Freyr - 01.06.2002, Page 51
ka, voru sum full háfætt, en vöð-
vaþykkt allgóð. Héli 93-805 og
Búri 94-806 voru báðir með lam-
bahópa sem lágu umtalsvert undir
meðaltali. Klængur 97-839 átti líkt
og árið áður góðan lambahóp.
Þama vom þrír nýliðar meðal
kollóttu hrútanna. Stúfur 97-854
notaðist því miður sáralítið en
niðurstöður fyrir þennan litla hóp
lamba undan honum, sem í skoð-
un komu, vom með ólikindum og
um þykkt bakvöðva sló hann alla
aðra hrúta út og var að sýna þær
glæstustu niðurstöður sem sést
hafa hjá stöðvarhrútum. Hnokki
97-855 átti allstóran hóp sem
kom ffemur vel út úr ómsjármæl-
ingum, en meðfæddir gallar vom
það áberandi meðal afkvæma
hans að ákveðið var að hann yrði
tekinn úr notkun. Hörvi 99-856
átti langstærstan hóp lamba í
skoðun af öllum kollóttum stöðv-
arhrútum haustið 2001. Þetta
vom prýðilega jafnvaxin lömb
með mikla og vel hvita ull en í
heildina hefði verið æskilegt að
sjá hjá mörgum þessum lömbum
þykkari bakvöðva en þar var al-
mennt mældur.
Moli
Fjölgun landa í ESB
FYRST ÁRIÐ 2004
Fram að þessu hafa ráðamenn
innan ESB fullyrt að löndum
sambandsins verði fjölgað frá og
með 1. janúar 2004. Þýska tima-
ritið Focus, sem vitnar í trausta
heimildarmenn í höfuðstöðvum
ESB í Brussel, fullyrðir hins veg-
ar að ný lönd verði ekki tekin inn
í sambandið fyrr en árið 2005.
Ástæðan er hinir miklu styrkir
ESB til landbúnaöarins. Löndin,
sem greiða meira til þessa mála-
flokks en þau fá, stíga á brems-
urnar. Landbúnaðarstefna sam-
Afkvæmarannsóknir
á hrútum...
Frh. af bls. 46
holti, sem stóð efstur veturgam-
alla hrúta í sýslunni árið áður sem
einstaklingur, var að skila vænum
og öflugum lömbum með góða
gerð en sum of háfætt og vantaði
því aðeins á lærahold. Gimli 99-
676 á Osabakka var eins og árið
áður, á heimavelli þá, að gefa
mjög góða gerð hjá lömbum en
lömb undan honum þóttu fúll feit
til þess að þar færi hrútur sem
ætti erindi á sæðingarstöð.
A Brúnastöðum var athyglis-
verð rannsókn þar sem fram kom
mikill munur á hópum. Toppurinn
var Fursti 00-083 með 137 í heil-
dareinkunn með sérlegan styrk úr
kjötmati. Fursti er undan Læk 97-
843 en móðurfaðir Glitnir 88-
953. Roði 00-084 var með 124 i
heildareinkunn en styrkur lamba
undan honum lá meira í nið-
urstöðum úr ómsjármælingum.
Þessi hrútur er einnig sonur Læks
97-843 en móðurfaðir Bútur 93-
982. Þá var Magni 00-071 með
123 í heildareinkunn, með sterkt
kjötmat. Magni er sonur Sóns 95-
842 og móðurfaðir Bútur 93-982.
A Grafarbakka stóð efstur Búi
98-116 frá Efri-Gegnishólum
með 123 í heildareinkunn þar
sem yfírburðir voru mikið sóttir í
mælingar á lifandi lömbum.
I Amarholti voru yfirburðir hjá
Skarpi 98-509 enn skýrari en árið
áður og áþekkir og haustið 1999,
en nú fékk hann 134 í heildar-
einkunn og þar af 152 í kjötmats-
hluta. Hrútur þessi er sonur Garps
92-808.
I rannsókn á Bíldsfelli voru yf-
irburðir hjá hrút 99-662 afgerandi
með 154 í heildareinkunn með
mjög jafna rannsókn fyrir báða
þætti. Þessi hrútur er sonur Pela
94-810.
Á Stóra-Hálsi var Guðni 99-
590 langefstur hrútanna með 125
í heildareinkunn.
1 Vögsósum II bar af Prúður
00-705 með 139 í heildareinkunn
en lömb undan honum sýndu frá-
bæra niðurstöðu úr kjötmati, en
voru ívíð léttari en undan öðrum
hrútum í rannsókninni. Prúður er
sonur Læks 97-843.
bandsins, skammstöfuð CAP,
stenst ekki eftir að tíu ný lönd
bætast í raðir ESB.
Annað vandamál er einnig það
að nýju löndin hafa ekki staðið
sig í því að uppfylla staðla ESB
um eftirlit með framleiðslu mat-
væla. Þar má nefna Pólland,
sem á hinn bóginn gefur ekkert
eftir í kröfum um styrki frá ESB.
Af ófullnægjandi eftirliti í Pól-
landi má nefna upplýsingar um
úrbreiðslu kúariðu í landinu.
Nú þegar á Pólland rétt á 171
milljón evra í styrki frá ESB til að
aðlaga landbúnað og dreifbýli í
Póllandi að innri markaði og land-
búnaðarstefnu sambandsins, en í
Póllandi eru um 2 milljónir bújarða.
Skilyrði fyrir þessum styrki er
að viðkomandi land byggi upp
kerfi sem geti annast þessar
greiðslur til viðtakenda, þ.e.
bændanna. Það hefur Pólverjum
hins vegar ekki tekist fram að
þessu, þannig að styrkurinn hef-
ur ekki verið greiddur út.
Lítil umræða fer fram hér á landi
um það mikla starf sem er fram-
undan varðandi stækkun ESB.
(Unnið upp úr Landsbygdens Folk
nr. 20/2002).
Freyr 5/2002 - 51 |