Freyr

Volume

Freyr - 01.12.2002, Page 30

Freyr - 01.12.2002, Page 30
Mynd 2. Bitmý, Simulium ssp (til vinstri), náttúruleg stærð 2-5 mm. Culi- coides spp. (til hægri), stærð 1-3 mm, (10). í ísrael var tíðnin 4,8% í kynhreinum enskum veðhlaupa- hestum (Thoroughbred), 25,5% í arabískum hestum og 22,1% í hestum af heimaræktuðum kynj- um eða af blönduðu kyni (11). í Bresku Columbíu var hins vegar há tíðni hjá öllum stórum hestum sem prófaðir voru (Thorough- bred, Quarter horse, Morgan, Arabian, Appalosa) eða 26,7- 36,7% og líka í smáhestum 22,6% (12). Yfirleitt er talið að þeir sem eiga hesta með sumar- exem svari frekar spumingalist- um en þeir sem þekkja ekki vandamálið og kemur það til hækkunar á tíðni. A hinn bóginn gæti verið að sumir ræktendur vilji leyna vandamálinu og svari þess vegna ekki spumingarlistum sem kæmi þá til lækkunar á tíðni. Þannig fæst aldrei raunsönn mynd af tíðni sjúkdómsins með því einungis að senda út spum- ingalista til hrossaeigenda. Eina leiðin til að átta sig á raunveru- legri tíðni sumarexems í hinum ýmsu hrossakynjum er að einn og sami aðili skoði hrossin og lýsi nákvæmlega umhverfisaðstæðum með tilliti til útbreiðslu flugunnar og hvaða ráðum er beitt við að halda sjúkdómnum niðri. SUMAREXEM í ÍSLENSKUM HESTUM Sumarexem hrjáir ekki hesta á orsakavaldur sumarexems í hrossum. íslandi enda lifir engin Culicoides tegund hér á landi. Afiur á móti em íslenskir hestar, sem fluttir em út á flugusvæði, mjög móttæki- legir fyrir sjúkdómnum. Sam- kvæmt rannsóknum sem gerðar vom í Noregi og Svíþjóð virðist tíðnin vera mun lægri í íslenskum hestum sem fæddir em erlendis. íslenskir hestar fæddir á íslandi fengu sumarexem í tíðninni 26- 27% en þeir sem fæddir vom í Noregi eða Svíþjóð í tíðninni 7- 8% (14,15). Þessar rannsóknir vom einnig gerðar með þvi að senda spumingalista til eigenda. Ytarleg faraldsfræðileg rann- sókn á sumarexemi í íslenskum hrossum var gerð á ámnum 1997 og 1998. 1 þessari rannsókn vom 350 hross í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi skoðuð klínískri læknisskoðun með tilliti til sum- arexems. Hrossin vom öll fædd á Islandi og vom afkvæmi 17 stóðhesta. Af 350 hrossum sem skoðuð vom fannst sumarexem í 114 eða 34,5% af hrossununr. Ein athyglisverðasta niðurstaða þess- arar rannsóknar var sú að ef meira en tvö ár höfðu liðið frá því að hrossin vom flutt út og þau haldið sig á þekktum flugu- svæðum reyndist tíðni sumarex- ems hjá þeim vera 53,9%. Ekki var unnt að sýna fram á tengsl sumarexems við erfðir í þessari rannsókn. Rannsóknin sýndi hærri tíðni sumarexems í hross- um fæddum á Islandi en áður hefur fundist, nokkuð sem má ef til vill rekja til þess að byggt var á skoðun en ekki spumingalist- um. Margir fullyrða að tíðni sumarexems í íslenskum hrossum fæddum erlendis sé vanmetin og að hún sé töluvert hærri en fannst í norrænu rannsóknunum. Hætt er við að einhveijir ræktendur er- lendis felli hross sem fá sumarex- em ung að aldri og þau komi því aldrei inn í tíðnitölur. Rannsaka þarf því tíðni sumar- exems í íslenskum hestum fædd- um erlendis þar sem tekið er tillit til allra umhverfisþátta og hrossin skoðuð klíniskt af sama aðila. Síðan er hægt að bera niðurstöð- umar saman við það sem fékkst úr rannsókninni á hrossum fædd- um á Islandi. Sams konar rann- sóknir þyrfti lika að gera á öðmm hrossakynjum. Það er augljóst að íslenskir hestar em mjög næmir fyrir sumarexemi, ekki síst þeir sem em fæddir á íslandi. En einnig virðast hestar af öðmm kynjum geta fengið sumarexem í jafn miklum mæli eða allt upp í 60% ef þeir eru útsettir fyrir nægilegum mývargi eins og ástr- alska rannsóknin sýnir (13). Lögð hefur verið áhersla á að ís- lenskir hestar á erlendri gmnd séu sem mest úti eins og þeir em heima á Islandi. Hestakyn, sem em með hvað lægsta tíðni sumar- exems, em hins vegar víðast hvar hýst mestan hluta sólarhringsins. Verið gæti að exemtíðnin í þeim hækkaði töluvert ef þeir væm hafðir við sömu aðstæður og ís- lensku hestamir. SUMAREXEM OFNÆMI AF GERÐ I Sumarexem er í flestum tilvik- um ofnæmi af gerð I (hypersensi- tivity type I) með framleiðslu á IgE mótefhum og viðbragði í húðprófi eftir 4 tíma. Einnig [ 30 -Freyr 10/2002

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.