Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.2001, Side 31

Freyr - 01.04.2001, Side 31
kostur á að fylgjast með frá upp- hafiþegarum ráðstöfun rík- isjarða er að ræða. Þingið beinir því til landbúnaðar- ráðherra að leiguliðum á ríkisjörð- um verði gert kleift að eignast jarð- irnar á kaupleigukjörum. Greinargerð: Reynsla síðustu áratuga hefur sýnt með ótvíræðum hætti að jarð- næði í eigu ríkisins hefur til muna auðveldað nýliðun í íslenskum landbúnaði og þannig stuðlað að því að viðhalda lifandi byggð í sveitum landsins. Samþykkt samhljóða. Matvælastefna Búnaðarþing 2001 beinir því til stjómar Bændasamtaka íslands að hafa frumkvæði að því að móta skýra matvælastefnu er taki mið af bæði næringargildi og hollustu matvæla sem og af fæðuöryggi, umhverfisvemd og menningu. Greinargerð: Undanfarnar vikur hefur mikil umræða verið í þjóðfélaginu um innflutning matvæla, einkum land- búnaðarafurða og reglur sem gilda um slíkan innflutning. Umræðan hefur sýnt að neytendur láta sig þessi mál miklu varða og vaknað hafa áleitnar spumingar um hversu ömggt það net eftirlits er sem á að tryggja neytendum holla, næringar- ríka og örugga matvöru. Þetta gild- ir jafnt um innlenda sem innflutta matvöru. Islenskur landbúnaður nýtur nokkurrar sérstöðu hvaða varðar ímynd gæða og hreinleika landbún- aðarvara. Þá ímynd eða sérstöðu er mikilvægt að treysta, bæði með innri aðgerðum (gæðastýring) svo og með því að hvetja til opinberrar stefnumörkunar urn matvæla- öryggi. Mikilvægt er að Bændasamtök íslands hafi fmmkvæði að mótun matvælastefnu fyrir íslendinga, og fái til liðs við sig fleiri aðila sem málið varðar. Samþykkt samhljóða. Félagsmálanefnd Jafnréttisáætlun Búnaðarþing 2001 felur stjóm BÍ að endurskipa jafnréttisnefnd til að vinna að því að virkja bæði kynin til fullrar þátttöku á öllum stigum landbúnaðarins. Hugað verði sér- staklega að þátttöku beggja kynja í mikilvægustu stjómunarstörfum í landbúnaði, enda skortir verulega á að svo sé. Greinargerð: Virk þátttaka beggja kynja í land- búnaði á öllum stigum er greininni mikilvæg. Jafnréttisnefnd er falið að vinna að hverskyns verkefnum sem stuðla að auknu jafnræði milli kynjanna. Benda má á eftirfarandi: * Fyrirlestra, fræðslufundi, nám- skeið til að freista þess að virkja fleiri konur til þátttöku, annars vegar í hverju héraði og hins vegar í mikilvægustu stjórnunar- stöðum. * Tengslanet/samráðsfundi þeirra kvenna sem þegar gegna trúnað- arstöðum til að styðja þær í starfi. * Meta mikilvægi þess að móta jafnréttisáætlun fyrir samtökin. Samþykk með þorra atkvœða gegn einu. Fjárhagsaðstoð við Landssamtök vistforeldra í sveitum vegna kennsluforrits Búnaðarþing 2001 beinir því til stjómar BI að aðstoða Landssam- tök vistforeldra í sveitum við íjár- mögnun, þýðingu og notkun á kennsluforriti (Foster Pride). Þingið bendir á Framleiðnisjóð, Menntamálaráðuneytið, Félags- málaráðuneytið, Samband ís- lenskra sveitarfélaga og Byggða- stofnun sem hugsanlega fjármögn- unaraðila. Þingið leggur áherslu á mikil- vægi málsins. Samþykkt samhljóða. Tengsl stjórnar Bændasamtaka íslands við búnaðarþingsfulltrúa Búnaðarþing 2001 leggur til við stjórn Bændasamtaka íslands að tengsl hennar við búnaðarþingsfull- trúa verði markvissari en verið hef- ur, og bendir í því sambandi á: * Búnaðarþingsfulltrúum og að- ildarfélögum Bændasamtaka Is- lands sé tryggður aðgangur að fundargerðum stjórnar Bænda- samtakanna eftir hvem fund. * I tengslum við árlegar fundar- ferðir stjórnarmanna Bænda- samtakanna haldi stjómarmenn samráðsfund með þeim búnað- arþingsfulltrúum sem hafa lög- heimili í landsfjórðungnum. Samþykkt samhljóða. Endurskoðun þingskapa búnaðarþings Búnaðarþing 2001 samþykkir breytingar þær á þingsköpum sem feitletraðar eru í eftirfarandi texta. 1. grein Formaður stjórnar Bændasam- takanna setur búnaðarþing og stjórnar kosningu kjörbréfanefndar, sbr. 2. grein, og stýrir fundi þar til kosning embættismanna þingsins, þ.e. forseta og varaforseta, sbr. 3. grein, hefur farið fram. Að kosningu lokinni skulu for- maður og framkvæmdastjóri flytja skýrslur sínar og að því búnu skulu leyfðar almennar umræður. 2. grein í upphafi þingsins skal kjósa kjörbréfanefnd, skipaða þremur mönnum. Hún leggur fram tillögur sínar áður en fyrsta fundi þingsins lýkur og skal á þeim fundi úrskurða kosningu þingfulltrúa, eftir því sem við á. Að loknum kosningum til Bún- FR€VR 3/2001 - 31

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.