Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.2001, Qupperneq 37

Freyr - 01.03.2001, Qupperneq 37
mennra hússtjómarfræða, þótt alla tíð væri verkleg og bókleg mjólkur- fræði megin viðfangsefnið. Áhugi Grönfeldts stóð snemma til þess að skólinn veitti verðandi húsmæðmm fræðslu eins og fyrr var getið. Þótt Grönfeldt skólastjóri væri þægilega kátur og spaugsamur þegar því var að skipta þótti náms- meyjum hann nokkuð strangur og siðavandur eins og vera bar. Þóra, kona hans, Þorleifsdóttir frá Skinnastað í Öxarfirði sem hann kvæntist 1902, var mikilhæf kona og fékk orð fyrir að vera síkát, skemmtin og í öllu hin ágætasta húsfreyja. Saman sköpuðu þau notalegt og aðlaðandi skólaheimili. Kennslan Að jafnaði dvöldust 8-10 stúlkur við nám í Mjólkurskólanum eftir að hann kom að Hvítárvöllum. Grön- feldt annaðist kennsluna að mest- um hluta einn, en Þóra kona hans kom einnig nokkuð að henni. Sig- urður Sigurðsson, ráðunautur, var sem fyrr prófdómari og eftirlits- maður við skólann. I skýrslu Grönfeldts skólastjóra um fyrsta starfsárið er lítillega vik- ið að kennslugreinunum, sem voru mjaltir, verkleg meðferð mjólkur, smjör og ostagjörð, þvottur og ræsting, mjólkurreikningshald, bæði á mjólkurbúum og heimilum, fræðsla mjólkurmeðferð, bæði skrifleg og munnleg, mæling á fitu með „Gerbers“fitumæli o.s.frv. Um dagleg störf í Mjólkurskólanum á fyrstu árum hans er ann- ars fremur lítið vitað. Námsmey, sem dvaldi í skólanum 1904-1905, lýsti starfinu m.a. svo: „ Verklega kennslan fór fram fyrir liádegi, byrjaði klukkan 8. - Kennt var: Mjaltir, meðferð mjólkur, smjör- og ostagerð, fitumœling og sýring. Sumar stúlkurnar tóku á móti rjómanum, eftir röð, að við- stöddum skólastjóra, og áttum við að vega hann og segja til um það hvort hann vœri “tœkur” eða ekki, ef svo var ekki, þá hvað vœri að honum. Þetta þótti okkur stúlkun- um ekki gott verk, því við urðum að smakka á rjómanum frá hverju heimili, en þau voru mörg, og mis- jafiit var bragðið ... Þœr stúlkur, sem ekki tóku á móti rjóma þann daginn, sáu um strokkinn og “tóku af honum”, söltuðu smjörið og settu í vatn, þangað til gengið var endanlega frá því. Eftir hádegið byrjaði bóklega námið. Kennt var í fyrirlestrum að mestu, og áttum við að skilgreina hvaðeina í smárit- gerðum. En það var um meðferð mjólkur og rjóma, gerlafrœði og húsdýrafrœði. Svo var það reikn- ingurinn, sem okkur stúlkunum fannst svo þungur og margbrotinn. Allt var reiknað út í “könnum og kvintum ”. Eitt dœmið gat orðið svo umfangsmikið að það tók yfir heila opnu ístílabók... ” Undralítið hefur varðveist af náms- og kennsluefni úr Mjólkur- skólanum. í leitimar hafa aðeins komið fáeinar uppskriftir náms- meyja, einkum frá fyrstu starfsár- um skólans. Þær eru þrenns konar að efni: * leiðbeiningar um hirðingu mjólkurkúa og kálfa, svo og fræðsla um fóðurþarfir og fóðr- un; * færsla kúaskýrslna, þar sem áhersla var lögð á feitimagn (smjör) mjólkurinnar. Notuð voru dæmi úr kennslufjósunum; * færsla viðskiptareikninga fyrir rjómabú. Efnið ber með sér að hafa verið hagnýtt, svo sem til stóð, en jafn- framt á háu faglegu stigi. Er ber- sýnilegt að Grönfeldt skólastjóri hefur kunnað mjög vel til allra verka og lagt sig fram við kennsl- una. Eftirlitsstörf hans með rjóma- búunum og afurðum þeirra, sem hann stundaði á sumrum, auðveld- uðu honum vafalaust að sníða kennsluna að hinum raunverulegu þörfum rjómabústýranna. Tvenn viðfangsefni önnur má nefna sem virðast hafa verið nokk- ur fyrirferða í kennslunni. Fyrst það sem kalla mætti hússtjómar- fræði, s.s. matargerð og næringar- fræði, sem virðist hafa vaxið að fyrirferð eftir því sem starfsárin liðu. Hins vegar leikfimi sem á Skótamynd frá Hvítárvöllum. Fyrir miðju í fremri röð situr Grönfeldt skólastjóri (úr einkasafni). FR€VR 2/2001 - 37

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.