Freyr - 01.04.2001, Qupperneq 33
ræðu um þær. Sá, sem fyrirspum-
inni er beint til, hefur sama rétt til
ræðutíma og framsögumenn
nefnda.
11. grein
Framsögumenn meiri- og minni-
hluta nefnda og flutningsmenn
mála mega taka þrisvar til máls við
hverja umræðu. Öðrum er ekki
heimilt að tala oftar en tvisvar. Þó
er auk þess heimilt að gera stutta
athugasemd um atkvæðagreiðslu,
um gæslu þingskapa og til þess að
bera af sér sakir.
Stjómarmenn Bændasamtakanna
hafa málfrelsi og tillögurétt eins og
hinir kjörnu þingfulltrúar.
Starfsmönnum Bændasamtak-
anna, endurskoðanda og skoðun-
armanni er heimilt að tala einu
sinni við hverja umræðu í þeim
málum sem snerta starfssvið þeirra
sérstaklega. Auk þess er þeim
heimilt að gefa stuttar upplýsingar,
ef þingfulltrúar óska þess, eða gera
stuttar athugasemdir til þess að
bera af sér sakir.
Forseti getur lagt til að umræðu
sé hætt. Sama rétt hafa þingfulltrú-
ar. Um slíka tillögu fer atkvæða-
greiðsla fram umræðulaust.
12. grein
Kjömir þingfulltrúar hafa einir
atkvæðisrétt á þinginu. Afl at-
kvæða ræður úrslitum mála á fund-
um. Þó þarf minnst 1/3 atkvæða
allra þingfulltrúa til þess að sam-
þykkja ályktanir svo að gildar séu.
Enga ályktun má gera nema
minnst 2/3 þingfulltrúa séu á fundi.
13. grein
Forseti stýrir atkvæðagreiðslu og
kveður menn sér til aðstoðar eftir
þörfum til að telja saman atkvæði.
Atkvæðagreiðsla fer að jafnaði
fram nteð handaruppréttingu.
Ef þingfulltrúi óskar þess skal at-
kvæðagreiðsla þó fara fram með
nafnakalli. Ennfremur er forseta
heimilt að endurtaka atkvæða-
greiðslu með nafnakalli ef hann tel-
ur þess þörf.
14. grein
Skylt er þingfulltrúum að sækja
alla fundi þingsins nema nauðsyn
banni. Forseta er heimilt að veita
þingfulltrúa fjarvistarleyfi, þó ekki
lengur en einn dag nema þingið
samþykki.
Varafulltrúar taki sæti aðalfull-
trúa í forföllum þeirra, með sam-
þykki forseta.
15. grein
Skylt er þingfulltrúum og öðrum,
er rétt hafa til að sitja þingið, að
lúta valdi forseta í öllu er lýtur að
því að gætt sé góðrar reglu.
Víki þingfulltrúi eða aðrir, sem
málfrelsi hafa, með öllu frá um-
ræðuefninu í umræðum mála, skal
forseti víta það. Ef hlutaðeigandi
sinnir ekki slíkri ábendingu, þó að
hún sé ítrekuð, má forseti svipta
hann málfrelsi á þeim fundi í því
máli sem um er rætt.
16. grein
Stjórn Bændasamtakanna ræður
þinginu skrifstofustjóra úr hópi
starfsmanna þeirra.
Skrifstofustjóri þingsins er for-
seta til aðstoðar við þinghaldið.
Hann annast m.a. skráningu þing-
skjala, umsjón með skrifstofuvinnu
vegna þinghaldsins, útgáfu og
dreifmgu þingskjala. Þá skal hann
í samráði við stjórn hlutast til um
nauðsynlega gagnasöfnun vegna
afgreiðslu þeirra mála er berast á
tilsettum tíma fyrir þingsetningu.
Samþykkt samhljóða.
Reglur um uppstillingarnefnd
Búnaðarþing 2001 felur stjórn
Bændasamtaka Islands að koma
með tillögur fyrir næsta búnaðar-
þing um hvemig uppstillingamefnd
vegna kosninga skuli starfa.
Samþykkt samhljóða.
Breytingatillaga við
9. gr. samþykkta
Bændasamtaka íslands
Búnaðarþing 2001 samþykkir að
vísa erindi um breytingar á sam-
þykktum til stjómar.
Greinargerð:
Einungis er eitt ár síðan sam-
þykktum var breytt. Þingið telur
rétt að láta reyna á það atriði sem
breytingartillaga við 9. gr. lýtur að
aðeins lengur.
Einnig telur þingið að ef breyta
eigi einhveiju í samþykktum þá séu
samþykktimar þar með allar undir.
Þingið beinir því til stjómar að huga
að endurskoðun samþykkta fyrir
næsta búnaðarþing, meðal annars
með hliðsjón að dagsetningu í 9.gr.
Samþykkt samhljóða.
Fagráða- og búfjárræktarnefnd
Endurskoðun ráðgjafar-
þjónustu og nýting
búnaðargjalds
Fyrri ályktun
í ályktun búnaðarþings 2000 um
leiðbeiningaþjónustu, skipulag og
kostun, var lögð áhersla á að starfs-
hópur, sem skipaður var til að fjalla
um málefni ráðgjafaþjónustunnar,
lyki störfum. Nú liggur álit hópsins
fyrir og er í álitinu að fínna tillögur
um „skilgreiningu á þeim verkefn-
um sem kostuð séu af ríkisframlög-
um til leiðbeiningaþjónustu búnað-
arsambandanna og leiðbeininga-
hluta búnaðargjalds." Jafnframt
gerir hópurinn tillögur um skil-
greiningu á þeirri þjónustu sem
bændur njóta á móti búnaðargjaldi.
Búnaðarþing 2001 beinir þeim
tilmælum til búnaðarsambandanna
að unnið verði eftir tillögum starfs-
hópsins til reynslu.
Síðari ályktun
Búnaðarþing 2001 felur stjórn BÍ
að skipa nefnd sem hafi það
hlutverk að endurskoða eftirtalin
mál:
* Starfsemi, skipulag og aðsetur
Bændasamtaka Islands.
* Skipulag ráðgjafarþjónustu í
landbúnaði.
* Nýtingu búnaðargjalds.
Frgvr 3/2001 - 33