Freyr

Volume

Freyr - 01.04.2001, Page 16

Freyr - 01.04.2001, Page 16
þann starfa fyrst og fremst að vinna fyrir íslenska neytendur til að tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar. Því þarf að tryggja framtíð ís- lenskrar bændastéttar til þess að tryggja á sama tíma öryggi þjóðar- innar. Við verðum að bregðast af alefli við þeirri vá sem smitsjúk- dómar valda nú. Viðbrögð við gin- og klaufaveikifaraldrinum í Bret- landi hafa ekki verið nógu mikil, en veikin gæti allt eins verið að berast til landsins í dag. Það stoðar lítið að rétta ferðamönnum einhverja bækl- inga, við verðum að bregðast við af meiri hörku. Við verðum að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau búi ís- lenskum landbúnaði viðunandi rekstrarumhverfi. íslenskir bændur mega ekki láta reka sig út í þær ógöngur sem nú blasa við evrópsk- um landbúnaði. Þá fjallaði hún um NRF-málið og taldi af og frá að eitt einstakt tilraunaverkefni í ræktun nautgripa myndi valda alvarlegum klofningi innan raða kúabænda eða félagslegu fári. Áhugafólk hefur stofnað félög, en heildarsamtök bænda, BÍ og LK, mega ekki láta skoðanaágreining um slíka tilraun flæða eins og bakteríu um allt starfið. Landssamband kúabænda mun ekki skorast undan ábyrgð í þessu verkefni. Hún kvaðst undr- andi á því skipulagi sem viðhaft væri í ráðunautaþjónustu landbún- aðarins. Við höldum úti flatri skatt- heimtu á bændur til þess að halda uppi óskilgreindu aðgengi að þjón- ustu. Breytingar í umhverfi land- búnaðarins eru örar og við verðum að tryggja að ráðunautaþjónustan megni að breytast með. Hvað þarf marga landbúnaðarmenntaða ráð- gjafa til þess að sinna íslenskum kúa- og sauðfjárbúum? Bændur eiga að getað leitað leiðbeininga þangað sem þeir kjósa og greiða fyrir það þangað. Ýmsir telja þjón- ustugjöld fyrir ráðgjöf slæman kost, en væri slík ráðgjöf til ein- hvers gagns ef menn eru ekki reiðubúnir til þess að greiða fyrir hana? Það þarf kjark til þess að breyta og taka upp ný vinnubrögð. Jóhannes H. Ríkarðsson, Brúnastöð- um, með börn sín, Kristin Knörrog Rík- eyju Þöll, við setningu búnaðarþings. Hún minnti á að u.þ.b. helmingur inngreidds búnaðargjalds kæmi frá kúabændum einum og því væri eðlilegt að þeir velti fyrir sér hvem- ig fjármununum væri ráðstafað. 20. Aðalsteinn Jónsson bauð nýja fulltrúa velkomna á búnaðarþing. Hann kvað það skref afturábak að viðhafa ekki eins veglega setning- arathöfn og undanfarin ár. Setning- arathöfnin hefði nýst vel til þess að auglýsa mikilvægi landbúnaðarins. Með henni væri almenningi og fjöl- miðlum boðið upp á menningar- sunnudag þar sem fjallað væri urn viðfangsefni bænda. Þingslitin og árshátíð gætu í stað þess orðið á fimmtudegi. Þá fjallaði hann um fréttaflutning af gin- og klaufa- veikifaraldrinum í Evrópu sem minnt hefði sig á þau forréttindi sem hann nyti af vera íslenskur bóndi í dag. Við búum við þá gæfu að bústofnar okkar eru heilbrigðir og einangrun landsins ætti að hjálpa okkur við að halda landinu hreinu. Þá erum við laus við þau vandamál sem em samfara flutn- ingi gripa á fæti á milli landa í Evr- ópu. Þá er varnarlínukerfi í gangi gagnvart flutningum á sauðfé inn- anlands sem hindrar dreifingu sjúk- dóma sem upp kunna að koma um allt landið. Við eigum einstakan hrossastofn, mjög sérstakan sauð- fjárstofn og í kúakyninu býr mikil auðlind. íslenskir bændur bera hins vegar ekki réttlátan skerf úr býtum miðað við gæði framleiðslunnar. Álögur á þá fara sívaxandi og það er stærsta verkefni Bændasamtak- anna að spoma við þeirri þróun. Hagræða þarf í úrvinnslu hjá af- urðastöðvunum, en fjárhagslega sterkar og sjálfstæðar afurðastöðv- ar eru gmndvöllurinn fyrir því að bændur fái notið viðunandi af- komu. Norðurmjólk og SS sýndu íslenskar landbúnaðarafurðir í Dan- mörku nýlega með glæsibrag. Ýmsir hafa efasemdir um gæða- stýringarákvæði sauðfjársamnings- ins, en gæðastýringin mun fyrst og fremst verða til þess að auka mögu- leika sauðfjárbænda til að hafa tekjur af framleiðslu sinni. Sóknar- færin felast þannig í nákvæmu skýrsluhaldi, bókhaldi og upplýs- ingum um viðfangsefnið. Mikil- vægt er að línur fari að skýrast varðandi landnýtingarmálin, en augljóst er að hugmyndir fulltrúa bænda í þeim efnum eru ólíkar þeirra Landgræðslumanna. Efling kynbóta og leiðbeiningarstarfs er grunnurinn að bættri framleiðslu. Kúabændur verða sjálfir að taka ákvörðun um hvort gera eigi NRF- tilraunina og meta niðurstöður hennar ef í hana verður farið. Varð- andi þjóðlendumálin benti hann á að þegar hefði verið farið að gæta þeirrar tilhneigingar í dómurh Hæstaréttar að efast var um eigna- rétt manna á landi áður en þjóð- lendukröfurnar komu fram. Að lok- um boðaði hann flutning tillögu um að skipuð verði uppstillinganefnd til að auðvelda stjómarkjör. 16 - fR€YR 3/2001

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.