitað hvort hann er að hd- marka arðsemi þeirra landgœða sem bú hans getur gefið. Til að tengja umfjöllun mína sem mest hefðbundnum búskap þá tek ég meðalkúabú á íslandi árið 1999 (Hctgþjónusta landbúnaðarins 1999). til að sýna hagkvæmni skógræktar á lögbýli. Gengið er út frá því að jörðin, sem notuð er í gefnu dæmi hér á eftir, sé 500 hektarar af stærð; 100 ha eru notaðir fyrir kúabúið, 300 ha til skógræktar og 100 ha til pR€VR 2/2001 - 31

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.