Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2002, Page 28

Freyr - 01.06.2002, Page 28
Suðurland V estur-Skaftafellssýsla Umtalsvert fleiri hrútar voru sýndir en haustið áður eða sam- tals 246 og af þeim voru 244 vet- urgamlir og 224 þeirra fengu I. verðlaun. A Suðurlandi fæst gleggra yfír- lit um bestu einstaklingana sem koma til sýninga en gerist í öðr- um héruðum vegna þess að síð- ustu árin hefur verið gerð sértök samdæming bestu einstakling- anna eftir að almennum hrútasýn- ingum líkur. Rétt er að taka fram að þar var raðað í 10 efstu sæti í hverri sýslu, þó að í hverri sýslu væri skoðaður fímmfaldur sá íjöldi hrúta. I gamla Hörgslandshreppi var besti einstaklingur, sem til sýn- ingar kom, Krókur 00-140 á Prestsbakka. Krókur er feikilega þéttvaxinn einstaklingur með rnjög góð lærahold og feikilega þykkan bakvöðva en gæti verið ullarbetri. Hann skipaði 10. sæti við röðun veturgömlu hrútanna í sýslunni. Krókur er sonur Læks 97-843. Valur 00-139 á sama búi er einnig athyglisverður einstakl- ingur, samanrekinn holdaköggull með enn öflugri lærahold en Krókur. Valur er sonur Massa 95- 941 og dóttursonur Glampa 93- 984. " I Landbroti var eins og oft áður mikið hrútaval, einkum í Þykkva- bæ III og Fagurhlíð. Pottur 00- 068 er þar heimaalin, genrlings- lamb undan Dúlla 99-061, sem athygli vakti fyrir ári, en móðir hans er dóttir Mola 93-986. Hrút- ur þessi er mikil glæsikind á velli, bollangur með jafna gerð, fádæma þykkan og vel lagaðan bakvöðva og góð lærahold. Pott- ur raðaðist í annað sæti hrúta í sýslunni. Tveir afbragðsgóðir hrútar undan Læk 97-843 komu til sýningar i Þykkvabæ III. Svanur 00-410 er feikivænn og útlögumikill með frábæra hold- fyllingu og, eins og nafnið gefúr til kynna auk þess með vel hvíta og góða ull. Hann var í 5. sæti en Toppur 00-413 í því fjórða en hann losaði 100 kg í þunga, með feikiþykkan bakvöðva og frábær lærahold, en talsvert síðri ull en Svanur. Hrútavalið í Skaftártungu var meira og betra en í öðrum sveit- um í sýslunni og ekki margar sveitir á landinu þar sem hægt er að fínna jafn breiðan og öflugan hóp af frábærum einstaklingum. Þama var því rjóminn í hrúta- stofni sýslunnar haustið 2001. Hrútahópurinn í Uthlíð var með fádæmum vel þroskaður og glæsilegur. Þar bar af Steri 00- 639. Hann er feikilega samanrek- inn og vöðvafylltur með gríðar- lega öflug lærahold, kattlágfættur og með góða ull. Eins og fram kemur í grein um afkvæmarann- sóknir skilaði hann kostum sínum mjög vel til afkvæma sinna. Þessi afbragðsgripur rekur ættir til Garps 92-808 í föðurætt og Dropa 91-975 í móðurætt og skipaði með glæsibrag efsta sæti veturgömlu hrútanna í sýslunni. Marga fleiri afbragðshrúta í Út- hlíð má nefna en hér skulu aðeins nefndir Stigi 00-631 og Dreitill 00-633. Stigi er einstaklega þroskamikill með ffábærar útlög- ur og gróinn í holdum og sérstak- ur glæsigripur eins og faðir hans Steindór 98-568 sem athygli vakti fyrir tveimur ámm. Dreitill er samanrekinn holdaköggull undan Læk 97-843. Eins og undanfarin ár var sér- lega öflugur hrútahópur í Borgar- felli. Besti einstaklingurinn þar var metinn Uggi 00-655. Þessi Pottur 00-068 í Fagurhlíð i Landbroti, Vestur-Skaftafellssýslu. | 28 - Freyr 5/2002

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.