Skátablaðið - 01.12.1950, Side 22
Aðalhliðið á Gilwell Park.
um, sem framleiddir eru, og lét fara vel
um sig, rétt eins og heima hjá sér, ef ekki
betur. Nóg var af innlendum og erlendum
tímaritum til þess að lesa, og svo voru flug-
freyjurnar, ég segi aftur: blessaðar, því þær
eiga það sannarlega skilið, alltaf að koma
til manns til þess að gefa manni að borða,
eða aðeins til þess að spyrja hvernig líðan
væri. Með öðrum orðum, að fljúga er, eins
og stúlkurnar segja stundum, alveg draumur.
Það var nú eitthvað annað en þegar ég
þurfti að kúldrast niðri í lest á strandferða-
skipinu Esju á leið til Noregs árið 1946.
Þá lá maður á liálmdýnu á rniðju lestar-
gólfinu í svefnpoká og í þokkabót svo sjó-
veikur, að ég var í heila viku að jafna mig
eftir volkið, en það er nú önnur saga.
Við svifum létt á vegurn vindanna ofar
skýjum, í sólskini og svölum vindi og
skemmtum okkur við að virða fyrir okkur
margbreytilega skýjaflóka, sem svifu eða
lágu fyrir fótum okkar, og voru á meistara-
legan hátt sí og æ að breyta um svip og lög-
un.
Eftir 6 stunda flug var svo lent á Nort-
holt flugvellinum. Sá flugvöllur var byggður
um 1940 ef ég man rétt, og kom rnikið við
sögu, þegar loftorustan um England var
háð. Var þá þessi flugvöllur ein aðalbæki-
stöð orustuflugvéla. — Þarna stigum við út
úr flugvélinni, og við beðin að fara inn í
eina aðalbygginguna, sem þarna er til þess
að láta athuga vegabréf og farangur og tók
það nokkurn tíma. Að því loknu var farið
upp í sérstaka bíla, sem fluttu okkur til að-
alstöðva flugfélagsins B. E. A. inni í Lond-
on, en þangað var hálfrar stundar akstur.
Er nú þangað kom var okkur afhentur
farangur okkar og hélt hver sína leið, nerna
ég. Eg beið þarna í afgreiðslunni eftir ein-
hverjum, sem átti að taka á móti mér. Er
ég hafði beðið í klukkutíma og orðinn úr-
kula vonar um að nokkur kæmi, áræddi ég
að biðja stúlku, sem þarna vann, að hjálpa
mér.
Hún hringdi á skrifstofu enska skáta-
sambandsins, en þar eð sunnudagur var, var
skrifstofan lokuð. Þá hefur hún fengið ein-
hverjar upplýsingar, því að hún hringdi
strax í annað númer. Er hún hafði lokið
samtalinu, sagði hún mér, að ég væri beð-
inn afsökunar á þessum mistökum, sem stöf-
uðu af því, að skeyti sem átti að vera komið
til þeirra, viðvíkjandi komu minni, hafði
enn ekki borizt þeim í hendur. Sagði hún
mér ennfremur, að ég ætti að fara á Viktor-
íustöðina, taka þar strætisvagn númer 38
og fara með honum til Chingford. Þar
mundi svo skáti taka á móti mér og koma
mér til Gilwell, en Gilwell er hálfa aðra
rnílu frá Chingford, sem er ein af útborg-
um London.
Ég þakkaði svo stúlkunni fyrir hjálpina,
því ég veit ekki livernig farið hefði fvrir
mér, ef þessi stúlka hefði ekki verið svona
einstaklega hjálpsöm og alúðleg. En svona
eru allar enskar skrifstofustúlkur og af-
greiðslustúlkur undantekningarlaust. Ég
get ekki annað en minnzt á þetta, því að
maður á öðru að venjast hér heima.
Ég fór nú eftir þeim leiðbeiningum sem
ég hafði fengið og eftir þriggja kortéra
102
SKÁTABLAÐIÐ