Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2002, Síða 37

Freyr - 01.12.2002, Síða 37
þess að vænta að þessi tækni leysi af hólmi huglæga dóma á byggingu hrossa, a. m. k. ekki fyrst í stað, en hún gæti orðið gagnleg viðbót. Ör þróun staf- rænna (kvik)myndavéla og möguleikar til nákvæmrar tölvu- skráningar hreyfiferla ýmissa líkamsparta hestsins í reið opnar einnig spennandi möguleika í ná- inni framtíð til hlutlægrar skrán- ingar eiginleika sem mæla reið- hestskosti. Brýna nauðsyn ber til að þróa aðferðir til að meta geðs- lag sem er afar mikilvægur þáttur í markaðsgildi hestsins. Vera má að full ástæða sé til að láta stóð- hesta, sem koma vel út úr al- mennu kynbótadómum, fara í gegnum strangara próf sem gæti gefið öruggara mat á eiginleik- um hestanna. Slíkt próf er við- haft við mat á stóðhestum stóru reiðhestakynjanna í Norður- Evrópu. Nauðsynlegt er að efla samstarf búfjárræktamanna og dýralækna við skipulag kynbótastarfsins. Þættir, sem lúta að heilbrigði, endingu og frjósemi íslenska hestsins, hafa setið á hakanum í ræktunarstarfmu. Það er því gleðilegt að á þessum fundi mun dr. Sigríður Bjömsdóttir kynna niðurstöður viðamikils verkefnis sem beindist að því að greina tíðni og orsakir hækilsspatts í ís- lenska hestinum. Grunnorsakir spattsins em án efa erfðafræði- legs eðlis. Spumingin er hvort breytileiki erfðanna innan stolns- ins sé nægur og nægilega auð- greinanlegur til þess að af gagni megi koma í skipulegu ræktunar- starfi? Svar mitt verður að sterk- ar líkur benda til að viss árangurs sé að vænta frá markvissu úrvali gegn spatti. Litafjölbreytni íslenska hestsins er veigamikill hluti erfðaauðlegð- arinnar sem einnig þarf að nýta og ávaxta. Rannsóknir dr. Stef- áns Aðalsteinssonar á litaerfðum búQár, og þar sem íslenski hest- urinn lagði til verðmætan grann, skópu honum og íslenska hestin- um heimsfrægð meðal erfðafræð- inga. Forrit til útreiknings arf- gerðalíkinda fyrir litaerfðimar hafa verið þróuð og em nær til- búin til notkunar. Miðlun niðurstaða kynbóta- dóma, kynbótamats, skýrslna og fræðsluefnis til ræktenda er vel tæknivætt og til mikillar fyrir- myndar í íslenskri hrossarækt. Að lokum vil ég þakka fyrir boðið til þessarar ráðstefnu. Það hefur verið mér ánægjuefni að hafa verið þátttakandi í þeim verkefnum sem hér verða kynnt og að kynnast mörgu því unga efnisfólki sem hér er samankom- ið og veita mun íslenskri hrossa- rækt forgöngu á komandi ámm. Von mín er að erindin verði kveikja fjörlegra, gagnrýnna og uppbyggilegra umræðna. A^alað á kaffistofunni A góAu dægrl Jón Jóhannesson frá Skáleyjum gaf út fjórar bækur með ljóðum og lausu máli um og eftir miðja síðustu öld. Hann bjó og starfaði lengi í Reykjavík en hugur hans var löngum bundinn æskuslóðunum í Breiðafjarðareyjum þar sem hann dvaldist ein- nig oft. Góðvinur hans og frændi var Sveinbjöm Guð- mundsson, einnig ffá Skáleyjum. Hann starfaði lengi hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðarfirði á fyrri hluta aldarinnar, fróður mjög, m.a. um ætt- fræði og kveðskap. Sonur hans var Hrafn Svein- bjamarson á Hallormsstað, víðkunnur á sinni tíð. Eftirfarandi Ijóð orti Jón til Sveinbjamar vinar sins og nefhdi það „Á góðu dægri“ og birtist það í ljóðabók hans, Gangstéttarvísur: Nú er blessuð nóttin dinvn, nú fer tœpast hjáþví að Sveinbjðrn verði sextíu og fmvn og Sveinbjörn verði áþvi. Ymsra skálda eldur var ylur húsa minna. Sveinbjörns Iampi lýsti þar líka eins og hinna. Létt á tungu liggur hans Ijóð sem margan gleður, og það er engin andskotans ómynd sem hann k\>eður. Senn við glaðan glasahljóm grafar hinumegin, veit ég skáldið Wennerbóm verður honum feginn. Freyr 10/2002-37 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.