Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2002, Qupperneq 39

Freyr - 01.05.2002, Qupperneq 39
gegnum skepnuna, flæðið í gegn- um meltingarveginn verður meira og einkum er það meltanleiki trénis sem fellur fyrir vikið. Söx- un gróffóðurs og kjamfóður- blöndunin hefur hins vegar að einhverju marki jákvæð áhrif á meltanleika trénisins. Það vegur þó ekki alveg upp á móti fallinu sem verður vegna aukins áts og afurða og má ætla að heildarfóð- umýtingin sé um 2-3% lakari á heilfóðri í samanburði við hefð- bundna fóðmn. í Bandaríkjunum er talið að minna fari til spillis af fóðri þeg- ar um heilfóðrun er að ræða. Þó getur þurft að henda miklu fóðri i kringum blöndunina og á fóður- göngum þegar heilfóðrið er í blautara lagi. Reynsla hérlendis bendir til þess að gróffóðrið nýt- ist betur þegar það er saxað og blandað áður en það er gefið. Gróffóðrið er ákaflega breyti- legt og skiptir miklu máli að upp- lýsingar um það séu réttar. Það varðar einkum fóðurgildi, efna- innihald og þurrefni en sýnatakan verður að vera vel skipulögð til að fá sem best yfirlit yfir þessi atriði. Áhrif heilfóðrunar Á VAMBARSTARFSEMI Þegar kúm er gefið kjamfóður fellur sýmstigið í vömbinni. Fallið verður þeim mun meira sem skammturinn er stærri. Lágt sýmstig hefúr neikvæð áhrif á meltanleika trénis og átlystin minnkar. Alvarlegar afleiðingar þessa em m.a. súrdoði. Við heil- fóðmn fæst meira jafnvægi í vambarstarfseminni. Með því að gefa kjamfóður í bland við hæfi- lega saxað gróffóður verður sým- stigsfallið vægara. Þannig má jafnframt vera meira af auðleyst- um kolvetnum í fóðrinu og gera það með þeim hætti enn orkurík- ara. Fóðurvagn af sömu gerð og notaður var i tilrauninni á Hvanneyri. Rokgjamar fitusýmr í vömb skipa stóran sess við framleiðslu næringarefha í mjólk. Rétt sam- sett heilfóður getur haft jákvæð áhrif á myndun og samsetningu þeirra á þann hátt að mjólkin verður efiiameiri, einkum á það við um fitu. Áhrif heilfóðrunar Á AFURÐIR OG HEILSU Eins og fram hefur komið sýna flestar tilraunir aukið át kúnna þegar þeim er gefið heilfóður. Eðlilega eykst þá nyt þeirra og efnainnihald mjólkurinnar. Með- altal fjögurra tilrauna sýndu 10% aukningu í nyt, 13% aukningu í fitu og 3% aukningu í próteini. Viðbótin er einkum bundin við þijár fyrstu vikur mjaltaskeiðsins. Reynsla í Bandaríkjunum styður þessar tilraunir þar sem kúabúin með heilfóðmn em gjaman á toppafurðalista. Þetta er þó mis- jafnt eftir ríkjum. Almennt er álitið að minna sé um framleiðslutengda sjúkdóma, s.s. súrdoða, súra vömb og al- genga efnaskiptasjúkdóma, á bú- um sem stunda heilfóðmn. Um- fangsmikil dönsk tilraun hefur sýnt fram á heilbrigðari kýr sem fá heilfóður, óháð kjamfóðurhlut- falli í skammtinum. Þá em vís- bendingar um að fijósemin aukist við fóðmn á heilfóðri. Fyrir vik- ið á lyfja- og dýralæknakostnaður að verða minni, auk þess sem öll fjósverk verða líkamlega léttari. Hreinleiki og öryggi hráefnis- ins skiptir miklu máli við heilfóðran. Komi upp eitmn í hráefhi, sem síðan er blandað í heilfóður, er voðinn vís; út- breiðsla smits getur farið hratt og víða um fjósið. Tilraun með blandað og SAXAÐ FÓÐUR Á HVANNEYRI Hér á eftir verður kynnt tilraun með blöndun og söxun fóðurs sem framkvæmd var á Hvanneyri haustið 2000. Tilraunin sjálf stóð í níu vikur og var henni skipt í þijú þriggja vikna tímabil. Aðlögunartímabil tilraunar var tvær vikur. í til- rauninni vom kelfdar kvígur, ný- bomar fyrsta kálfs kvígur og Freyr 4/2002 - 39 |

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.