Freyr - 01.05.2002, Page 44
mjög gott og þeim virtist líða vel
enda alltaf hreinir og þurrir.
Vinnuálag við hirðingu var ekki
mikið en jókst með aldri kálf-
anna. Rétt er að mæla með því að
menn reyni að koma hálmstíum
þannig fyrir að hægt sé að moka
út úr þeim með vélum. Miklu
máli skiptir að hálmurinn sé vel
þurr en mikill breytileiki er í
þurrefnishlutfalli hálms sem er á
boðstólum. Eftir því sem hálmur-
inn er blautari þarf oftar að bæta
í stíumar og bæði kostnaður við
hálminn og vinnuálag eykst.
Hálmnotkun og þar með kostnað-
ur eykst mjög hratt þegar kálfam-
ir hafa náð þriggja mánaða aldri.
Hérlendis vantar rannsóknir á
hálmnotkun kálfa eldri en ljög-
urra mánaða og því er erfitt að
fullyrða nokkuð um kostnað við
að hafa svo gamla kálfa á hálmi.
Hcimildir
Friend, T.H. og Dellmeier, G.R.,
1988. Common practices and prob-
lems related to artificially rearing
calves: an ethological analysis.
Applied Animal Behaviour Science,
20: 47-62.
Hansen, K., 1996. Dybstroelse til
kvier, opsamling af al godning i
stoelsesmátten. Forskningsrapport nr.
52 fra Statens Husdyrbmgsforsog:
36 s.
Landbrugets rádgivningscenter,
2001. Indretning af stalde til kvæg.
Tværfaglig rapport. 3. útg. 114 s.
Moli
Hertar reglur um flutnlng búflár
Vísindanefnd ESB um dýra-
vernd mælir með hertum reglum
um flutninga á búfé um langa
vegu. í nýrri skýrslu leggur
nefndin til breytingar á hámarks
flutningatíma og rými á flutninga-
tækjum. Auk þess er lögð
áhersla á varúðarráðstafanir til
að koma í veg fyrir dreifingu
smitsjúkdóma við flutningana.
Þeir sem styðja umhverfis-
vænni landbúnaði innan ESB
hafa af siðferðilegum ástæðum
lengi talað fyrir breytingum í lög-
um um langflutninga á búfé, en
fyrir daufum eyrum hingað til.
Viðhorfin hafa þó smám saman
verið að breytast.
Siðasti gin- og klaufaveikifar-
aldur hafði einnig sín áhrif, en
hinn stórfelldi "búfjártúrismi” á
meginlandi Evrópu er talinn ein
meginástæða þess að faraldur
búfjársjúkdóma getur breiðst þar
út með eldingarhraða.
Landbúnaðarráðherrar ESB
hafa lýst áhyggjum sínum af
þessu máli. Einkum var farið að
gagnrýna langa flutninga á búfé
fram og aftur um Evrópu þegar
áðurnefndur faraldur kom upp
fyrir tveimur árum. Núverandi
reglur ESB um flutninga á búfé,
sem eru frá árinu 1995, mæla
fyrir um það að hámarkstími
flutninga sé 8 klst. í raun eru
reglurnar hins vegar svo götótt-
ar að unnt er að sniðganga þær
á ýmsan hátt.
Ef flutningatækið uppfyllir
ákveðin skilyrði er t.d. leyfilegt
að flytja nautgripi og sauðfé allt
upp í 28 klst., með eins tíma
hvíld eftir 14 tíma flutning. Grísi
má flytja i 24 klst. án hlés ef þeir
hafa aðgang að vatni á leiðinni.
Flutningar búfjár eru deiluefni
innan ESB þar sem siðferðileg
sjónarmið og hagkvæmi takast
á. Skilyrðislaus regla um átta
tíma flutning að hámarki er ekki í
augsýn, en þó má búast við því
að hert verði á ýmsum ákvæðum
í þessu sambandi.
í fyrrnefndri skýrslu eru t.d.
gerðar meiri kröfur til ökumanna,
farartækja og um meiri hlé á
ferðalögum þannig að búfé fái
hvíld. Skortur á eftirliti og um-
hirðu með búfénu er talinn eiga
þátt í því valdi því gripunum
skaða við flutninginn.
Hross, grísi, kálfa og lömb má
í hæsta lagi flytja 8 klst. I einu og
eftir það skulu skepnurnar fá 6
tíma hvíld. Eftir það má flytja
búféð I hæsta lagi í átta klst.
Fullorðið fé og nautgripi má flytja
í 12 tíma í einu, eftir það er sex
tíma hvíld áður en það er aftur
flutt í 12 tíma.
Þá eru gerðar kröfur um rými
fyrir gripina. Þannig verða naut-
gripir að hafa a.m.k. 20 cm rými
fyrir ofan höfuð í eðlilegri stöðu.
Þá eru gerðar kröfur um ein-
angrun flutningarýmisins, bæði
til að forðast hita og kulda. Mælt
er með að flytja búfé með járn-
brautarvögnum.
Eitt mesta vandamálið í þessu
sambandi er að þeim reglum,
sem þó gilda, er illa fylgst með.
Harkaleg meðferð á gripum,
flutningar allt upp í 70 klst. og
léleg loftræsting er ekki óvana-
leg.
Embættismannaráð ESB mun
nú taka skýrsluna til meðferðar
og setja nýjar reglur um flutning
dýra í framhaldi af því.
(Landsbygdens Folk nr. 15/2002).
j 44 - Freyr 4/2002