Freyr

Volume

Freyr - 01.12.2002, Page 9

Freyr - 01.12.2002, Page 9
Frá Landsmóti 2000 í Reykjavik. Fimm fulltrúar Fets á ræktunarbússýningu landsmótsins. (Ljósm. Nína Hjartardóttir). folöld á hverju hausti undanfarin ár. Ég tek þau undan mæðrum sínum fyrir jól og set þau í hús þar sem ég bind þau og hef á þeim þröngan múl allan veturinn. Fyrstu tvo-þijá dagana er ég eins mikið innan um þau og ég get enda finnst þeim ég vera orð- inn eins og einn af hópnum eftir það. Þau treysta mér alveg. Að sjálfsögðu set ég þau út öðru hvoru en það er reynsla mín að eftir tvær til þrjár vikur eru þau flest farin að leita aftur í stíuna og bíða þess að verða bundin. Mín reynsla er sú að gott uppeldi folalda stytti tamningatímann verulega. Erlingur Erlingsson sem var tamningamaður hjá mér í mörg ár sagðist vera farinn að ríða út hrossunum sem koma frá Keflavik eftir tvær til íjórar vikur og að tamningatíminn væri ailt að þremur mánuðum styttri en hjá öðrum hrossum. Ég lærði það af því að vera með sauðfé að lamb sem ekki fær góða umönnun og gott fóður ifá byrjun verður aldrei almennileg skepna. Ég vona að sem flestir séu mér sammála i því að íslenski hes- turinn eigi það skilið að fá gott uppeldi. Við eigum ekki öllu betri sendiherra á erlendri grund.“ Landakaup í Rangárþingi Smám saman óx þessi starf- semi Brynjars i Keflavík og að því kom að hann fór að svipast um eftir landi til að geta haft hrossin á þegar þau urðu stærri. Hann leitaði fyrir sér austur í Rangárvallasýslu og fékk að hafa hross hér og þar. Um tíma var hann með hross á einum átta bæj- um á Suðurlandi. Að því kom að hann vildi koma sér upp eigin landi undir starfsemina. Það var orðið dýrt að hafa þetta á svona mörgum stöðum þótt hrossin væru ekkert sérstaklega mörg, skiptu nokkrum tugum. Fetið, sem nú eru höfúðstöðvar Brynjars í Rangárþingi, er um 200 hektarar. A ýmsu gekk í samningaviðræðunum út af þeirri jörð og um tíma leit út fyrir að hann yrði að gerast kartöflu- ræktandi til þess að fá landið en úr því varð þó ekki. Fetið var ákaflega blautt og ekki akfært um það nema á fjórhjóli. Brynjar varð því að ræsa það fram, leggja um það vegi og byggja á því hús því þar var ekkert nema einn braggi sem vantaði gaflinn á og reyndist fullur af skít. Næst var röðin komin að Lind- arbæ þar sem hann náði góðum samningum um að kaupa 250 hektara af landi. Einnig þar þurfti hann að eyða töluverðu í að ræsa landið fram og þurrka það. „Svo rafgirti ég það eins og allt land sem ég hef undir höndum.“ Síð- asta viðbótin er hluti af Syðra- Rauðalæk sem Brynjar keypti fyrir fímm árum. Það liggur að Feti svo nú á hann þar 400 hekt- ara samliggjandi, auk Lindarbæj- ar sem er þar skammt frá. For- sætið er hann hins vegar að losa sig við. Þar hefúr hann verið með tryppin þar til þau eru orðin tveggja vetra en þá flytur hann þau í Fetið. FLEIRI EN 10, FÆRRI EN 250 Eins og þessi landakaup bera með sér er hestamennska Brynj- ars orðin æði mikil um sig. Blaðamaður veit að það á aldrei að spyrja hestamann hversu marga hesta hann eigi en stenst ekki mátið. Að sjálfsögðu verður Brynjar eins og véfrétt í framan: „Við skulum segja að ég eigi fleiri en 10 en færri en 250. Mið- að við skilgreiningu Guðna heit- ins í Skarði á ég fá hross því hann taldi ekki með folöld og reyndar ekki hross fyrr en þau voru komin á íjórða vetur. Það eru svona 35-45 í árgangi hjá mér en ég á enga geldinga eldri en fímm vetra held ég. Þetta týnir tölunni ótrúlega hratt því ég er mjög fús að gefa hross þó að það virðist vera einhver regla í kerf- inu að það megi ekki gefa hross, það sé jafnvel stjómarskrárbrot. Ég verð þó að viðurkenna að ég Freyr 10/2002-9

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.