Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2002, Síða 4

Freyr - 01.05.2002, Síða 4
Alltaf langað að búa í svelt Vlðtal við hjónin Berthu Kvaran og Jón Þ. Ólafsson í Miðhjáleigu í Austur-Landeyjum Berthu Kvaran og Jón Þ. Ólafsson hafði lengi dreymt um að gerast bændur. Jón fékk smjörþefmn af sveitalífínu þeg- ar hann kom sem stráklingur að Bólstað í Austur-Landeyjum haustið 1975. Þessi fyrstu kynni Jóns af sveitinni urðu til þess að næstu þrjú sumur var hann vinnumaður hjá Svavari Ólaf- ssyni og Halldóru Ólafsdóttur. Tíminn leið og Jón vann við múrverk í Hafnarfirði en Bertha var heimavinnandi hús- móðir með fjögur ung börn sem nú eru á aldrinum 6 til 12 ára. Þau bjuggu í Hafnarfirði. Bæði hafa þau haft mikinn áhuga á hestum og má vel vera að sú staðhæfing sé rétt, sem höfð var eftir sunnlenskum bónda, að bæjarbörn með eðlis- lægan áhuga á hestum séu undrafljót að skynja og skilja aðrar skepnur. Sé svo þá út- skýrir það a.m.k. hluta af vel- gengi þeirra Berthu og Jóns. Áður kaupstaðarbörn - NÚ SVEITAFÓLK Bertha kynntist sveitinni þegar hún var sem bam og unglingur á fjárbúinu Bjamamesi í Horna- firði. Þau höfðu látið sig dreyma lengi um að eignast jörð, en ekk- ert gerðist i þeim efnum þar til þeim bauðst að kaupa Miðhjá- leigu. Bertha játar fuslega að hvomgt þeirra hafi kunnað til íjósverka. „Ég þekkti múrskeið- ina betur en kúabúskapinn“ segir Jón en Bertha sagði að þau hefðu aflað sér allra þeirra upplýsinga sem þau mögulega gátu komist yfír - og þau vom ófeimin við að spyrja. „Við komum í séstaklega jákvætt umhverfi“. „Hér er gott að ala upp böm,“ segir Bertha. Bömin ganga í grunnskólann í Gunnarshólma en þar er kennt upp í sjöunda bekk. Þau em tæplega fertug og að- spurð sögðu þau að meðalaldur bænda í Austur-Landeyjum væri lágur og að ungt fólk sýndi því mikinn áhuga að búa á þessu svæði. Nú em liðin rétt rúm fjögur ár síðan þau Bertha og Jón tóku við búinu í Miðhjáleigu. Búskapurinn er mjólkurframleiðsla en í Mið- hjáleigu em líka rösklega 20 ær. Framleiðsluréttur búsins var 109 þúsund lítrar upphafi en þau keyptu strax kvóta svo að búið uppfyllti skilyrði vegna lána. Framleiðslurétturinn er rúmlega 180 þúsund lítrar eins og er. Þekking þeirra á nautgriparækt var engin i upphafi en áhugi á búskap og natni við dýr hefur skilað þeim slíkum árangri að athygli vekur. Miðhjáleiga var annað afurðamesta búið á Suður- landi árið 2001 (531 kg MFP), annað afurðahæsta bú á Suður- landi árið 2000 (503 kg MFP) og níunda afurðahæsta búið 1999. Þá má geta þess að prótein- prósenta hefur ekki verið hærra en í vetur. „Markmið okkar er að fá eins mikla mjólk úr kúnum við núverandi aðstæður og hægt er. Við höfum ekki í hyggju að gera j 4 - Freyr 4/2002

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.