Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2002, Blaðsíða 14

Freyr - 01.06.2002, Blaðsíða 14
Hrútasýnlngar haustlð 2001 Skipulag sýninga á fullorðn- um hrútum hefur nú í nokkur ár verið á þann veg að boðið er upp á sýningar á vet- urgömlum hrútum um allt land á hverju ári. Með auknum um- svifum hjá búnaðarsambönd- unum í sambandi við afkvæma- rannsóknir og almenna lamba- skoðun, sem fjallað er nánar um í öðrum greinum hér í blað- inu, hafa sýningar fullorðnu hrútanna á einstaka stöðum vikið. Það er eðlileg forgangs- röðun verkefna vegna þess að slíkar sýningar hafa vafalítið miklu minna gildi fyrir rækt- unarstarfið en líflambavalið og afkvæmarannsóknir. Víða hafa slíkar sýningar hins vegar tví- mælalaust haft talsvert félags- legt gildi. Ymis rök hníga að því að sýningarhaldi með þessu sniði verði ekki fram haldið á komandi árum. Þrátt fyrir að þessar breytingar hafí átt sér stað þá var þátttaka í sýningarhaldi síst minni en áður haustið 2001. Samtals voru 2840 hrútar á slíkum sýningum haustið 2001 og er það 90 gripum fleira en árið áður. Örlítið er enn um að eldri hrútar, sem af einhveijum ástæðum hafa ekki áður komið til dóms, séu sýndir og voru þeir 141 haustið 2001 og vógu 93,0 kg að meðaltali. Veturgömlu hrútamir vom 2658 að tölu og var meðalþungi þeirra á fæti 81,6 kg, sem er mikið þó að hann sé hálfú kg lægri en árið áður þegar hann sló öll fyrri met. Vænstir í ein- stökum sýslum vom þeir fáu vet- urgömlu hrútar, sem sýndir voru í Vestur-Húnavatnssýslu, en þeir vom 86,1 kg að meðaltali, en í Eyjafirði var meðalþungi hrútanna 85,8 kg. Af þessum veturgömlu hrútum vom 2455 sem fengu I. verðlaun eða 91,0% hrútanna, sem er hærra hlutfall en áður, 226 eða 8,4% þeirra fengu II. verðlaun og aðeins 18 eða 0,6% þeirra vom taldir með öllu óeigandi og fengu III. verðlaun. Þessar flokku- nartölur sýna það að hrútaval er orðið það vel unnið hjá meginþor- ra bænda að takmarkaðar frekari upplýsingar er að fá með dómum á hrútunum veturgömlum. I þeim texta, sem fylgir hér á eftir, er fjallað í stuttu máli um sýningarhaldið á einstökum svæðum og getið nokkurra af- bragseinstaklinga sem fram komu á sýningunum haustið 2001. Vesturland og Vestfirðlr Gullbringu- og Kjósarsýsla Fjárbúskapur á þessu svæði er um flest ólíkur öðmm stöðum á landinu. Lítið er um fjárbú þar sem dilkakjötsframleiðsla er at- vinnustarfsemi, en hins vegar er víða umhverfis þéttbýli fjáreign sem stunduð er sem tómstunda- starf. Slíkri Qáreign fylgir hins vegar oft talsverður ræktunar- áhugi. Á svæðinu var sýndur 51 hrútur, en þar var hlutfallslega meira um að dregnir væm fram á sjónarsviðið eldri hrútar en á öðr- um stöðum því að 14 úr þessum hópi fylltu þann flokk. Sameiginleg sýning var haldin á Kiðafelli fyrir Kjós og Mos- fellssveit. Þrír hrútar vom efstir og jafhir að stigum en var raðað þannig að á toppnum stóð Toppur 00-001 frá Kiðafelli undan Mjaldri 93-985. Þessi hrútur er ákaflega jafnvaxinn, harðholda og prúður á velli. Næstir í röð völdust hrútur nr. 59 frá Þorláks- stöðum og Ósi 00-002 frá Kiða- felli, báðir útlögumiklir og með góðan afturpart. Ósi er einnig undan Mjaldri 93-985. Borgarfjarðarsýsla Samtals vom sýndir í sýslunni 100 hrútar og vom allir nema tveir veturgamlir og af þessum veturgömlu hrútum fengu allir nema fimm I. verðlaun. Vetur- gömlu hrútamir í sýslunni voru 77,8 kg að meðaltali. Líklega hafa veturgamlir hrútar á Hestbúinu aldrei verið í heild jafnglæsilegir og haustið 2001. Þetta vom vemlega vel þroskaðir hrútar sem sýndu vel aðalsmerki ræktunarinnar þar. Tveir þeirra bára samt af sem einstaklingar, en það vom þeir hrútar sem flutt- ir vom á sæðingastöð, að fengn- um niðurstöðum úr afkvæma- rannsókn á þeim. Áll 00-868 er ákaflega fríð og fönguleg kind, J 14-Freyr 5/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.