Freyr - 01.06.2002, Page 38
lamba undan Prúði 00-686 var
samt jafnvel enn glæsilegra en
hann var aðeins um meðallag úr
ómsjárhluta rannsóknar þannig að
í heildareinkunn fékk hann 128.
Þessi hrútur er sonur Prúðs 94-
834 en móðurfaðir hans er Fóstri
90-943. Þá var einnig mjög góð
útkoma hjá Gassa 99-668 með
mjög jafna rannsókn fyrir báða
þætti þar sem hann fékk 118 í
heildareinkunn en þessi hrútur er
sérlega athyglisverður vegna þess
að undan honum kemur mikið af
alhvítum lömbum. Gassi er sonur
Mola 93-986 en móðurfaðir hans
er Bryti 93-573. Ástæða væri að
geta fleiri athyglisverðra hrúta úr
þessari rannsókn þó að hér skuli
staðar numið.
1 Hrísdal voru allir yfirburðir
hjá Gretti 99-697 sem fékk 139 í
heildareinkunn með jafna yfir-
burði á báðum þáttum rannsókn-
ar, en lömb undan honum voru
að vísu ívið léttari en undan öðr-
um hrútum í rannsókn. Þessi
hrútur er undan Bakkusi 96-648
sem haustin 1999 og 2000 var
með mikla yflrburði í sams konar
rannsókn.
í stórri rannsókn á Hofsstöðum
stóð efstur Hjarri 00-696 frá
Hjarðarfelli með 118 í heildar-
einkunn en þessi hrútur er sonur
Prúðs 94-834 og dóttursonur
Bjarts 93-800.
Á Háfelli voru feikilega miklir
yfírburðir hjá hrút 00-325 sem
var með 140 í heildareinkunn í
rannsókn þar sem niðurstöður
voru jafnar fyrir báða þætti. Þessi
öndvegisgripur er sonur Mola 93-
986, en móðurfaðir hans er Bjart-
ur 93-800.
Á Gillastöðum stóð efstur Litli-
Moli 00-196 með 127 í heildar-
einkunn en hann er fenginn frá
Geirmundarstöðum, sonur Mola
93-986.
Á Svarflióli voru 15 hrútar í
rannsókn, þar sem efstur stóð
Korgur 00-501 með 135 í heild-
areinkunn en hann er sonur Mola
93-986. Falur 00-502, sem er
sonur Dals 97-838 var með 121 í
heildareinkunn.
í rannsókninni í Sólheimum
báru tveir hrútar af. Gosi 98-474
fékk 127 í heildareinkunn og var
með afbragðsgott kjötmat dilka.
Gosi er sonur kraftaverkahrútsins
Áss 95-482 sem sýnt hafði ein-
stæðar niðurstöður í rannsóknum
áður. Dropi 00-476 var með 126 í
heildareinkunn en þar var einnig
afburðagott kjötmat dilka. Dropi
er sonur Dals 97-838.
I Ásgarði stóð efstur Snær 00-
432 með 123 í heildareinkunn,
þar sem einkum kjötmatið var
feikilega gott. Þessi hrútur er
sonur Dals 97-838, og móður-
faðir hans Valur 90-934, þannig
að í æðum hans rennur mikið
Heydalsárblóð.
Á Breiðabólsstað var á toppn-
um Snær 98-710 með 134 í
heildareinkunn, en þessi hrútur
fékk einnig árið áður mjög góðar
niðurstöður í rannsókn en þá,
eins og nú, voru lömb undan
honum heldur léttari en undan
öðrum hrútum. Þessi hrútur er
sonur Bjarts 93-800.
I Rauðbarðaholti stóð efstur
Moli 00-506 með 122 í heildar-
einkunn en hann er sonur sam-
nefnds stöðvarhrúts og afkom-
andi Gosa 91-945 í móðurættina.
Yfirburðir hjá afkvæmahóps hans
voru mikið sóttar í góðar ómsjár-
mælingar.
í Lyngbrekku var Moli 00-020
með 121 í heildareinkunn. Þessi
hrútur, sem er sonur Mola 93-986,
sýndi mesta yfirburði í kjötmati
hjá afkvæmum þar sem einkum
fitumat var mjög hagstætt.
Á Geirmundarstöðum fór fram
rannsókn sem flokkaði hrútahóp-
inn mjög skýrt í tvo flokka. Þrír
Prúðssynir 94-834 sýndu þama
afbragðsniðurstöður og settu alla
gömlu hrútana, sem áður höfðu
staðið sig vel, á varamannabekk.
Snúður 00-562 og Dreki 00-563
vom með 125 í heildareinkunn
og Breki 00-566 með 124. Lömb-
in undan Dreka vom með hag-
stæðasta kjötmatið en allir hrút-
amir sýndu skýra yfirburði á báð-
um þáttum rannsóknar hjá af-
kvæmum sínum.
| 38 - Freyr 5/2002