Freyr

Volume

Freyr - 01.12.2003, Page 12

Freyr - 01.12.2003, Page 12
Kynbótasýnlngar Þátttaka Ekkert lát er á góðri þátttöku í hérðassýningum kynbótahrossa en á þessu ári var þátttakan heldur meiri en árið milli síðustu lands- móta. Alls komu til dóms 1216 hross, sum reyndar oftar en einu sinni en það virðist vera að árin milli landsmóta séu um 12% hrossa endursýnd innan ársins eins og sjá má í 1. töflu. Lands- mótsárin er svo aukning í þessum endursýningum enda er keppikefli ræktenda að ná lágmörkum inn á mótið. Þetta árið voru haldnar hérðas- sýningar víða um land með hefð- bundnum hætti þar sem byrjað var með litlum vorsýningum á Sauð- árkróki og í Gunnarsholti. Þrátt fyrir að alltaf sé nú gaman að koma í Gunnarsholt læðist að mér sá grunur að þetta hafí verið síð- asta kynbótasýningin þar að sinni. Menn hafa viljað halda í þessa áralöngu hefð frá dögum stóð- hestastöðvarinnar en þó svo að þetta hafí tekist bærilega árið á undan þá sýndi dvínandi áhugi sýnenda og áhorfenda að þetta er einfaldlega liðin tíð með ljúfum minningum. Aðstaðan til sýning- arhalds er orðin betri annars stað- ar og greinilegt að menn eru ekki tilbúnir með hrossin þetta snem- ma og vilja flestir bíða hinna reglubundnu hérðaðssýninga. I 2. töflu kemur fram hvaða ijöldi kynbótahrossa hefur kornið fram á hverri sýningu. Hér eru einungis tekin með hryssur og heilir hestar (stóðhestar) sem hafa komið í fullnaðardóm á hverri sýningu en ungfolum og þ.h. í Sædís frá Stóra-Sandfelli 2 og Hans Kjerúlf. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). 2003 byggingadóm og geldingum sleppt. Atriði sem lesa má úr töfl- unni eru m.a. hversu lítil ásókn var í þessar sýningar snemma vors, þ.e. Sauðárkrók og Gunnars- holt. Einnig er ljóst að flest hross- in koma í dóm á sýningum á Suð- urlandi en þó var ánægjulegt hver- su mörg hross komu á síðsumar- sýningu á Vindheimamelum. Ef litið er á aldursdreifingu hross- anna eftir sýningum, sem kemur fram í 3. töflu, og sérstaklega litið til vorsýninganna þá er áberandi hversu mikið minna kemur hlut- fallslega til dóms af ungum hryssum (4-5 vetra) í Skagafírði og Eyjafírði, samanborið við t.d. Suður- og Austurland. Þessi til- hneiging hefúr sést um nokkurra ára skeið og lýsir að einhverju leyti mismunandi stöðu og aðferð- um í hrossaræktinni en þó ber að geta þess að sýningarstaður segir ekki í öllum tilfellum til um upp- runa hrossanna. Starfsfólk Litlar breytinga urðu í starfsliði á kynbótasýningum ársins frá síð- asta ári (sjá 4. töflu). Þó urðu þær breytingar að á flestum sýningum voru einungis tveir dómarar við störf hverju sinni, auk þess sem mælingamenn voru samhæfðari hópur en verið hefúr. Með spam- að í huga var prófað að fækka í 112 - Freyr 10/2003

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.