Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2002, Blaðsíða 6

Freyr - 01.06.2002, Blaðsíða 6
veigamiklum könnunum þar sem Qölda spuminga er safnað saman, ekki endilega öllum um sama efnið. Könnunin fer fram í nokk- um tíma til að gefa sem áreiðan- legasta niðurstöðu. Raunvemleg neytendakönnun er mæling á sölu ákveðinnar vöru og til er fjöldi fyrirtækja sem tekur að sér slíkar kannanir. I báðum þessum tilvikum er mikilvægt að skilja á milli skyndi- svara og ígmndaðra svara við spumingunum. Eins skiptir máli hvemig spumingin er orðuð. Ein spuming frá könnun í löndum Evrópusambandsins árið 1999 um hvort viðkomandi vildi koma ein- hveiju á ffamfæri er varðaði kjöt þá dagana vakti einungis viðbrögð hjá um 11% þeirra sem leitað var svars hjá. Viðbrögðin vom varðandi kúariðu sem fór þá víða um Evrópulönd. Alhæfingar, þar sem fólk svarar játandi eða neitan- di varðandi eitthvað ákveðið, skila meiri undirtektum. Dæmi um slíkt er þegar fólk er beðið um að segja hvort það liti hormónagjöf jákvæðu auga, hvort það hugsi um dýravelferð þegar það gerir kjöt- innkaup o.fl. Þá skiptir líka miklu máli að skilja á milli staðhæfinga og aðgerða. Margir neytendur halda sig á staðhæfingastiginu og halda ffarn einhveiju sem þeir síðan standa sig ekki við þegar til kastanna kemur. Til dæmis sýndu margir neytendur neikvæð viðbrögð við gin- og klaufaveikin- ni og fjöldaniðurskurði henni tengdri en keyptu samt kjöt eins og venjulega. Þegar búið er að greina og meta viðhorf neytandans og það talið hafa áhrif á innkaup hans er um tvo kosti að velja. Annað hvort mætir iðnaðurinn vænting- um neytandans eða þá að neyt- andanum er gerð grein fyrir hvað liggi að baki framleiðslunni til að auka meðvitund hans um við- komandi mál og komast þannig hjá ranghugmyndum. Neysla Lambakjötsneyslan er mest í Frakklandi, Bretlandi, Spáni og Grikklandi og þar er neysla geita- kjöts einnig mest. Neyslan virð- ist ekki vera á neinu undanhaldi, þrátt fyrir hátt verð í verslunum á Frakklandsmarkaði í kjölfar kúa- riðunnar. Slíkt getur þó hæglega skemmt fyrir neyslu í framtíð- inni. I samanburði við nautakjöt hef- ur lambakjötið nokkuð haldið ímynd sinni undanfarin 25 ár. Ahyggjur Evrópusambandsins vegna kúariðunnar hafa þó sáð efa í hugum einhverra neytenda sem getur hæglega haft neikvæð áhrif á ímyndina. Lambakjötið er með tiltölulega lítinn hlut alls kjötmarkaðar í Evrópu þar sem svínakjöt er allsráðandi. A und- anfömum 25 ámm hefur útsölu- verð kjöts farið lækkandi og í hinu mikla samkeppnisumhverfi er lambakjötið þar engin undan- tekning. Neytendur lambakjöts em þrátt fyrir allt tryggir en neyslan er mun minni hjá yngri aldurshópunum en þeim eldri og er ástæða til að hafa áhyggjur af því þegar horft er til ffamtíðar. Innan Evrópusambandsins má ætla að ástand lambakjötsmark- aðarins sé nokkuð stöðugt þegar horft er fram á við. Neyslan hef- ur örlítið fallið en það hefur framleiðslan gert jafnframt. Hins vegar má hvergi slaka á því að í Bretlandi er um 70% neyslunnar meðal aldurshópsins sem er 45 ára og eldri og yfir 50% kjötsins er selt í formi ofnsteika. Aðgerðir til að halda velli Til em margar aðgerðir sem stuðla að því að hámarka hagnað markaðarins. Fyrst og ffemst verður sauðfjárffamleiðslan að vera eins hagkvæm og tæknilega er unnt svo að hún verði sam- keppnishæf við aðrar búgreinar. Algengasta aðferðin til að halda í við vaxandi markaði eða jafnvel að hindra að hann fari niður á við er að nota almenna, neytendavæna markaðsvæðingu og tengja hana vömþróun. Þetta er gert í Bretlandi þar sem ákveð- in nefnd, er lætur sig varða kjöt og skepnuhald, MLC*, notar fjöl- miðlaauglýsingar (útvarp og sjónvarp) og röð markaðsaðgerða til að ná athygli ungra neytenda á bresku lambakjöti. Margar hug- myndir em jafnframt styrktar til að hvetja framleiðendur til að þróa nýjar vömr úr lambakjöti. Þær þurfa að vera einfaldar og þægilegar í undirbúningi og framreiðslu með það að mark- miði að geta keppt í hinu sí- breytilega neysluumhverfi. Öll markaðsvæðing, sem er ffam- kvæmd af þessari nefnd, MLC, byggir á vel ígmnduðum neyt- endakönnunum. Neytendur horfa einkum til þrig- gja atriða er varða kjöt og þá sérstaklega lambakjötið. Fyrst velta þeir fyrir sér hvort lamba- kjötið sé raunhæfur kostur fyrir þá, fjölskyldur þeirra og lífsstíl. Sé svo þá þarf næst að fullvissa ney- tenduma um að kjötið sé gott fyrir þá og að það fylgi ömggu ffam- leiðsluferli. Að lokum er komið að því að huga að því hvemig lambakjötinu er stillt ffam fyrir neytendur. Það þarf að vera til í búðinni (hjá slátraranum, í sérver- sluninni eða í stórmarkaðinum) á því formi sem er auðvelt og fljót- legt að matbúa og hentar þar með fyrir nútíma lífsstíl neytendanna. Með þessi atriði í huga þarf að sinna neytendum út ffá þremur sjónarhomum; því huglæga, því raunhæfa og því einfalda. í Bretlandi heför verið unnið markvisst að því að auka sölu I 6 - Freyr 5/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.