Freyr - 01.06.2002, Blaðsíða 29
Svanur 00-410, Þykkvabæ IIII Landbroti.
hrútur er samanrekinn, frábær-
lega vöðvaður með sérlega öflug
lærahold og mjög lágfættur. Uggi
skipaði 3. sæti hrúta í sýslunni en
hann er sonur Læks 97-843 en
móðurfaðir hans er Bútur 93-982.
Annar Lækssonur ákaflega at-
hyglisverður, er Ylur 00-654 sem
er enn lágfættari og samanrekinn,
en ekki með alveg jafnoki Ugga
með lærahold. Ylur sýndi fá-
dæma góðar niðurstöður í af-
kvæmarannsókn í haust eins og
fram kemur í grein um þær á öðr-
um stað í blaðinu. Angi 00-658
var í 8. sæti hrúta í sýslunni,
vænn, bollangur, holdþéttur með
feikilega öflug lærahold, en hann
er sonur Bjálfa 95-802. Af koll-
ótm hrútunum bar Karri 00-661
af sem einstaklingur, ákaflega
jafhvaxinn og glæsilegur sonur
Eirs 96-840.
í Snæbýli I bar af Prúður 00-
642, vænn lágfættur, bollangur,
þéttvaxinn hrútur með feikilega
mikil lærahold. Prúður var í 7.
sæti hrúta í sýslunni en hann er
einn af þessum tjölmörgu kosta-
miklu sonum Læks 97-843 sem
fram komu á Suðurlandi haustið
2001. Þama voru margir fleiri
mjög góðir einstaklingar og má
nefna Þin 00-644, Sóma 00-647,
Hyl 00-648, sem öllum er sam-
merkt að vera kattlágfættir,
holdakögglar og ákaflega ræktar-
legir. Tveir þeir síðastöldu eru
fengnir frá Borgarfelli og vom að
skila feikilega öflugum lömbum
eins og fram kemur í umfjöllun
um afkvæmarannsóknir.
Víðir 00-666 í Hemm er vænn,
föngulegur og holþéttur hrútur
með alþykkastan bakvöðva
veturgömlu hrútanna á Suðurlandi
haustið 2001 og var hann í 6. sæti
í sýslunni en hann er sonur Massa
95-841. Þar á bæ vom margir fleiri
glæsihrútar og má nefna Streng
00-677 undan Læk 97-843 og
Boða 00-668 ffá Borgarfelli sem
er einstakur vöðvahnykill.
í Álftaveri bar af hrútum Skolli
á Heijólfsstöðum I sem er
þroskamikil glæsikind undan
Læk 97-843 og þessi hrútur hefur
ákaflega öflug lærahold. Hann
var í 9. sæti hrútanna í sýslunni.
Bolli á sama bæ er einnig glæsi-
kind, bollangur, vænn og hold-
þéttur eins og margir synir Bjálfa
95-802.
Hrútar í Mýrdalnum stóðu eins
Hæringur 00-222, Giljum i Mýrdal.
Freyr 5/2002 - 29 |