Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2002, Page 55

Freyr - 01.05.2002, Page 55
HJólbörur eiga sér langa sögu Hjólbörur voru fundnar upp í Kína á þriðju öld e.Kr. Chuko Liang (181-234 e.Kr.), sem ríkti yfir konungs- ríkinu Shu Han í Kína, fann upp hjólbörurnar í herferð þar sem hann ætlaði að leggja undir sig flatlendi sem til- heyrði öðru konungsríki. Ovinaherinn beitti þeirri her- stjórnarlist að draga sig til baka og forðast átök í trausti þess að árásarherinn yrði uppiskroppa með mat og vistir. En hinn snjalli herstjórnandi safnaði saman smiðum sínum í af- skekktum dal, þar sem þeir smíðuðu leynivopnið; hjól- börur. Þær eru fullkomnar til að flytja mat og fóður fyrir burðar- dýr, en þarfnast sjálfar hvorki matar né vatns og geta gengið allan daginn, sagði Chuko Liang við hermenn sína sem höfðu gaman af öllu saman. Hugmyndina hafði hann fengið með því að kynna sér aðra far- kosti og hreyfíngar burðardýra. Fyrstu hjólbörurnar voru kassi með hjól undir miðjunni, sem öll þyngdin hvíldi á. Smám saman komu svo nýjar útgáfur, sumum var ýtt en aðrar voru dregnar og jafnvel voru til hjólbörur með segli. Fyrstu farartæki á hjólum bjuggu Súmerar í Mesapótaníu til um 3.500 f.Kr. Það voru vagnar á tveimur eða íjórum hjólum sem uxar drógu. Hjóla- tæknin breiddist þaðan út í allar áttir, um Asíu, Evrópu og N- Afríku og náði til Kína þúsund árum síðar, en Kínverjar endur- guldu með hjólbörunum. Þær dreifðust vestur á bóginn, eink- um um bysantíska, (þ.e. Aust- ur-Rómverska) ríkið og fyrstu Evrópubúarnir sem kynntust hjólbörum voru krossfarar í Landinu helga. Fyrsta mynd af hjólbörum er í myndaskreytingu í riti um dýrlingana Alban og Amphi- balus frá 13. öld og í steindum glugga í dómkirkjunni í Charte frá 1220. Evrópsk hjólböruhefð sker sig frá hinni kínversku í því að hjólið var staðsett langt fyrir framan trékassann. I bókinni “De Re Metallica” lýsir höf- undurinn, Georgius Agricola, hjólbörum nákvæmlega þannig að unnt er að smíða þær eftir lýsingunni. Þá er því einnig haldið fram að hjólbörur séu fyrsta flutn- ingatækið fyrir fatlaða á hjólum og enn nú á tímum er fólk flutt í Kína í hjólbörum. Á ófriðar- svæðum í heiminum enn þann dag í dag grípa menn til hjól- bara. Þar eru það óbreyttir borgarar sem flytja eigur sínar á hjólbörum eða gamla fólkið og ógöngufæra ættingja þegar vegir hafa verið sprengdir í loft upp eða eru lokaðir fyrir um- ferð og vélknúin ökutæki kom- ast ekki leiðar sinnar. (Bonde og Smábruker nr. 4/2002). Freyr 4/2002 - 55 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.