Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.2003, Side 6

Freyr - 01.12.2003, Side 6
Sigríður Helga, dóttir Bjargar og fjölskylda. Efri röð Helga, Sigurður Smári og Einar Óli Fossdal. Neðri röð Maggý Björg og Arinbjörn Egill. Myndin tekin við fermingu Sigurðar. (Ljósm. Magnús Olafsson). | 6 - Freyr 10/2003 höfum þó fengið úrvalsgóð hross út af þessari hryssu, m.a. hryssur sem hafa náð fyrstu verðlaunum. Svo þegar synir okkar, Olafur og Þorgils, fóru að vaxa úr grasi sendi móðir þeirra þá á reiðnám- skeið og þeir fengu mikinn áhuga á hestamennsku. Þeir hafa báðir verið við nám á hrossabraut Hóla- skóla, Olafur er útskrifaður af reiðkennarabraut og Þorgils stefn- ir að því að útskrifast sem tamn- ingamaður næsta vor. Hrossaútflutningur Það var svo hrein tilviljun að ég fór út í útflutning á hrossum. Þannig var að ég leitaði á Netinu hvar ég gæti komið öðrum strákn- um mínum fyrir einhvers staðar í Bandaríkjunum þar sem hann gæti bætt enskukunnáttu sína og séð sig um í heiminum. Eg hitti þá á bandaríska konu í Winsconsin ríki, sem átti íslenska hesta, og hún vildi taka strákinn. I fram- haldinu sló ég því fram við hana hvort ég ætti ekki að senda henni tvo íslenska hesta svo að strákur- inn gæti kennt henni meira um reiðmennsku og síðan rnundi hún selja þá fyrir mig. Hún og maðurinn hennar, sem rekur bílaverkstæði í borginni Mil- vaukee, sögðust ekki hafa áhuga á að fá hesta út en þau ætluðu að koma til Islands eftir tvö til þijú ár og kaupa sér hest. En svo breytast stundum hlutimir skjótt, þau sendu tölvupóst daginn eftir og sögðust vera að koma í vikulokin og okkur langar til að skoða þessi hross hjá þér, skrifaði hún, og verðum fjögur saman. Þetta er vorið 1999. Hér reyndist svo vera á ferð hið ágætasta fólk í viðkynningu, ég fór að sýna þeim hesta og komst þá að því hvað hentaði þeim. Það fór svo þannig að ég seldi þeim þama íjögur hross frá nágrönnum mínum. Ég gantaðist svo lengi með það heima að það væru engar tekjur af hrossum að hafa og sinnti þeim því lítið. Kona mín kom með góða hryssu í búið og vildi að við færum að rækta hross en ég þráðist við að leggja peninga í þetta fyrstu árin. Við Sveinsstaðir i Þingi. á hestum. Þegar ég var nemandi á Hólum var Sigurður Haraldsson hestamaður bústjóri þar og reið- kennari. Kynni við hann efldu hestaáhuga minn og þar lærði ég margt um tamningar og náði þokkalegum árangri með þann hest sem ég tamdi.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.