Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2002, Síða 29

Freyr - 01.12.2002, Síða 29
Sumarexem í íslenskum og erfendum hestakynjum Sumarexem er langvinnur, árstíðarbundinn ofnæmis- sjúkdómur sem þekktur er í hrossum víða um heim (mynd 1). Algengast er að sjá ein- kenni sumarexems í makka og sterti. í sumum tilfellum sjást húðbreytingar víðar svo sem á eyrum, höfði, lend og kvið. Fyrstu einkenni eru roði og bólguupphleypt húð, oft með seytingu á blóðvökva sem storknar og myndar gular skorpur. Exeminu fylgir mikill kláði. Hesturinn sækir í að nudda sér utan í og eykur það ertinguna í húðinni, oft með þeim afleiðingum að djúp sár geta myndast og bakteríusýk- ing komið í kjölfarið. I lang- vinnum tilfellum sést þykknun á húðinni og hárleysi. I versta falli verða hrossin ónothæf til reiðar eða þau þarf að aflífa. Hjá hestum fæddum í löndum þar sem sumarexem er þekkt koma fyrstu einkenni oftast fram við 2ja-4ra vetra aldur og versna með hverju sumri. Orsök sumarexems Sýnt hefúr verið fram á með því að safna flugum af hestum (1) og með húðprófúm (2) að sumarexem er ofnæmi (hypersen- sitivity) gegn biti mýflugna af ættkvíslinni Culicoides (biting midges, punkies eða no-see-ums) af ætt Ceratopogonidae. Ættkvísl- in Culicoides lifir ekki á Islandi, en eina íslenska flugnategundin, sem bítur spendýr, bitmýið (Simulium vittatum), er af ætt- kvíslinni Simulium (black flies) af ætt Simuliidae (3) (mynd 2). Meirihluti hesta, sem eru með of- næmi gegn Culicoides, þ.e. sum- arexem, eru einnig komnir með ofnæmi gegn Simulium og öðr- um bitflugum svo sem moskító- flugum (mosquitoes) af ætt Culicidae, stingflugum (stable flies, Stomoxys) af ætt Muscidae og kleggjum (horseflies) af ætt Tabanidae (2,4). Tegundir Culicoides ættkvíslarinnar eru yfir 800 og þær sem koma við sögu í sumarexemi eru mismun- andi eftir svæðum en svo virðist sem sameiginlegur ofnæmisvaki (ar) sé í tegundum sem hafa verið prófaðar. Hestar með sumarexem svara til dæmis á Culicoides teg- undir sem finnast ekki á því svæði sem hestamir em (5). Tíðni sumarexems hjá ÝMSUM HROSSAKYNJUM Öll hrossakyn geta fengið sum- arexem en em misnæm og virð- ast erfðaþættir koma þar við sögu eins og hjá fólki með ofnæmi af gerð I (6-8). Umhverfisþættir og þá aðallega útsetning fyrir flug- unni skiptir þó mestu máli. Tíðni sumarexems í mismunandi hrossakynjum er mjög á reiki og í raun lítið rannsökuð. Þær far- aldsfræðirannsóknir sem gerðar hafa verið byggja á spumingalist- um sem sendir vom til eigenda eða dýralækna. Þegar ekki er gerður greinarmunur á hrossa- kynjum hefúr verið talað um 2- 3% tíðni í hrossum á Bretlandi (9,10), 22% í ísrael (11), 26% í Bresku Columbíu í Canada (12) en 32% í Queensland í Ástralíu, Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur, m svansson, Keldum. 10% þar sem minnst er fluga en 60% þar sem hún er verst (13). Af smáhestum (ponies) í Bret- landi reyndust um 3% hafa sum- arexem (9) en af skírishestum (Shire horses) vom það 11,6 % (10). Tíðnin í skírishestum í Þýskalandi var hins vegar 37,7% ónæmis- fræðing, Dr. med.sci. og Vilhjálm dýralækni, Ph.D., Tilraunastöð Háskóla Is- lands í meina- fræði að Mynd 1. íslenskur hestur með sumarexem (Ljósm. Eliane Marti). Freyr 10/2002-29 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.