Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.2002, Side 8

Freyr - 01.06.2002, Side 8
Ráðunautafundur 2002 Sauðfláirækt í Breflandl, staða ng framtíðarhorfur Inngangur Sauðijárrækt er mikilvæg bú- grein í Bretlandi, einkum í hinum strjálli byggðum landsins. Akveðin hefð er fyrir framleiðsl- unni þar sem lömbin fæðast gjaman í fjalla- og hálendis- byggðum og er rétt rúmur helm- ingur lífdýra íjárstofnsins á þeim svæðum. Þegar lömbin stækka fara fram viðskipti með þau milli bænda, þau fjarlægjast sín upp- haflegu heimkynni og færast nið- ur á láglendið. Þannig kemur stór hluti sláturfjárins, 66%, frá láglendisbyggðunum. Kinda- kjötsafurðir á innanlandsmarkaði á árinu 2000 námu 391 þúsund tonnum, að verðmæti 1,7 mill- jarðar punda. Útflutningur fjár á fæti er mikill og em Bretar í öðm sæti á eftir Nýsjálendingum hvað þetta varðar. Kjötútflutningur er líka nokkur. Þrátt fyrir samdrátt í útflutningi sauðfjárafuröa síðustu ár má ætla að um 30% tekna bænda komi frá honum. Sauðfjármarkaðurinn í heild sinni fyrir árið 2000 taldi rúma 19 milljón gripi. Verðmæti af- urðanna nam um 64% af heildar- tekjunum, hin 36% komu frá hinu flókna styrkjakerfi. Afurðir seldar á innanlandsmarkaði fara einkum tvær leiðir; til smásala (verslanakeðjur, slátrarar) og til fyrirtækja sem matbúa sjálf og bjóða fólki upp á tilbúinn mat. eftir David Croston, forstöðumann sauðfjársviðs hjá Kjöt- og búfjárræktar- ráðinu MLC, í Bretlandi Utanaðkomandi þættir SEM HAFA ÁHRIF Á SAUÐFJÁRFRAMLEIÐSLUNA Gullár landbúnaðarins í Bret- landi vom í upphafi síðasta ára- tugar, um og upp úr 1990. Síð- an hafa margir þættir, með sam- verkandi áhrif, haft neikvæð áhrif á afkomuna, sérstaklega í tengslum við allt sem snertir búfé og búfjárhald. Árið 1996 kom kúariðan upp og upp úr því lækkaði virði pundsins, efha- hagsmál í heiminum vom ekki upp á marga fiska og kjötmark- aðir víða í Evrópu yfirfullir. í ársbyrjun 2001 hafði verið vot- viðrasamt um skeið og óhagstætt landbúnaði, markaðsverð ekki verið lægri í áratugi og gin- og klaufaveikin breiddist út víða um landið. Þá var ljóst að kerf- isbreytinga væri þörf um allan ferilinn, frá framleiðanda til neytanda. Tekjur bænda Fjöldi sláturfjár er fluttur út frá Bretlandi til meginlands Evrópu. Einnig er flutt kynbótafé til ýmissa landa. Myndin sýnir Ueyn kynbótaær sem verió er að hleypa af fjárflutningabíl I Frakklandi. Lleyn féð er frjósamt láglendisfé frá Lleyn skaga I Norður-Wales. A árinu 1995 vom tekjur breskra bænda í hámarki en lækkuðu síðan hratt. í áranna rás hafa tekjumar verið sveiflu- | 8 - Freyr 5/2002

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.