Freyr - 01.06.2002, Qupperneq 21
verða úr ræktun í miðhólfmu á
Ströndum.
I Kaldrananeshreppi voru að-
eins sýndir 11 hrútar og voru 9
þeirra frá Bassastöðum, allir
fengu 1. verðlaun A, en þaðan
kemur að venju mjög ræktarlegur
hópur. Stúfur 97-854 átti þar eftir
heima fjóra efnilega syni. Öflu-
gasti Bassastaðahrúturinn að
þessu sinni var þó Blævur 00-283
frá Hafnardal, sonur Dals 97-838.
Blævur er ffamúrskarandi holda-
kind með feikilega holdfyllingu á
mölum og í lærum.
í Hólmavíkurhreppi sunnan
vamarlínu voru Ytra-Ós hrútam-
ir, Hnoðri 00-471 frá Bassastöð-
um og Hnykill 00-472 frá Hafn-
ardal, athyglisverðastir. Þeir em
báðir framúrskarandi fínbyggðar
holdakindur með afbragðs læra-
hold, en mældust báðir með litla
fitu. Hnoðri er einn af sonum
Stúfs 97-854. Þá var Skalli 00-
467, þeirra Jóns og Haraldar á
Hólmavík, efitirtektarverður
afkomandi Þyrils 94-399 á Hey-
dalsá, en hann er ffá Steinadal,
sonur nr. 99-137, ágætlega gerður
og fékk yfirburða góða útkomu
fyrir gerð í skýrsluhaldi sauð-
fjárræktarfélaganna sl. haust.
I Kirkjubólshreppi var að
vanda sýndur feikilega ræktarleg-
ur hópur af hrútum, þó að glæsi-
leiki hrútanna væri ekki alveg
jafn einstakur og árið áður. Smá-
hamrahrútamir vom talsvert
þroskameiri en flestir hinna hrút-
anna. Bói 00-668 var fádæma
vænn af kollóttum hrút að vera
eða 105 kg. Þessi hrútur hefur
gríðarmiklar útlögur og var múr-
aður í holdum og er mjög bol-
langur og stigaðist ofar öðmm
hrútum í sýslunni þetta haustið.
Bói er undan Sónari 97-860 en
móðurfaðir hans Sveppur 94-807.
Kýll 00-667 er um margt mjög
ólík kind, miklu minni og eins og
faðir hans, Galli 99-593, sem at-
hygli vakti á síðasta ári, óþarf-
lega bolstuttur, en gerð og vöðva-
fylling frábær og hrútur þessi er
hreinhvítur. Móðurfaðir hans er
Hnoðri 96-837. Brúsi 00-665 er
feikivænn, sterkbyggður og öfl-
ugur hrútur, en hann er undan
Stampi 99-596 sem vakti mikla
athygli árið áður og sammæðra
Sónari 97-860 og á því Gný 91-
967 að móðurföður. Bolli 00-636
og Uggi 00-637 á Gmnd, sem
báðir em synir Sindra 97-505 á
Smáhömmm, em vemlega álit-
legir hrútar. Byr 00-656 hjá
Braga á Heydalsá er fenginn frá
Jóni í Broddanesi, undan Hnykli
97-095, en þetta er mjög vel
gerður hrútur og hreinhvítur, sem
forvitnilegt verður að sjá hvemig
blandast hinu þaulræktaða fé á
Heydalsá. Hjá Halldóm á Hey-
dalsá vom nokkrir mjög vel gerð-
ir hrútar, Goði 00-659, Snúður
00-660 og Skuggi 00-661, sá síð-
asttaldi dökkur að lit frá Braga
undan Bola 99-874. Þessir hrútar
vom ekki þroskamiklir en ákaf-
lega vel holdfylltir og ræktarlegir.
Bassi 00-677 á Gestsstöðum, frá
Bassastöðum, undan Boða 97-
310, er feikilega öflugur og vel
gerður hrútur og sama má segja
um hálfbróður hans, Lilla 00-
678, sem eins og nafnið bendir til
er minni kind og enn lágfættari.
Af hrútum í Miðdalsgröf vom
bestir Snúður 00-626 og Bangsi
00-627, báðir mjög vel gerðir
hrútar, en þeir em synir topphrúta
þar á búi á síðasta ári og, eins og
lesa má í umfjöllun um af-
kvæmarannsóknir, fékk Bangsi
þar afbragðsgóðar niðurstöður.
Páfí 00-625 var bestur hrúta í
Húsavík, feikilega vel þroskaður
og sterklegur hrútur. Hann er frá
Smáhömmm, sonur Sónars 97-
860. I Tröllatungu vom mjög at-
hyglisverðir hrútar, fengnir frá
Bassastöðum, þó að þeir væm
þroskalitlir. Það er varla nokkurt
vafamál að þungamiðjun í ræktun
á kollóttu fé í landinu hefur nú á
annan áratug verið í Kirkjubóls-
hreppi. Bændur þar hafa á síðustu
ámm nokkuð sótt til kynbóta
hrúta norður fyrir vamargirðingu.
Ekkert vafamál er að í oft hafa
þeir þar sótt mjög góða gerð og
mikil lærahold. Hins vegar er full
ástæða til að hvetja bændur þama
til að standa mjög vörð um þann
mikla ræktunarárangur í að
minnka fitusöfnun sem þeir hafa
náð með markvissu ræktunar-
starfi á undangengnum ámm og
áratugum. Það er ljóst að þessi
eiginleiki er gullvægur fyrir ís-
lenska sauðfjárframleiðslu í þeirri
erfiðu markaðsstöðu sem íslenskt
dilkakjöt er nú í.
í Broddaneshreppi var margt
góðra hrúta, en þar var á topp-
num Stúfur 00-322, Rögnvaldar í
Gröf. Stúfur er fágætur holdah-
naus, lágvaxinn, sívalur, með
þéttgróin hold á baki og mölum,
fádæma lærahold og fannhvítur.
Bakvöðvi mældist 38 mm
þykkur, en fita á baki aðeins 4
mm. Stúfur var annar af tveimur
hrútum í Strandasýslu þetta
haustið sem fengu 86,0 í heil-
darstigum. Stúfur 00-322 er frá
Jóni á Broddanesi, sonur Hnykils
97-095 og á því ættir sínar að
rekja í Ámeshreppi.
Af öðmm athyglisverðum hrút-
um í hreppnum má nefha Bjart
00-213 Jóns á Broddanesi I, sem
líka er sonur Hnykils 97-095 og
Gul Guðbjöms á Broddanesi III,
sem er rígvænn og vel gerður
Freyr 5/2002 - 21 |