Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2002, Síða 5

Freyr - 01.12.2002, Síða 5
ÆUI ég sá ekld útvegsbéndl Brynjar Vilmundarson í Feti í Rangárþingi byrjaði seint í hesta- mennskunni en hefur náð betri árangri en margir aðrir í því að rækta góð hross Austur í Rangárþingi er hcsturinn að taka völdin. Þar hefur orðið til ný tegund af bændabýlum, ef rétt er að kalla þau því nafni, þar sem búið er með hesta og aftur hesta. Það eru bæði heimamenn og aðrir lengra að komnir sem stunda þessa atvinnugrein. Sumir eru fæddir með beisli í hönd, ef svo má segja, hafa alist upp við lif- andi áhuga á hestum og aldrei neitt annað komist að. Aðrir eru seinteknari og taka ýmsa Guðnavinka áður en hesturinn grípur þá heljartökum. Viðmælandi Freys tilheyrir síð- amefnda hópnum. Brynjar Vil- mundarson heldur heimili á tveim- ur stöðum, í þorpinu sem risið er við Rauðalæk, skammt vestan við Hellu, og svo suður í Keflavík. A báðum stöðum er hann með hross. Þau skipa orðið mjög stóran sess í lífí þessa fiskverkanda sem lengi framan af ævi hafði engan áhuga á hestum og segist aldrei fara á bak að gamni sínu. En þótt líf og starf Brynjars teygi sig frá Reykjanesi austur að Rangárbökkum þar sem hann el- ur upp verðlaunahross á jörðinni Feti þá hófst sagan af honum á enn öðmm og fjarlægari stað. „Ég er fæddur í Ólafsfirði 4. september árið 1937 og ólst upp við harða sveitamennsku,“ segir hann þegar við emm búnir að koma okkur fyrir við eldhúsborð- ið á Rauðalæk. „Faðir minn var Vilmundur Rögnvaldsson ffá Kvíabekk og móðir mín Lára Guðmundsdóttir, innfæddur Ólafsfirðingur í marga ættliði. Við bjuggum í þorpinu en frá sex ára aldri var ég öll sumur í Kvía- bekk hjá afa mínum og ömmu, fór eins snemma á vorin og hægt var til að losna við vorskólann og dvaldi eins lengi og ég gat fram haustið. Þama bjó ég hjá fólki sem var fætt upp úr miðri nítj- ándu öld og búskaparhættimir voru eftir því. Ég stóð á skíta- kvöminni frá sjö ára aldri í tvær til þrjár vikur á hverju vori en þurrkaður og malaður skítur var notaður sem áburður. Eftir þrjár vikur var skítnum svo rakað sam- an aftur og það skildi ég aldrei, fannt það óskaplega vitlaust. En skíturinn var notaður til að drýgja eldiviðinn. Amma mín komst aldrei af hlóðaskeiðinu þótt hún eignaðist þessa fínu kolaeldavél. Hún sauð graut í stómm potti og það tók okkur tvær vikur að klára hann. Fyrst var hann étinn sem grautur, svo var blandað í hann skyri og Brynjar Vilmundarson með Merkúr frá Miðsitju en segja má að hann sé sá hestur sem ræktun Brynjars hafi hafist með. Merkúr er bróðir Kröflu frá Mið- sitju. (Ljósm. Sigurður Sigmundsson). Freyr 10/2002-5

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.