Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.2002, Side 19

Freyr - 01.12.2002, Side 19
og er einstakur í sinni röð fyrir eitt hestakyn. Upprunaland ÍSLENSKA HESTSINS Þótt það virðist liggja í augum uppi að upprunaland íslenska hestsins sé Island er ekki sjálf- gefið að svo sé. Hlutverk upp- runalands er að hafa forystu um ræktunarmál kynsins og önnur mál er snerta hestakynið beint. Unnið hefur verið að því að fá reglugerð þess efnis samda og viðurkennda, fyrst á Islandi og hjá FEIF og þar á eftir í stofnun- um Evrópusambandsins. Slik reglugerð var gefin út af land- búnaðarráðuneytinu h'inn 7. ágúst 2001 en er nú á lokastigi í endur- útgáfii. Astæður endurútgáfunnar eru fyrst og fremst nýjar og al- þjóðlega samræmdar reglur um kynbótasýningar. Þegar þessi endurútgefna reglugerð hefur verið kynnt og samþykkt í Brussel telst málið í höfn. Eiðfaxi net ehf. Eiðfaxi net var stofnað á síð- ustu vikum ársins 2000. Ataks- verkefhið lagði þar til 5 milljón króna hlut í þeim tilgangi að aðal- netgátt'fyrir íslenska hestinn verði á íslandi. Að auki eiga þar hlut Hestamiðstöð Islanrds og Eiðfaxi ehf. Fyrirtækið er stofhað um rek- stur fféttarásar og er ætlað að vera aðalgátt íslenskra hesta- áhugamanna, á Islandi sem er- lendis. Þeim tilgangi skal ná með því að bjóða upp á fjölbreytt af- þreyingarefni, fféttir, ffæðslu og ffóðleik, auk upplýsinga um þá sem selja hross og þjónustu þeim tengdum. Eiðfaxi net hefur náð athyglisverðum árangri í aðsókn á netinu og hefur lengst af verið á meðal 10 af mest heimsóttu heimasíðum á Islandi. Engu að síður hefur Eiðfaxi net átt í rek- strarörðugleikum sem fyrst og ffemst stafa af því að tekjuöflun hefur ekki gengið sem skyldi. Rásin byggir tekjur sínar algerlega á sölu auglýsinga en til þessa hefur mátt lesa fféttir á www.eidfaxi.is endurgjaldslaust. Verið er að vinna að endurskipulagningu Eið- faxa ehf. sem og Eiðfaxa nets og birtast fféttir þar að lútandi í upp- hafi árs 2003 ef að líkum lætur. Landsmót ehf. Átaksverkefnið stuðlaði að stofhun Landsmóts ehf. á haust- dögum 2000. Átaksverkefnið lagði ffam stofnframlag og styrk til starfsemi hins nýja félags í formi vinnuffamlags starfsmanns. Hafði hún umsjón með gerð heimasíðu Landsmótsins og gerð bæklings fyrir Landsmótið og var það hugsað þar til starfsmaður hefði verið ráðinn til þess. Verk- efnisstjóri var svo ráðinn á haust- dögum 2001 til Landsmótsins og í framhaldi af því framkvæmda- stjóri. Átaksverkefhið veitti Landsmóti ehf. lán til að Lands- mót ehf gæti gæti staðið straum af útgjöldum til markaðssetningar og ýmiss undirbúnings mótsins. Lánið var vaxtalaust og var end- urgreitt fyrir áramót 2002/2003. Að auki kostaði Átaksverkefnið vinnu markaðsmanns (sjá hér á eftir) við ráðgjöf á síðustu metr- unum við markaðssetningu Landsmótsins sem og móttöku Önnu Bretaprinsessu sem var sér- stakur heiðursgestur Landsmóts- ins 2002. Á haustdögum skipu- lagði Átaksverkefnið svo Málþing um málefni Landsmóts sem bar yfirskriftina „Landsmót 2002, það sem vel var gert og það sem betur mátti fara“. Öllum aðilum sem að Landsmótshaldinu komu var boðið til þátttöku; mótshöldurum, blaðamönnum, dómurum, fulltrúum keppenda og fulltrúum áhorfenda. Er skemmst frá því að segja að málþingið tókst mjög vel og komu margir áhugaverðar hugmyndir þar fram sem geta komið næstu Lands- mótshöldurum til góða og sparað þeim að reka sig á sömu hlutina enn og aftur. Almennt voru mál- þingsgestir mjög ánægðir með Landsmótið í heild sinni. Markaðsmál Á verkefnalista Átaksins er einnig að samræma markaðsstarf í Bandaríkjunum til að efla þar einn mest vaxandi og nýjasta markað fyrir íslenska hestinn er- lendis. Starfsmaður verkefnisins gerði frumkönnun á möguleikum til aðgerða á þeim vettvangi og átakið réð i framhaldi af því sér- fræðing í ímyndar- og markaðs- málum sér til fulltingis. Var hlut- verk hans samkvæmt skriflegum samningi að skrifa greinar í er- lend hestatímarit, aðstoða við markaðssetningu Landsmóts og fleira í þeim dúr. Ekki er stjóm Átaksins fullkomlega ánægð með störf hans, að frátalinni vinnu hans fyrir Landsmót ehf. (sjá hér að framan), og er ffamhald á vinnu hans í nánari skoðun. Menntamál Ekki er ofsagt að stærstur hluti af vinnu starfsmanns Átaksverk- efnisins hafi falist í vinnu við menntamálin svokölluðu, eða knapamerkjastiga. Því birtist hér í blaðinu sérstök grein sem reifar þau mál og kynnir. Önnur verkefni Að auki vann átaksverkefnið að ýmsum öðmm verkefnum. Hestavegabréf Meðal annarra verkefna var fyrirferðarmikið verkefni með umsjón með hönn- un og útgáfu hestavegabréfs. Vegabréfið er gert eftir reglugerð Evrópusambandsins en í löndum þess þarf hestavegabréf að fylgja öllum hestum sem em þar á Freyr 10/2002-19j

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.