Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.2001, Side 39

Freyr - 01.03.2001, Side 39
Beigalda í Borgarhreppi. Þar stund- aði hann mjólkuriðnað er m.a. varð forveri Mjólkursamlags Borgfirð- inga. En það er önnur saga og einn- ig merkileg. 4. Áhrif Mjólkurskólans - og Grönfeldts Alls munu það hafa verið 192 stúlkur sem stunduðu nám um lengri eða skemmri tíma við Mjólk- urskólann þá tæpu tvo áratugi, sem hann starfaði. Voru þær víða að af landinu, flestar þó úr Ámessýslu en þar varð vegur rjómabúanna mest- ur. Að námi loknu réðust margar þeirra til starfa sem rjómabústýrur. Aðrar hurfu til húsmóðurverka í sveit og bæ. Með þessum nemend- um hafði Mjólkurskólinn vafalítið mjög mikil áhrif víða - bæði bein og óbein. Má með vissum rétti segja, að þarna væri á ferð fyrsta skipulega starfsmenntunin á sviði matvælaiðnaðar í landinu, jafn- framt því sem skólinn stuðlaði með öðru að nýsköpun aldagamalla at- vinnuhátta í landbúnaði. Kristleifur Þorsteinsson bóndi og fræðimaður á Stóra-Kroppi í Borgarfirði skrif- aði m.a. svo um rjómabúin: „Eg tel rjómabúin máttugasta við- reisnaraflið í búnaði bœnda áfyrsta tug þessarar aldar. Af þeim höfðu bœndur mikinn Iragnað, beinan og óbeinan, og auk þess varð sú samvinna til þess að glœða félags- anda og bróðurhug. Við bœttan liag urðu menn frjálsari á alla lund. “ Áhrifanna gætti víða Það er ekki auðvelt að leggja mat á áhrif Mjólkurskólans og starf Grönfeldts skólastjóra. Það er eðli þekkingar að koma þannig að fram- vindu mála að öllurn þyki framfar- imar meira eða minna sjálfsagðar. Vafalítið hefur menntun ijómabú- stýranna í Mjólkurskólanum átt drjúgan hlut í því, hve vel starf rjómabúanna íslensku gekk þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Þau urðu flest 34 og undantekningarlaust voru það menntaðar rjómabústýrur sem veittu þeim forstöðu. Þáttur Hans Grönfeldt Jepsen var mikill; á herðum hans hvíldi stjórn Mjólkur- skólans og öll kennsla, en einnig leiðbeiningar til starfsfólks rjóma- búanna, verk sem hann vann öll af „mikilli árvekni og dugnaði," svo notuð séu orð Guðmundar Jónsson- ar skólastjóra frá Hvanneyri. Sig- urður Guðbrandsson mjólkurbús- stjóri í Borgarnesi lét hafa þessi ummæli eftir sér að Grönfeldt látn- um árið 1945: „Mjólkurskóli H.J. Grönfeldts bœtti tvímœlalaust mikið alla vöru- vöndun á sviði mjólkurafurðanna. Af Grönfeldt lærðu fleiri en þeir, sem hjá honum dvöldu. Nemendur hans frœddu bœði nágranna sína og heilar sveitir um rétta meðferð á mjólk. Varð nemendahópur hans þannig margfalt stœrri en hópur sá, sem dvaldi við sjálfan skólann. Lærðu rjómabússtýrumar, sem bú- settar eru hér í héraði, eru alltaf í hópi þeirra mjólkurframleiðenda, er bezta mjólk senda til Mjólkur- samlags Borgfirðinga. “ Rjómabúin færðu bændum pen- inga, sem ekki var algengt að menn fengju í hendur á þessum árum. Rjómabúin voru rekin á samvinnu- grundvelli; það glæddi „félagsanda og bróðurhug" svo notuð séu orð Kristleifs bónda Þorsteinssonar á Stóra-Kroppi. Að sögn Einars í Runnum, sonar Kristleifs, ýttu rjómabúin einnig undir meira hreinlæti í öllum vinnubrögðum en almenningur hafði átt að venjast. Hann gat einnig hinna félagslegu áhrifa: Rjómabúið við Geirsá í landi Stóra-Kropps varð til dæmis samkomustaður unga fólksins í Reykholtsdal, enda samkomuhús þá engin utan kirkjur. Rjómabú- stýrumar og stöllur þeirra, oft langt að komnar, fönguðu athygli heima- fólksins. „A blíðvirðiskvöldum, einkum um helgar, sé ég í anda, er hópar af ungu fólki fóru á gæðing- um sínum að rjómabúinu. Og það- an mátti heyra um langa vegu óma söngva þess í kvöldkyrrðinni... “ Einar rekur stofnun ungmennafé- lags Reykdæla (1908) að nokkru leyti til fólksins ...,,sem œttjarðar- söngvarnir ómuðu frá hjá Geirsár- búinu. “ Að endirtgu Gera má tilraun til þess að draga saman nokkra punkta um einkenni þeirrar tilraunar sem stofnun og starf Mjólkurskólans var: * Mjólkurskólinn er dæmi um ár- angursríka tækniyfirfærslu á milli landa. Keypt var erlend kunnátta og henni dreift með skilvirkum hætti innanlands. * Mjólkurskólinn færði sönnur á mikilvægi þess að kunnátta og þekking komi á undan fram- kvæmdum og fjárfestingu við nýsköpun í atvinnurekstri. * Skólastarfið og leiðbeininga- og ráðgjafarstarfið var tengt saman í eina heild sem að gmnni til byggðist á samvinnufélagsskap bænda um rjómabúin. Fyrir- myndin var sótt í góða reynslu danskra bænda. * Starf Mjólkurskólans í þágu rjómabúanna var liður í við- skiptavæðingu landbúnaðarins; bændur tóku að sjá pening sem m.a. ýtti enn frekar undir tækni- væðingu landbúnaðarins. * Mjólkurskólinn veitti hvað fyrstu skipulögðu starfsmennt- unina á sviði matvælavinnslu hérlendis. * Mjólkurskólinn var liður í menntun og réttindabaráttu kvenna. * Mjólkurskólinn með rjómabú- unum var næsti fyrirrennari þess blómlega mjólkuriðnaðar sem við eigum í dag. Leiðrétting I fyrrihluta þessarar greinar, í 1. tbl., er villa neðst í miðdálki á bls. 36. Þar á að standa: „íslenska smjörið hafði nefnilega áður verið elt“, (ekki ,,selt“). Beðist er velvirðingar á þessu. pR€VR 2/2001 - 39

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.