Freyr - 01.12.2002, Síða 52
Menntun skapar sóknar-
færl í hastamennsku og
hrossarækt
Hólaskóli er miðstöð landbú-
naðarráðuneytisins fyrir
kennslu og rannsóknir í hesta-
mennsku og hrossarækt. Við
endurreisn skólastarfs á Hólum
1981 var ákveðið að Ieggja þar
meiri áherslu á hestamennsku
en verið hafði. Síðan hefur nám
skólans verið í stöðugri þróun og
breyst úr almennu búnaðarnámi
með hestamennsku sem valgrein
í að nú er boðið upp á þriggja
ára sérhæft nám í hesta-
mennsku, reiðmennsku og reið-
kennslu. Hlutfall verklegs náms
hefur og stóraukist og er það nú
40-80% eftir námsárum. Námið
er skilgreint frá framhalds-
skólastigi og upp á háskólastig.
l.ár. Hestafrœðingur og leið-
beinandi.
Starfsmenntun - 45 einingar
Markmið: Nemandinn öðlist
góða þekkingu á grunnfögum bú-
frœðinnar á sviði jarðrœktar, bú-
fjárrœktar og bústjórnar. Einnig
sérhæfða og hagnýta þekkingu
sem spannar vítt svið hrossarækt-
ar og hestamennsku. Nemandinn
öðlist verklega fœrni við meðferð
hrossa, grunnreiðmennsku og
þjálfun gangtegunda. Nemand-
inn geti að námi loknu tekið þátt
i fjölþœttum atvinnurekstri, s.s.
hrossabúskap, hestatengdri
ferðaþjónustu, byrjendakennslu í
hestamennsku o.fl.
Víkingur Gunnarsson heldur í Þórkötlu frá Hólum. (Ljósm. Sólrún Harðar-
dóttir).
eftir
Víking Gunnarsson
deildarstjóra
hrossaræktar-
brautar
Hólaskóla
2. ár. Tamningamaður
Sérhœfð fagmenntun, diplóma-
nám I búfrœði - 30 einingar
Markmið: Nemandinn öðlist
frœðilega þekkingu, verklega
fœrni og sjálfstæði í vinnubrögð-
um til frumtamninga og fram-
haldsþjálfunar. Einnig til að
standa fyrir fjöiþœttum rekstri á
sviði hestamennsku og hrossa-
rœktar, s.s. rekstri tamninga-
stöðva.
3. ár. Reiðkennari og þjálfari
Sérhœfð fagmenntun, dipóma-
nám í búfrœði - 15 einingar
Markmið: Nemandinn öðlist sér-
hæfða þekkingu og verklega fœrni
á sviði reiðmennsku og reið-
kennslu. Að nemendur verði færir
um að taka að sér fagvinnu við
tamningar og þjálfun hrossa, sýn-
ingar og keppni og leiðbeininga-
störf á sviði hestamennsku, reið-
mennsku og reiðkennslu.
Aðsókn í námið hefúr verið
mjög góð um árabil. 1 vetur eru
nemendur hrossadeildar 46 en
j 52-Freyr 10/2002