Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2002, Blaðsíða 27

Freyr - 01.06.2002, Blaðsíða 27
feðgum, Sævari og Sigbimi í Rauðholti, eru að koma fram æ betur gerðar kindur eftir mjög strangt úrval fyrir hvítu góðullar- fé. Prúður 00-123 (f. Stampur 99- 116) er, sem einstaklingur, gott dæmi um slíkan ávöxt, þar sem saman fer ágæt gerð og afbragðs ull. Túlli 00-164 (f. Sveppur 94- 807) frá Guðna á Lynghóli og Moli 00-013 (f. Moli 93-986) frá Magnúsi Hrólfssyni á Hallbjam- arstöðum í Skriðdal, eru engir ættlerar, jafnvel þótt litið sé til vaxtarlags feðranna og má nefha að í ullargæðum er Túlli greini- lega foðurbetmngur. Af hrútum í fjárræktarfélaginu Asauði í Fáskrúðsfirði er helst að nefna tvo hrúta frá Bimi á Þemu- nesi, þá Bjart 00-033 (f. Eir 96- 840) með sérlega góða mala- og lærabyggingu og Glanna 00-031 (f. Prúður 94-834) með óvenju breitt og þykkt bak. Af sýndum hrútum í Breiðdal skal nefna tvær afbragðskindur frá Rúnari á Asunnarsstöðum, en þær em Stubbur (f. Lækur 97- 843), með einstaka afturbygg- ingu, ekki síst læri, og Sunni (f.f. Moli 93-986, m.f. Kokkur 85-870), sem er afar vel gerður, jafnvaxinn og bollangur, en fætur ekki alveg gallalausir. Þá sýndi Kjartan í Snæhvammi geysi- fallegan kollóttan kaupahrút, Spak, undan Dal 97-838 og á nr. 94-302 frá Gröf í Broddanes- hreppi. Þó má aðeins setja út á fætur hans. A Núpi í Berufirði vom sýndir sex hrútar, sem allir hlutu 1. verðlaun A og eru allir undan sæðingahrútum. Af þeim hafði greinilega vinninginn hrútur und- an Mjaldri 93-985, sem hlaut nafnið Tóti þar á staðnum, ullar- góður, bollangur og ágætlega vaxinn, nema ef vera skyldu framfætur, sem ekki dæmdust al- veg gallalausir. Austur-Skaftafellssýsla Þar í sýslu er sýningarhald með hefðbundnu sniði og sýningar haldar í öllum hinum gömlu sveitum sem mynda sveitafélagið sem nær um sýsluna alla. Samtals vom sýndir 119 hrútar, þar af 116 veturgamlir sem vom mjög föngulegir því að 113 þeirra fengu I. verðlaun. í Lóni bar Kóngur 00-714 á Reyðará mikið af hrútunum. Hrútur þessi er með fallegustu kindum á velli, gífúrlega útlögu- mikill, með góð bakhold, sérlega góða malafyllingu og öflug læra- hold og ullin er mjög góð. Kóng- ur er frá Brekku, sonur Gnýs 99- 555, og ekki spillir að í af- kvæmarannsókn í haust sýndi hann afbragðsgóðar niðurstöður eins og lesa má um í grein um þær. I Nesjum vakti eins og oft áður mesta athygli föngulegur hrúta- hópur í Bjamanesi. Glæsilegustu einstaklingamir þar voru Ljóri 00- 010 og Prins 00-020, sá fyrmefndi sonur Stubbs 95-815 en hinn undan Massa 95-841. Báðir sam- anreknir holdahnausar, Ljóri enn bakþykkri, en Prins ullarbetri. Hrútahópurinn á Mýmnum var eins og svo oft áður stórglæsileg- ur. Þar var sýndur sá hrútur sem dæmdur var bestur í sýslunni, Hjóli 00-148 í Nýpugörðum. Þessi hrútur er feikilega holdþétt- ur, bakhold einhver þau alla mestu sem til þessa hafa sést hjá íslensku fé og einnig em læra- hold frábær. Hjóli er gemlings- lamb og er móðir hans dóttir Mola 93-986 en hann er sonur Kubbs 99-120, sem á síðasta ári sýndi mjög glæsta útkomu i af- kvæmarannsókn. Hjóli hlaut þann heiðurssess að vera dæmdur besti veturgamli hrúturinn í sýslunni haustið 2001 og hlaut því Elvar í Nýpugörðum hinn glæsilega far- andbikar Búnaðarsambandsins til varðveislu næsta árið. Snær 00- 146 í Nýpugörðum er einnig mikil glæsikind, mjög jafnvaxinn og vel gerður með frábæra hold- fyllingu, en þessi hrútur er sonur Massa 95-841. 1 Suðursveit vom nokkrir feiki- lega góðir hrútar sýndir. Eldur 00-420 og Galdur 00-419 eru hvor öðmm meira metfé. Eldur er fádæma vænn og vel þroskaður með feikilega þykkan bakvöðva og góð lærahold. Eldur, sem er undan Massa 95-841, var í öðm sæti hrúta í sýslunni. Galdur er einnig mjög þroskamikill, jafn- vaxinn, útlögugóður með feiki- lega góð lærahold. Galdur skip- aði þriðja sæti hrútanna í sýsl- unni en hann er undan Geisla 96- 255 Garpssyni. Kópur 00-412 á Smyrlabjörgum er mikil glæsi- kind, ákaflega bollangur en jafn- vaxinn og mjög vöðvaður. Að vanda var mikill hrútakost- ur sýndur í Öræfúm. Þar stigaðist hæst Stúfur 00-375 á Litla-Hofi. Þessi hrútur er fremur smávaxinn en fádæma þéttholda og vel gerð- ur. Stúfur er undan Læk 97-843 en móðurfaðir Galsi 93-963. Undanfarin ár hefúr verið mikill hrútakostur ár eftir ár á sýningum í Öræfúm. Hins vegar hafa Ör- æfíngar tæplega verið nægjanlega iðnir við að vinna markvisst úr þessum mikla efniviði á skipu- legan hátt þar sem þeir hafa t.d. ekki verið eins virkir í skipuleg- um afkvæmarannsóknum á hrút- unum og ástæða væri til. Freyr 5/2002 - 27 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.