Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2002, Síða 38

Freyr - 01.05.2002, Síða 38
Hellföður fyrlr mjólkurkýr Unnið upp úr grein Þórodds Sveinssonar, Louise Mölbak og Gunnars Ríkharðssonar frá Ráðunautafundi 2001 Inngangur Heilfóður er það gjaman nefnt þegar hinum ýmsu fóðurefnum er blandað saman í ákveðnum hlut- föllum á þann hátt að úr verður einsleitt fóður sem skepnunni er boðið upp á og inniheldur nær- ingarefnin sem hún þarf á að halda. Fóðrun á heilfóðri er mis- algeng milli búíjártegunda og má tala um almenna notkun heilfóð- urs á svína-, alifúgla- og loðdýra- búum. Auk þess er notkun heil- fóðurs mikil í fiskeldi. Heilfóðrun nautgripa ryður sér víða æ meira til rúms. I Banda- ríkjum Norður-Ameríku hefur heilfóðrun viðgengist í áratugi við lokaeldi nautgripa til kjöt- framleiðslu. Á kúabúum þar hef- ur heilfóðrun einnig verið fyrir hendi lengi og um helmingur allra kúabúanna notar heilfóður. I Danmörku þekkist heilfóðrun frá 1970 en varð ekki víðtæk fyrr en upp úr 1990 í kjölfar stækk- andi búa. Þar em 25-30% kúabú- anna með heilfóðrun. Það em einkum stóm mjólkur- framleiðendumir, sem hallast að þessari gerð fóðmnar, þ.e. þeir sem hafa fleiri en 100-150 kýr í lausagöngu. Bændumir telja launakostnaðinn, sem af hlýst, vera minni í samanburði við hefðbundna fóðmn, auk þess sem vinnulagið við fóðmnina verður einfaldara. Þá hefúr reynslan sýnt að heilfóðmn má jafnframt koma við á minni búunum. Tæknivæðingin heldur áfram og víða tíðkast að vera með „hálf- gerða heilfóðrun”, þ.e. að blanda steinefnablöndu saman við allt saxað og blandað gróffóður handa öllum kúnum en gefa kjamfóðrið sér og halda þannig einstaklingsfóðmninni. Vanda skal til verka Kýmar geta síður valið úr því sem fyrir þær er borið með heil- fóðruninni. Fyrir vikið á munur- inn milli raunvemlegs áts hjá kúnum og útreiknuðum þörfúm samkvæmt fóðuráætlun að vera minni og fóðmnin þannig „rétt- ari“. Það skiptir miklu máli að fóðuráætlunin sé reglulega upp- færð þannig að sem réttust áætl- un liggi til gmndvallar fýrir blöndun heilfóðursins. Annað mikilvægt atriði er að blöndun og söxun allra fóðurgerða takist vel og að rétt sé staðið að vigtun alls hráefnis. Þannig þurfa vogir að vera öflugar og auðveldar í notk- un, góð aðstaða þarf að vera fyrir hráefni og vélbúnað og í sumum tilvikum þarf að koma fýrir færi- böndum og brautum, allt eftir að- stæðum á hverjum stað. Heilfóðmnin skilar mestu ef kúahópurinn er á sem svipuðustu róli, þ.e. að burðartíminn sé nokkuð samstilltur. Ohjákvæmi- lega em vélar og tæki dýr en á móti kemur að líkamleg vinna verður öll léttari, nokkuð sem erfitt er að meta til fjár. Tilraunir og REYNSLA ERLENDIS Ahrif heilfóðrunar á át Erlendar tilraunir sýna að heil- fóðmn hafði jákvæð áhrif á átið í samanburði við þá hefðbundnu fóðrun þegar gróffóður og kjam- fóður er gefið sitt í hvom lagi. Átaukning er misjöfn milli til- rauna, aðstæðna og viðmiða. Til- raunaniðurstöður sýna m.a. aukn- ingu á áti frá 3% upp í 25%. Ávinningurinn er þó mestur þeg- ar hlutfall kjamfóðurs er mikið í heildarfóðurskammtinum, um eða yfir 55%. Þá er svömnin mest á fýrstu vikum mjaltaskeiðsins. Hafa ber í huga að fóðrið sé sem ferskast en rakt og orkuríkt fóður getur verið gróðrastía fýrir ger- og myglusveppi. Hugmynd- ir hafa verið uppi um það að gefa beri heilfóður oft á dag vegna þessa. Það hefúr stangast á við tilraunir sem hafa sýnt fram á að of mikil umferð í fjósi raski at- ferli kúnna með þeim afleiðing- um að þær mjólki minna. Þá hafa aðrar tilraunir sýnt að kýr átu og mjólkuðu meira þegar þeim var gefið heilfóðrið annan hvem dag í samanburði við dag- lega gjöf. Nauðsynlegt er að heilfóðrið sé hæfilega gróft. Þannig þarf söx- un hráefnanna að vera hæfileg og ekki síður góð blöndun þeirra svo að ekki myndist salli eða þau skilji sig. Finna þarf út hæfilega langan blöndunartíma og hversu fínt á að saxa gróffóðrið. Blautt og mikið gerjað vothey getur haft neikvæð áhrif á át og nyt. Æskileg þurrefnisprósenta heysins er háð hinum fóðurefú- unum en algengt er að hún sé á bilinu 35-60%. Þá fer mikil orka í að saxa og blanda mjög þurrlegt hey, auk þess sem það hefúr áhrif á viðloðun og eykur hættuna á aðskilnaði hráefna í tilbúna heil- fóðrinu. Með auknum afurðum þarf fer meira fóður og meiri fóður fer í | 38 - Freyr 4/2002

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.