Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 32
Niðurstaða
l____1________3_£--1--£-------2C-----£----1--£-----1
1. mynd. Innkoma kúabús með og án skógræktar.
annarra nota. í dæminu er reiknað
með að planta 30.000 trjáplöntum á
ári í 25 ár samfellt. Það þýðir að 12
ha eru settir undir skóg á ári hverju.
Eftir 25 ár er reiknað með að fram
fari fyrsta grisjun á skóginum sem
standi yfir í jafnlangan tínra og
gróðursetningin. Önnur grisjun
hefst eftir 50 ár frá gróðursetningu
og rjóðurfelling eftir 70 ár (sjó 1.
mynd) og mun standa yfir í 50 ár og
ná því fram til næstu kynslóðar
skógræktar á jörðinni. Afkoman er
reiknuð á hektara lands. Ekki er
reiknað með að rekstrarafkoma
kúabúsins ein og sér muni breyt-ast
í framtíðinni, en þó eru sett inn 5%
tekjuaukning vegna aukinnar upp-
skeru á jörðinni með auknu skjóli. I
dæminu, sem ég hef sett upp, er
gengið út frá ræktun skógar í 300
ha lands eins og áður segir og er
það yfir meðalstærð skógarjarða á
íslandi í dag.
Eins og sjá má á línuritinu er
reiknað með að afkoma kúabúsins
muni þrefaldast á næstu ,100 árum
með því að taka hluta landsins und-
ir skógrækt. Árið 2065 er reiknað
með að skógræktin skili jafnmiklu
og mjólkurframleiðslan. I lok ald-
arinnar mun afkoman verða tæp-
lega 12 þús. krónur á hektara lands,
í stað 4000 ef kúabúið stæði eitt að
afkomunni. Reikna má með að
tekjur muni sveiflast mikið milli
ára þegar komið er að fellingu
skógarins þar sem bóndinn mun
nota tekjur frá skóginum sem
greiðslu til fjárfestinga á kúabúinu
og losna þannig við að taka dýr
rekstralán, t.d. til dráttarvélakaupa.
Það mun gera kúabúið samkeppnis-
hæfara en þau bú sem stunda ekki
skógrækt.
Niðurstciða mín er ctð nauðsyn-
legt erfyrir bœndur að skoða rekst-
ur búa útfrd arðsemi hektara lands
íframtiðinni til að geta skoðað bet-
ur aðra kosti sem bújörðin getur
gefið til tekjuöflunar. Eg vil benda
d uð valkostimir eru fleiri en skóg-
rœkt til að auka arðsemi búa d
þennan lidtt.
Molar
Námskeið í flutningi
sláturdýra
Árið 1999 voru settar reglur í
Noregi um að bflar, sem flytja lif-
andi dýr, skuli skráðir hjá Dýra-
verndareftirliti sem ríkið hefur með
höndum. Þá skulu allir bflstjórar
sem annast þessa flutninga hafa sótt
á námskeið um flutning búljár sem
Dýravemdareftirlit efnir til. Enn
sem komið er hefur þessum
ákvæðum ekki verið framfylgt að
l'ullu þar sem fræðsluefnið hefur til
skamms tíma ekki legið fyrir. Nú
hefur verið bætt úr því og fyrsta
nániskeiðið verið haldið og það fór
fram á Rogalandi.
Nokkur önnur námskeið hafa
þegar verið ákveðin næstu tvo
mánuði í öðrum fylkjum.
(Bondebladet nr. 5/2001).
Hollenskir bændur
flytja úr landi
Fimmþúsund hollenskir bændur
og fjölskyldur hafa hug á því að
flytja úr landi. Nýlega var haldin
sýning í Zwolle í Hollandi fyrir
væntanlega hollenska „land-
nema“. Á sýningunni voru full-
trúar frá ýmsum löndum sem vilja
fá til sín hollenska bændur, svo
sem Rúmeníu, Ástralíu, Zambíu
o.fl. og kynntu þeir allir kosti
landa sinna. Á hverju ári flytur
hópur hollenskra bænda til ann-
arra landa til að stunda þar bú-
skap.
(Landsbladet nr. 9/2001).
Sænskum bændum
fækkar
Fólki sem starfaði í sænskum
landbúnaði fækkaði úr 196 þúsund
árið 1997 í 177 þúsund árið 1999.
Það samsvarar 77.200 ársverkum.
Af heildarfjöldanum árið 1999
störfuðu 74 þúsund við búfjárrækt
hvers konar. 43% fólks sem starfar
í landbúnaði í Svíþjóð hefur aðal-
tekjur sínar af öðru en landbúnaði.
Af hinum, 57%, stunda 20% hluta-
starf ásamt búskapnum.
(Bondebladet nr. 5/2001
eftir Lcmd Lantbruk).
32 - FR6VR 2/2001