Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2002, Page 26

Freyr - 01.06.2002, Page 26
Stefáni og Huldu á Leifsstöðum í Öxarfirði, en hann er undan Mjaldurssyni þar, gríðarlega vænn og vel gerður hrútur með hreinhvíta og mikla ull. I Kelduhverfi stóð efstur Gald- ur 00-501 með 84 stig, hjá Kristni Rúnari Tryggvasyni á Hóli, en hann er undan Sekk 97-836. Þroskamikill og langur hrútur, þéttvaxinn og með ágætlega fyllt læri, ullin þó dálítið gulkuskotin. Á sýningunni í Klifshaga í Öxarfirði, sem var hin glæsilegas- ta, var efstur í röðun Prúður 00- 155 Halldórs Olgeirssonar á Bjamastöðum en hann er undan Prúð 94-834 og dóttursonur Svaða 94-998 eins og ótrúlega margir úrvalssynir Prúðs. Prúður fékk 83 stig. Hann er sérlega fit- ulítill og vel þéttvaxinn, sérstakle- ga á baki, mölum og læmm, en ullin ekki gallalaus. Hæst stigaðu hrútamir á þeirri sýning í heil- darstigum, með 84,5 stig, vom hins vegar Prestur 00-108, Karls Sigurðar Bjömssonar í Hafra- fellstungu, og Deli 00-169, Fé- lagsbúsins í Sandfellshaga. Prest- ur er frá Presthólum, undan Búra 98-204, og Deli undan Jóa 99- 163. Báðir þessir hrútar vom sér- lega þroskamiklir, Deli þó sýnu þyngri, lengri og sterkari á fram- part en Prestur með mun betur gerð læri. Báðir em þeir með ágæta ull. Subert á Daðastöðum er feikilega athyglisverður ein- staklingur. Þessi hrútur er smár, 76 kg að þyngd, kattlágfættur, en samanrekinn holdahnykill. Þessi hrútur er frá Snartarstöðum. Á sýningunni í Leirhöfn voru hrútar mjög jafnir, þar stóð efstur í röðun Ostur 00-360, Jóns og Hildar í Leirhöfn, með 82,5 stig, en hann er undan Búra 98-204, jafnvaxinn hrútur í alla staði og með góða ull. Næstur honum, jafn að stigum, var Dóri 00-358, einnig í Leirhöfn, undan Bæti 98- 554 frá Bjamastöðum, heldur léttari en Ostur, en kattlágfættur og þéttvaxinn. Þriðji þar var Drangi 00-407, Sigurðar og Öldu í Presthólum, en hann er undan Klett 98-344 frá Leirhöfn. Efstu hrúta í Þistilfírði hefúr þegar verið getið, má þar bæta við Eir 00-019, Gunnars Þór- oddssonar í Holti, sem hlaut 84 stig en hann er undan Túla 98- 858. Eir þessi var tæp 70 kg þegar hann kom til dóms, en með feikna þykkan bakvöðva og sér- lega holdgróinn, ekki síst á möl- um og læmm. Einnig ber að geta tveggja sona Prúðs 94-834, Abels 00-022, Stefáns og Hólmffíðar í Laxárdal, og Dóna 00-201,. Gunnars og Kristínar í Svein- ungsvík, sem báðir hlutu 84 stig í dómi og eins og kunnugt er fór Dóni á Sæðingarstöðina í Borgar- nesi. Báðir þessir hrútar vom gríðar þroskamiklir, vel gerðir og með gallalausa ull. Á Langanesi átti Gunnlaugur á Hallgilsstöðum tvo hæst dæmdu hrútana, auk Ljúfs var hann með Hnokka, sem er undan Prúð 94- 834, keyptur ffá Presthólum, en sá fékk 84,5 stig. Hnokki er kattlág- fættur og mjög holdgróinn en ull- in dálítið gölluð. Þriðji efsti hrút- ur á Langanesi var Hjörtur 00-006 á Ytra-Lóni með 84 stig, en hann er undan Stubb 95-815 og keyptur frá Snartarstöðum. Hjörtur er jafnvaxinn hrútur, útlögumikill og holdgróinn á mölum og læmm, en ekki gallalaus á ull. Austurland Múlasýslur Verulega færri hrútar komu í dóm en haustið áður eða samtals 191 hrútur. Af 184 veturgömlum hrútum fengu 162 I. verðlaun. Á hrútasýningu sem haldin var á Ytra-Nýpi fyrir Vopnafjörð og Bakkafjörð stóðu hæstir þrír hrút- ar, sem allir voru keyptir frá Ytri- Hlíð lömbin og bám allir nafnið Hlíðar. Efstur meðal þessara jafn- ingja kom Hlíðar 00-217 (f. Vodki 94-055, m. 94-611) frá Braga á Bustarfelli og síðan sam- nefndir hrútar Karls og Sigmund- ar á Hróaldsstöðum og í þeirri röð. Einkennandi fyrir þessa hrúta er sterk malabygging og góð læri. Óhætt er að segja að erfitt var að gera upp á milli topphrúta á þessari sýningu. I því sambandi er t.d. óhætt að nefna hrút eins og Hnött frá Ásbrands- stöðum (f.f Ljóri 95-828). Af hrútum á Norður-Héraði má segja að þeir Sveppur 00-238 (f. Sveppur 94-807) og Moli 22-237 (f. Moli 93-986) frá Aðalsteini í Klausturseli hafi borið af. Hinn fyrmefndi er nokkuð háfættur en langur, þungur, ullargóður og óvenju þroskamikill. Báðir em þeir samanreknar holdakindur. Hjá Gylfa á Hofi í Fellum er óhætt að staldra vel við Eir 00- 115 (f. Eir 96-840) sakir þess hve jafnþéttvaxinn, myndarlegur og þroskamikill hann er án þess að vera á nokkum hátt grófvaxinn og með mikla og góða ull að auki. Af hrútum í Borgarfirði og á Austur-Héraði sköruðu eftirtaldir helst fram úr: Nói 00-261 (f. Eir 96-840), frá Þorsteini á Jökulsá, sem er með alþyngstu (113 kg) og þroskamestu veturgömlum hrútum en samanrekinn, þótt langur sé og fætur í hærra lagi. Ullin er mikil og góð. Hjá þeim | 26 - Freyr 5/2002

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.