Freyr - 01.06.2002, Blaðsíða 33
sterk mala- og lærahold. Glaðnir
drapst skömmu eftir sýningu og
kom því ekki í samdæmingu
hrúta en hann var frá Efri-Gegn-
ishólum sonur Hnykils 96-180.
Frami í Egilsstaðakoti er ákaf-
lega fallegur, jafnvaxinn, hold-
gróinn og vel gerður hrútur. í
Villingaholtshreppi vakti einnig
athygli Rektor í Kolsholti, bak-
þykkastur hrúta í sýslunni og
mjög bolllangur en þessi hrútur
er svarthöttóttur að lit og því
óvanalega vel gerð þannig lit
kind. Þessi hrútur er sonarsonur
Mola 93-986.
Dreitill í Oddgeirshólum er
einhver allra glæsilegasti hrútur á
velli sem sjá má. Kostir hans í
átaki eru ekki minni. Hann er
kattlágfættur með fádæma góð
bakhol, malir íylltar eins og best
verður og lærahold mjög góð. Ull
aðeins gulkuskotin. Dreitill er
sonur Læks 97-843 og dótturson-
ur Stubbs 95-815 og skipar 3.
sæti hrúta í sýslunni. Vafalítið er
Dreitill einhver mesta glæsikind,
sem til hefúr verið í Oddgeirshól-
um, þó að hrútablóminn þar hafi
oft verið mikill. Allir veturgömlu
hrútamir þar voru mjög athyglis-
verðir en til viðbótar skal nefna
Vögg, mikil glæsikind undan
Sprota 98-380. Kjami 00-085 á
Brúnastöðum undan Bjálfa 95-
802 er fádæma vænn og þroska-
mikill hrútur.
Toppurinn í hrútakosti sýslunnar
haustið 2001 var á Skeiðum. Abel
á Osabakka er fádæma glæsikind.
Abel er mjög bollangur, með
Fannar í Miðfelli I Hrunamannahreppi.
mjög sívalan bol, feikilega þykkan
og vel lagaðan bakvöðva, frábær-
lega vel holdfylltur í mölum með
mikil lærahold og því til viðbótar
er hann hreinhvítur með góða ull.
Abel skipaði efsta sæti hrúta í sýs-
lunni. Þessi glæsihrútur er undan
Amori 94-814 en móðurfaðir hans
Leví var sonur Kokks 85-870.
Fróðlegt verður að fylgjast með
framgangi Abels en í vetur var
hann í afkvæmarannsókn í Háholti
þar sem hann mun etja kappi m.a.
við þá tvo hrúta sem næstir hon-
um stóðu sem einstaklingar í sýsl-
unni. Snær á Hlemmiskeiði II er
einnig ffábær einstaklingur. Ut-
lögur hjá þessum hrúti eru ein-
hverjar þær mestu sem dæmi eru
um og lærahold feikileg, en ull
Amor 00-221 á Þóroddsstöðum i Grímsnesi.
Freyr 5/2002 - 33 |