Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2002, Blaðsíða 66

Freyr - 01.06.2002, Blaðsíða 66
víddarinnar og fituþykktar á síðu hins vegar. Eins og mörgum er kunnugt hafa vel vaxin, vöðva- mikil og fítulítil foll, einkum undan hrútum af Strammaættinni, verið felld í núverandi mati úr efri gæðaflokkum vaxtarlags- matsins (E og U) og er viðkvæðið jafnan að frambyggingunni sé ábótavant. Þessi galli, eins og talað er um, er í rauninni enginn galli og stafar eingöngu af því að þessi föll hafa til muna þynnri fitu á síðu og í framparti og fylla því ekki eins upp í hvilftina aftan við bógana með fituþykktinni, en hafa þó vel lagaðan og hlutfalla- góðan ffampart. I staðinn eru þau felld í mati, en fituhlunkunum hampað í verðmeiri flokka á kost- nað kjötgæðanna og jafhvel kyn- bótanna í landinu. Því vaknar sú spuming hvort ekki sé rétt að endurskoða matið á þessum hluta skrokksins, þar sem hann er verð- minni en hryggur og læri. Þegar meta skal hvort hér sé um miklar eða litlar erfðafram- farir að ræða er nokkuð erfitt um vik, þar sem ekkert slíkt mat, á sambærilegum eiginleikum, er til á íslensku fé. Erlendis, einkum í Skotlandi og Nýja-Sjálandi, hafa verið gerðar sérstakar úrvalstil- raunir, oftast innan fjárkynja, sem ýmist lúta að því að velja gegn fitusöfnun og á sama tíma með vöðvavexti og lífþunga, en í öðr- um bæði gegn og með fitusöfnun eða eingöngu gegn fitusöfnun, ýmist háð eða óháð þunga. Úr- valið byggir á ómmælingum á fituþykkt yfir bakvöðvanum og á þykkt bakvöðvans á 3. spjald- hryggjarlið og eru eiginleikamir oftast sameinaðir í eina kynbóta- einkunn (index) sem valið er eft- ir, þar sem hver eiginleiki hefur sérstakt hagfræðilegt vægi með jákvæðum eða neikvæðum for- merkjum eftir því sem við á. Sér- stakur hópur, þar sem ekkert úr- val fer fram, er hafður sem við- mið (control) og erfðaframfarir miðaðar við hann. Flestar þessar tilraunir hafa farið fram eftir 1980, þegar kröfur um magrara kjöt fara að gerast háværari, og eftir að ómsjáin kemur til sög- unnar sem tiltölulega ömggt hjálpartæki við mælingar á fitu- og vöðvaþykkt á lifandi fé. Eins og gefur að skilja em niðurstöður úr þessum tilraunum engan veg- inn samanburðarhæfar við þær sem hér birtast, en engu að síður skal hér drepið á fáeinar. I úrvalstilraun við Skosku Landbúnaðarháskólana 1985-94 á Suffolk fé, þar sem valið var gegn fituþykkt en með vöðva- þykkt og lífþunga að jöíhum aldri (150 daga) eftir kynbóta- einkunn með vægi +3 fýrir bak- vöðvaþykkt og -1 fyrir fituþykkt á hvert kg lífþunga í stöðluðu umhverfi, reyndust erfðaframfar- imar á 9. ári (1994), miðað við 4. tafla, Kynbótamat yfirburðahrúta í kjötgæðum. Hrútur Kynbótamat Faðir Kynbótamat Móðir Nafn Nr J AxB Fall Nafn Nr J AxB Fall Nr J Hörvi’’ 92-972 142 135 107 Krappur 87-885 126 120 84 5456 125 Sörvi 92-972 136 124 97 Krappur 87-885 126 120 84 5456 125 Snorri 91-969 122 128 84 Galsi 88-929 111 127 84 5075 118 Krappur 87-885 126 120 84 Strammi 83-833 119 191 82 4337 110 Sónn” 95-842 113 132 93 Snorri 91-969 122 128 84 5968 109 Kúnni" 94-008 124 120 94 Kyllir 93-991 126 115 93 5894 108 Greppur 95-019 122 121 90 Sörvi 92-972 136 124 97 5983 87 Kyllir 93-991 126 115 93 Gosi 91-945 112 125 97 5723 117 Strammi'1 83-833 119 121 82 Ingvar 82-477 111 105 89 3904 105 Húni 95-016 120 119 85 Snorri 91-969 122 128 84 5529 116 Galsi” 88-929 111 127 84 Krappur 87-885 126 120 84 4891 98 Mölur'1 95-812 115 122 117 Svaði 94-998 115 107 114 5776 104 Gosi” 91-945 112 125 97 Galsi 88-929 111 127 84 4647 107 Fóli" 88-911 113 120 93 Drísill 87-891 106 118 88 4612 116 Húnn” 92-809 116 116 104 Galsi 88-929 111 127 84 4879 102 Bári 95-022 119 112 112 Bútur 93-982 106 109 110 5988 129 Hlói 92-975 113 116 96 Galsi 88-929 111 127 84 5179 108 Stubbur1’ 85-869 114 114 111 Draugsi 84-826 98 116 97 4337 110 Hlööur 95-013 118 110 106 Svaði 94-998 115 107 114 6029 110 Bjálfi1' 95-802 111 114 101 Bútur 93-982 106 109 110 6003 125 Gaukur 91-970 112 113 84 Galsi 88-929 111 127 84 5179 108 Gassi 88-908 113 110 94 Krappur 87-885 126 120 84 4927 98 Bolur 93-987 110 111 102 Deli 90-848 122 109 118 5420 99 1) Hrútar seldir sæðingastöðvunum. | 66 - Freyr 5/2002 viðmiðunarhópinn á sama ári, 4,88 kg í lífþunga, -1,1 mm í fituþykkt og + 2,8 mm í vöðva- þykkt. Árlegar erfðaframfarir, reiknaðar sem aðhvarf kynbóta- einkunnar á ár, reyndist 0,586 kg í lífþunga, 0,301 mm í vöðva- þykkt og -0,09mm í fituþykkt. Þetta samsvarar því að árlega aukning í heildarvöðva skrokks- ins hefur numið um +233 g og heildarfitan um +93 g (G. Simm o.fl. 2002, persónulegar upplýs- inga). í níu ára úrvalstilraun á Dorset Down fé í Nýja-Sjálandi á sömu þáttum og áþekka kynbótaeink- unn reyndust erfðaffamfarimar nema +11% í lífþunga, +7% í fallþunga, -15% í heildar-fitu og +4% í heildar-vöðva skrokksins (Young o.fl. 1999). I annarri úrvalstilraun frá Nýja- Sjálandi frá 1981-1992 (C.A. Morris o.fl. 1997) með Coop- worth fé, þar sem eingöngu var ^Vnbótamat AxB Fall Móðurfaðir Nafn Nr 121 116 Drjóli 88-912 121 116 Drjóli 88-912 113 90 Strammi 83-833 102 99 Stúfur 81-456 120 97 Gosi 91-945 109 94 Stefi 91-968 98 97 Snorri 91-969 100 94 Kúfur 87-888 109 98 Kraftur 77-381 110 86 Kropp. 87-887 111 91 Svartur 85-841 114 124 Deli 90-944 112 108 Kirtill 83-816 103 113 Persi 83-809 96 72 Þristur 83-836 120 97 Sörvi 92-972 94 94 Bogi 86-879 102 99 Stúfur 81-456 108 100 Iði 97-976 124 101 Hörvi 97-972 94 94 Bogi 86-879 100 102 Oddi 85-847 —~105 92 Galsi 88-929 valið fyrir fituþykkt á baki í tvær áttir, þ.e. bæði með og á móti, reyndust erfðaframfarir, við jafn- an lífþunga, i þeim hópi sem valið var fyrir minni fituþykkt -1,03 mm og hjá þeim sem valið var fyrir aukinni fituþykkt +2,50 mm, miðað við meðaltal viðmið- unarflokksins tvö síðustu ár til- raunarinnar. Jafnframt var rann- sakað hvaða áhrif úrvalið hefði á ýmsa aðra eiginleika fjárins yfir þessi 11 ár. Sú rannsókn leiddi í ljós að úrval, hvort sem valið var fyrir minni eða meiri fitu, hafði óvemleg áhrif á þykkt bakvöðv- ans, hins vegar minnkaði síðu- fitan (mæld með ómsjá á 12. rifi, sambærilegt við síðufitu mælda á fallinu) allvemlega, eða um 1,18 mm, þegar valið var gegn bakfit- unni, enda sterk erfðafylgni milli fitumálanna (sjá 5. töflu). Úrvalið hafði ennfremur áhrif á þunga ánna, mældan á ýmsum tímum, allt frá fæðingarþunga til þunga við u.þ.b. 2 ára aldurs og vom áhrifin öll á sama veg, þannig að við úrval fyrir meiri fitu urðu æmar léttari, en þyngri við úrval gegn fim. Enda þótt hér séu um ólíkar úr- valsaðferðir að ræða virðast ár- legar erfðaframfarir í minni fitu- söfnun á Hesti ekki vera svo ýkja fjarri þessum niðurstöðum, hins vegar em framfarimar í vöðva- vexti a.m.k töluvert meiri í skosku tilraununum. Kynbótaeinkunn EINSTAKRA HRÚTA I 4. töflu er sýnt kynbótamat þeirra hrúta sem mesta yfirburði sýna í lítilli fimsöfiiun og mikl- um vöðvavexti, þannig valdir að þeir hafa kynbótamat yfir 110 í báðum eiginleikum. Nokkrir þekktir hrútar em rétt undir þessum mörkum og má af sæðingarstöðvahrútum nefna Dela 90-944, Svaða 94-993, Kela 89-955, sem allir fá vel yfir 110 fyrir fituna en em nokkuð undir því marki í vöðvanum. Búmr 93- 982 og Krákur 87-920 em rétt undir mörkunum í báðum eigin- leikunum. Allir nema Krákur em með kynbótamat vel yfir meðal- lag (100) í fallþunga og má nefna að Deli trónir á toppi Stramma- ættarinnar með 118 fyrir þennan eiginleika. Aðeins tveir hrútar af þessum 24 topphrútum eru ekki komnir út af Stramma, en það em þeir Smbbur 85-869 og Fóli 88-911. Báðir em þeir af sk. Draugsætt, sem virðist búa yfir sömu eða svipuðum eiginleikum og Strammaættin. Það sem styður þessa tilgám enn frekar er að móðir Hörva er undan Drísli, föður Fóla. Jafhffamt er það álit höfundar að þessi arfgerð sé ekki eingöngu bundin við Hest- féð, en hafi fyrst komið þar fram vegna rannsókna á fitu- og vefja- þroska í hinum nákvæmu af- kvæmarannsóknum, heldur leyn- ist hún viða í íslenska fjárstofnin- um (og öðmm fjárkynjum ef því er að skifta), eins og ffarn hefur komið eftir að kynbótamat á gæðamati var tekið upp. Nokkuð áberandi er að margir af þessum yfirburðarhrúmm em undir meðallagi í kynbótamati fyrir fallþungann, einkum af eldri árgöngunum, og má rekja það til þess að úrvalið fyrir minni fitu og meiri vöðva var mikið strangara en fyrir fallþunganum, einkum í byijun, en auk þess er feitara fé yfirleitt þyngra en það magrara, þó það sé ekki algild regla. Eins og fram kemur í töflunni þá hefur talsverð skyldleikarækt verið notuð innan Strammaættarinnar og er hugsanlegt að hún hafi í einhverjum tilfellum haff einhver áhrif á fallþungann, en um það verður ekkert fullyrt hér, þar sem til þess þarf sérstaka rannsókn. Freyr 5/2002 - 67 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.