Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2003, Síða 4

Freyr - 01.12.2003, Síða 4
Auðsholtshjáleiga útnefnd ræktunarbú ársins estamenn og hrossarækt- endur fognuðu góðri uppskeru á Broadway hinn 16. nóvember sl., en þar fór fram hin árlega uppskeruhátíð hestamanna. Húsfyllir var á há- tíðinni og að venju voru menn spenntir að sjá hverjir yrðu út- nefndir knapar ársins og hrossa- ræktendur ársins. Fagráð í hrossarækt tilnefhir ár hvert nokkur hrossaræktarbú er þykja hafa skarað fram úr í rækt- unarstarfínu það árið og í ár fengu eftirtalin bú viðurkenningu fyrir frábæran árangur: Auðsholtshjá- leiga - Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir, Árgerði - Magni Kjartansson, Fet - Brynj- ar Vilmundarson, Hafsteinsstaðir - Skapti Steinbjömsson og Hildur Claessen, Hvolsvöllur - Þonnar Andrésson og ijölskylda og Kjarr - Helgi Eggertsson og fjölskylda. Vom viðurkenningamar afhentar á ráðstefnunni Hrossarækt 2003 sem fram fór í Súlnasal fyrr um daginn og tókst vel. Ffrossaræktendur ársins voiu svo útnefhd þau Gunnar og Kristbjörg í Auðsholtshjáleigu sem ásamt böm- um sínum, Þórdísi Erlu og Eyvindi Hrannari, stunda hrossarækt í Auðs- holtshjáleigu í Ölfusi samhliða því að reka umsvifamestu útflutnings- þjónustu á hrossum á Islandi. Ár- angur þeirra var sannarlega glæsi- legur í ár, m.a. fékk stóðhesturinn Gári ffá Auðsholtshjáleigu hæstu einkunn sem gefin hefur verið fimm vetra gömlum hesti, eða 8,63 í aðal- einkunn og þar af 8,87 fyrir bygg- ingu. Einnig má nefna hryssumar Fold og Huld frá Auðsholtshjáleigu en Fold var hæst fjögurra vetra hryssna á árinu með 8,34 og Huld þriðja í flokki fimm vetra hryssna með 8,39. Reynir hlaut HEIÐURSVERÐLAUN Heiðursverðlaun fyrir afrek á Hrossaræktendur ársins Kristbjörg Eyvindsdóttir og Gunnar Arnarsson i Auðsholtshjáleigu. sviði reiðmennsku vom afhent í fyrsta sinn á hátíðinni í ár. Þau hlaut hinn mikli tamningameistari og reiðkennari Reynir Aðalsteins- son og var það mál manna að hann væri vel að því kominn að hampa slíkum titli manna fyrstur. Ætlunin er að veita þessi verðlaun þegar ástæða þykir til, en þau verða ekki endilega árleg. Það em hestafréttamenn, sem velja þá knapa er þykja hafa skarað ffarn úr, og knapi ársins í ár var út- nefndur Jóhann R. Skúlason, heimsmeistari í tölti. Jóhann hefur búið og starfað í Danmörku í mörg ár en hefur keppt fyrir Is- lands hönd á tvennum heimsleik- um og hampað tölthominu fræga í bæði skiptin. Gæðingaknapi ársins var út- nefndur Sigurður Sigurðarson, kynbótaknapi ársins var Þórður Framhald ó bls. 40 Knaparnir sem hömpuu verðlaunum i ár. Frá vinstri: Eyjólfur Þorsteinsson, Sigurbjörn Bárðarson, Sigurður Sigurðarson, Berglind Ragnarsdóttir, Siguður V. Matthíasson, Jóhann R. Skúlason og Þórður Þorgeirsson. Auk þeirra hlaut Reynir Aðalsteinsson sérstök heiðursverðiaun. 14 - Freyr 10/2003

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.